Innlent

Ár­mann Leifs­son nýr for­seti Röskvu

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Nýkjörin stjórn Röskvu.
Nýkjörin stjórn Röskvu. Röskva

Ármann Leifsson, tuttugu og tveggja ára kennaranemi, var í gærkvöldi kjörinn nýr forseti Röskvu. María Björk Stefánsdóttir, tuttugu og eins árs efnaverkfræðinemi, var kjörin oddviti Röskvu í Stúdentaráði.

Hinn árlegi aðalfundur Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, var haldinn í gær miðvikudagskvöld í safnaðarheimili Neskirkju í Vesturbæ. Þar var kjörin ný stjórn hreyfingarinnar til eins árs.

Í tilkynningu segir að Ármann hafi verið virkur í félagslífi og stúdentapólitík um nokkurt skeið og hafi meðal annars verið kosningastjóri Röskvu í nýafstöðnum kosningum til Stúdentaráðs HÍ.

„Ég vil skemmtilega Röskvu sem heldur góðu jafnvægi milli stemmingar og málefna. Við ætlum að halda áfram að vera valdeflandi vettvangur fyrir öll þau sem vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir jöfnuði og bættri stöðu stúdenta,“ er haft eftir Ármanni í tilkynningu.

María Björk, nýr oddviti í Stúdentaráði, leggur áherslu á að Röskva haldi áfram að vera hreyfing allra stúdenta og haldi áfram að sinna raunverulegri hagsmunabaráttu.

„Jafnrétti til náms er og verður rauði þráðurinn í allri stefnu Röskvu. Það er kjarninn í því sem við stöndum fyrir og það sem sameinar okkur,“ segir María.

„Ný stjórn Röskvu tekur nú við keflinu af fráfarandi stjórn og stefnir á kraftmikið starfsár með áherslu á málefnastarf, samstöðu og áframhaldandi baráttu fyrir réttindum stúdenta. Á fundinum var Maggi Snorra, fyrrum stúdentaráðsliði Röskvu, heiðraður með blómvönd fyrir hans framtak í hagsmunabaráttu stúdenta og fyrir störf hans í grasrót félagsins,“ segir í tilkynningu Röskvu.

Ný stjórn Röskvu er eftirfarandi:

  • Ármann Leifsson, forseti
  • Soffía Svanhvít Árnadóttir, varaforseti
  • Hekla Jónsdóttir, ritari
  • Helgi James Price, gjaldkeri
  • ValeriaBulatova,ritstýra
  • Auður Aþena Einarsdóttir, markaðsstýra
  • Ríkharður Daði Ólafsson, skemmtanastjóri
  • ÞorbjörgEddaValdimarsdóttir, kynningarstýra
  • Katla Ólafsdóttir, kosningastýra
  • Abdullah Arif, alþjóðafulltrúi
  • Styrmir Hallsson, meistarafulltrúi
  • Jón Karl Ngoshanthiah Karlsson, meðstjórnandi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×