BHM gagnrýnir upptöku skólagjalda 5. nóvember 2004 00:01 Bandalag háskólamanna, BHM, telur að skólagjöld í ríkisreknum háskólum gangi þvert gegn þeirri stefnu að háskólanám skuli vera öllum aðgengilegt, óháð efnahag. Bandalagið telur einu lausnina á fjárhagsvanda ríkisreknu háskólanna þá að stórauka framlög til þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu sem BHM sendi frá sér í dag. Bandalagið telur að setja þurfu lágmarkskröfur um menntun fyrir háskóladeildir þannig að hún sé í samræmi við kröfur um starfsréttindi í viðkomandi fagi og að ekki verði farið út í frekari einkavæðingu meðan enn skorti skýra stefnumörkun varðandi nám á háskólastigi. BHM hefur sent ríkisstjórn Íslands svohljóðandi ábendingar: Í tilefni frétta af væntanlegri sameiningu Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík bendir Bandalag háskólamanna menntamálaráðherra og ríkisstjórn á eftirfarandi: Á Íslandi hefur verið lögð á það áhersla að háskólanám skuli vera öllum aðgengilegt, óháð efnahag, eins og lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna kveða á um. Hugmyndir um skólagjöld í ríkisreknum háskólum sem reifaðar hafa verið á opinberum vettvangi ganga að mati Bandalags háskólamanna gegn þessari stefnu. Með töku skólagjalda í einkareknum og hálf-ríkisreknum háskólum, sem jafnframt fá nákvæmlega sama framlag á hvern nemanda frá ríkinu og þeir ríkisreknu, eru þeir síðasttöldu settir í samkeppnislegan vanda. Á því bera stjórnvöld ábyrgð. Ríkisreknir háskólar, og þá sérstaklega Háskóli Íslands, hafa ákveðnar skyldur gagnvart samfélaginu sem einkareknir háskólar hafa ekki. Eina lausnin á fjárhagsvanda ríkisreknu háskólanna er að stórauka framlög til þeirra svo þeir megi uppfylla skyldur sínar og vera samkeppnisfærir hvað gæði kennslu og þjónustu varðar. Bandalag háskólamanna fagnar auknu framboði háskólamenntunar en telur mikilvægt að flokka háskólanám eftir eðli þess og inntaki. Það er gert í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við og þar eru til staðlar sem aðlaga mætti íslenskum aðstæðum. Þetta er í samræmi við Bologna-áætlunina sem miðar að því að samræma prófgráður og lengd náms í evrópskum háskólum. Á slíkri flokkun má síðan byggja stefnumörkun í háskólanámi og skynsamari nýtingu fjár til háskólanáms. Setja þarf lágmarkskröfur um menntun fyrir háskóladeildir þannig að treysta megi faglegri færni útskrifaðs fólks. Ungt fólk þarf að geta gengið að því sem vísu fyrirfram að menntunin sem það aflar sér sé í samræmi við kröfur um starfsréttindi í viðkomandi fagi og tryggi þeim inngöngu í skóla sem bjóða upp á framhaldsnám, hér á landi sem og erlendis. Minnt er á að enn er lítil reynsla af starfsemi einkarekinna háskóla hérlendis en tilraunir með rekstur einkaskóla á grunn- og framhaldsskólastigi hafa oftar en ekki siglt í strand. Í ljósi þess þykir BHM eðlilegt að ekki verði farið út í frekari einkavæðingu, enda skorti enn skýra stefnumörkun stjórnvalda varðandi nám á háskólastigi, eins og fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar, "Háskólamenntun. Námsframboð og nemendafjöldi" Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Bandalag háskólamanna, BHM, telur að skólagjöld í ríkisreknum háskólum gangi þvert gegn þeirri stefnu að háskólanám skuli vera öllum aðgengilegt, óháð efnahag. Bandalagið telur einu lausnina á fjárhagsvanda ríkisreknu háskólanna þá að stórauka framlög til þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu sem BHM sendi frá sér í dag. Bandalagið telur að setja þurfu lágmarkskröfur um menntun fyrir háskóladeildir þannig að hún sé í samræmi við kröfur um starfsréttindi í viðkomandi fagi og að ekki verði farið út í frekari einkavæðingu meðan enn skorti skýra stefnumörkun varðandi nám á háskólastigi. BHM hefur sent ríkisstjórn Íslands svohljóðandi ábendingar: Í tilefni frétta af væntanlegri sameiningu Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík bendir Bandalag háskólamanna menntamálaráðherra og ríkisstjórn á eftirfarandi: Á Íslandi hefur verið lögð á það áhersla að háskólanám skuli vera öllum aðgengilegt, óháð efnahag, eins og lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna kveða á um. Hugmyndir um skólagjöld í ríkisreknum háskólum sem reifaðar hafa verið á opinberum vettvangi ganga að mati Bandalags háskólamanna gegn þessari stefnu. Með töku skólagjalda í einkareknum og hálf-ríkisreknum háskólum, sem jafnframt fá nákvæmlega sama framlag á hvern nemanda frá ríkinu og þeir ríkisreknu, eru þeir síðasttöldu settir í samkeppnislegan vanda. Á því bera stjórnvöld ábyrgð. Ríkisreknir háskólar, og þá sérstaklega Háskóli Íslands, hafa ákveðnar skyldur gagnvart samfélaginu sem einkareknir háskólar hafa ekki. Eina lausnin á fjárhagsvanda ríkisreknu háskólanna er að stórauka framlög til þeirra svo þeir megi uppfylla skyldur sínar og vera samkeppnisfærir hvað gæði kennslu og þjónustu varðar. Bandalag háskólamanna fagnar auknu framboði háskólamenntunar en telur mikilvægt að flokka háskólanám eftir eðli þess og inntaki. Það er gert í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við og þar eru til staðlar sem aðlaga mætti íslenskum aðstæðum. Þetta er í samræmi við Bologna-áætlunina sem miðar að því að samræma prófgráður og lengd náms í evrópskum háskólum. Á slíkri flokkun má síðan byggja stefnumörkun í háskólanámi og skynsamari nýtingu fjár til háskólanáms. Setja þarf lágmarkskröfur um menntun fyrir háskóladeildir þannig að treysta megi faglegri færni útskrifaðs fólks. Ungt fólk þarf að geta gengið að því sem vísu fyrirfram að menntunin sem það aflar sér sé í samræmi við kröfur um starfsréttindi í viðkomandi fagi og tryggi þeim inngöngu í skóla sem bjóða upp á framhaldsnám, hér á landi sem og erlendis. Minnt er á að enn er lítil reynsla af starfsemi einkarekinna háskóla hérlendis en tilraunir með rekstur einkaskóla á grunn- og framhaldsskólastigi hafa oftar en ekki siglt í strand. Í ljósi þess þykir BHM eðlilegt að ekki verði farið út í frekari einkavæðingu, enda skorti enn skýra stefnumörkun stjórnvalda varðandi nám á háskólastigi, eins og fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar, "Háskólamenntun. Námsframboð og nemendafjöldi"
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira