Afsögn formanns bæjarráðs 5. nóvember 2004 00:01 Andrés Sigmundsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, hefur sagt af sér í framhaldi af umræðu sem átti sér stað á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær um undirritun hans á viljayfirlýsingu um skoðun kaupa á fasteignum. Andrés sagði af sér bæði sem formaður bæjarráðs og formaður í verkefnisstjórn um byggingu menningarhúss. Andrés hafði án samþykkis eða samráðs við kóng eða prest undirritað viljayfirlýsingu um kaup á hálfónýtum og verðlausum frystihússkumbalda fyrir stórfé undir rekstur menningarhúss. Kaupverðið átti að vera 153 milljónir, eftir því sem fréttastofan kemst næst, en tekið skal fram að sú tala hefur ekki fengist staðfest. Fyrir fáeinum árum ákvað vinnslustöðin að losna við húsið, sem talið var algerlega verðlaust og gott betur, því sá gat fengið húsið gefins sem færi fram á lægstu greiðslu með því, gegn því að mála það að utan og lagfæra þakið þannig að ekki stafaði hætta af foki af þakinu og að húsið yrði ekki lengur lýti í miðbænum. Sá sem fór fram á lægsta tilboðið fékk húsið gefins og 7-10 milljónir í meðgjöf til framkvæmdanna. Upp komst um málið í gær þegar lögmaður eigendans fór að ganga eftir frágangi kaupanna og peningunum fyrir húsið. Byggði hann þar á viljayfirlýsingu Andrésar sem hann hafði enga heimild til að undirrita fyrir hönd nefndarinnar eða bæjarins. Í yfirlýsingu sem Andrés hefur sent frá sér segir meðal annars: „Nokkrar umræður hafa farið fram í verkefnastjórn Menningarhúss um möguleika á því að nýta gömlu Fiskiðju- og Ísfélagshúsin undir hluta af þeirri starfsemi sem samningur um byggingu menningarhúss kveður á um að skuli vera til staðar í Vestmannaeyjum, eftir að verkefninu er lokið. Í framhaldi af þessum umræðum ræddi ég við fltr. eigenda hluta „Fiskiðjuhússins“ í Vestmannaeyjum 12. okt. s.l. um möguleika á kaupum. Á þessum fundi ákvað ég að undirrita viljayfirlýsingu um að kaup á þessari eign yrðu skoðuð frekar í verkefnastjórn um Menningarhús. Ég tilkynnti eigendum hússins í „tölvubréfi“ 27. okt. s.l. að enginn flötur væri á því að halda viðræðum um kaup áfram. Engar kvaðir né skuldbindingar fólust í undirskrift minni gagnvart Vestmannaeyjabæ eða samstarfsaðila hans um byggingu menningarhúss. Á hinn bóginn er mér ljóst að ég hafði ekki umboð verkefnastjórnar til að undirrita þessa yfirlýsingu. Með undirskrift minni urðu mér því á veruleg mistök. Það er eðlilegt að mál þetta verði skoðað frekar. Meðan sú skoðun er í gangi hef ég ákveðið að láta af störfum sem formaður bæjarráðs og af formennsku í verkefnastjórn um byggingu Menningarhúss, og koma á þann hátt til móts við kröfur sem fram komu á fundi bæjarstjórnar í kvöld.“ Í yfirlýsingunni segir Andrés jafnframt að undirritun hans hafi ekki valdið tjóni og ekki bundið Vestmannaeyjabæ, verkefnastjórn eða aðra við nokkrar skuldbindingar fjárhagslegar eða annars eðlis. Svo segir orðrétt: „Það er von mín að yfirlýsing þessi skýri málið að fullu. Jafnframt bið ég alla hlutaðeigandi velvirðingar á þeim mistökum sem mér urðu á með því að undirrita viljayfirlýsinguna og gera ekki grein fyrir því í verkefnastjórn um byggingu Menningarhúss í Vestmannaeyjum. Með vinsemd og virðingu, Andrés Sigmundsson.“ Fréttastofan hefur ekki náð tali af lögmanni eigandans til að kanna hversu bindandi hann teldi undirskriftina vera. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Andrés Sigmundsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, hefur sagt af sér í framhaldi af umræðu sem átti sér stað á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær um undirritun hans á viljayfirlýsingu um skoðun kaupa á fasteignum. Andrés sagði af sér bæði sem formaður bæjarráðs og formaður í verkefnisstjórn um byggingu menningarhúss. Andrés hafði án samþykkis eða samráðs við kóng eða prest undirritað viljayfirlýsingu um kaup á hálfónýtum og verðlausum frystihússkumbalda fyrir stórfé undir rekstur menningarhúss. Kaupverðið átti að vera 153 milljónir, eftir því sem fréttastofan kemst næst, en tekið skal fram að sú tala hefur ekki fengist staðfest. Fyrir fáeinum árum ákvað vinnslustöðin að losna við húsið, sem talið var algerlega verðlaust og gott betur, því sá gat fengið húsið gefins sem færi fram á lægstu greiðslu með því, gegn því að mála það að utan og lagfæra þakið þannig að ekki stafaði hætta af foki af þakinu og að húsið yrði ekki lengur lýti í miðbænum. Sá sem fór fram á lægsta tilboðið fékk húsið gefins og 7-10 milljónir í meðgjöf til framkvæmdanna. Upp komst um málið í gær þegar lögmaður eigendans fór að ganga eftir frágangi kaupanna og peningunum fyrir húsið. Byggði hann þar á viljayfirlýsingu Andrésar sem hann hafði enga heimild til að undirrita fyrir hönd nefndarinnar eða bæjarins. Í yfirlýsingu sem Andrés hefur sent frá sér segir meðal annars: „Nokkrar umræður hafa farið fram í verkefnastjórn Menningarhúss um möguleika á því að nýta gömlu Fiskiðju- og Ísfélagshúsin undir hluta af þeirri starfsemi sem samningur um byggingu menningarhúss kveður á um að skuli vera til staðar í Vestmannaeyjum, eftir að verkefninu er lokið. Í framhaldi af þessum umræðum ræddi ég við fltr. eigenda hluta „Fiskiðjuhússins“ í Vestmannaeyjum 12. okt. s.l. um möguleika á kaupum. Á þessum fundi ákvað ég að undirrita viljayfirlýsingu um að kaup á þessari eign yrðu skoðuð frekar í verkefnastjórn um Menningarhús. Ég tilkynnti eigendum hússins í „tölvubréfi“ 27. okt. s.l. að enginn flötur væri á því að halda viðræðum um kaup áfram. Engar kvaðir né skuldbindingar fólust í undirskrift minni gagnvart Vestmannaeyjabæ eða samstarfsaðila hans um byggingu menningarhúss. Á hinn bóginn er mér ljóst að ég hafði ekki umboð verkefnastjórnar til að undirrita þessa yfirlýsingu. Með undirskrift minni urðu mér því á veruleg mistök. Það er eðlilegt að mál þetta verði skoðað frekar. Meðan sú skoðun er í gangi hef ég ákveðið að láta af störfum sem formaður bæjarráðs og af formennsku í verkefnastjórn um byggingu Menningarhúss, og koma á þann hátt til móts við kröfur sem fram komu á fundi bæjarstjórnar í kvöld.“ Í yfirlýsingunni segir Andrés jafnframt að undirritun hans hafi ekki valdið tjóni og ekki bundið Vestmannaeyjabæ, verkefnastjórn eða aðra við nokkrar skuldbindingar fjárhagslegar eða annars eðlis. Svo segir orðrétt: „Það er von mín að yfirlýsing þessi skýri málið að fullu. Jafnframt bið ég alla hlutaðeigandi velvirðingar á þeim mistökum sem mér urðu á með því að undirrita viljayfirlýsinguna og gera ekki grein fyrir því í verkefnastjórn um byggingu Menningarhúss í Vestmannaeyjum. Með vinsemd og virðingu, Andrés Sigmundsson.“ Fréttastofan hefur ekki náð tali af lögmanni eigandans til að kanna hversu bindandi hann teldi undirskriftina vera.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira