Gulur, rauður, blár og B+ Aðalnámskrá grunnskóla (ANG) er leiðarvísir skólanna að námi barna. Þessi leiðarvísir er ónýtur. Kennarar reyna að vinna eftir leiðarvísi sem ómögulegt er að vinna eftir. Það er mjög íþyngjandi að mæta í vinnuna dag hvern og kljást við óskiljanlega orðasúpu. Skoðun 20.2.2025 09:30
Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Í hjarta Vestfjarða, á Þingeyri, kviknaði djörf framtíðarsýn – að gera Ísland að miðpunkti ævintýrasagna fyrir börn um allan heim. Í samstarfi grunnskólans og Draumasmiðjunnar fengu ungir nemendur einstakt tækifæri til að skapa sínar eigin sögur og hanna söguhetjur, sem urðu að leikföngum saumuðum eftir þeirra eigin teikningum. Skoðun 20.2.2025 09:00
Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Mennta- og barnamálaráðherra vill innleiða nýtt fyrirkomulag samræmds námsmats í grunnskólum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa mótmælt frumvarpinu og segja það ekki raunverulega samræmt námsmat. Innlent 19.2.2025 21:00
Hugleiðingar um virðismat kennara Nú er sagt að virðismeta eigi störf kennara. Ritara þykir það áhugavert þegar störf eru virðismetinn og fylgdist þess vegna vel með þegar helstu sérfræðingar þessa lands, þ.e. kjararáð, virðismátu störf ýmissa stétta. Skoðun 19. febrúar 2025 11:03
Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Verzlunarskóla Íslands er þekktur fyrir að setja upp mjög svo metnaðarfullar sýningar og í ár stýra fyrrum Verslingarnir Tómas Arnar Þorláksson og Mikael Emil Kaaber Stjarnanna borg sem er byggt á þekktri dans og söngvamynd frá árinu 2016. Lífið 19. febrúar 2025 10:30
Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar „Við erum með mikinn metnað er snýr að því að byggja upp öfluga og flotta leikskóla og höfum þess vegna farið í kerfisbreytingar á leikskólaumhverfinu til þess eins að bæta starfsumhverfið,“ sagði bæjarstjóri Kópavogs þegar ljóst er að yfirvofandi eru verkföll í 22 leikskólum bæjarins. Skoðun 18. febrúar 2025 17:32
Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Boðað hefur verið til aukafundar í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur á morgun til að ræða stöðuna í Breiðholtsskóla. Staða skólans er eina málið sem er á dagskrá fundarins. Steinn Jóhannsson sviðsstjóri hjá skóla- og frístundsviði segir unnið að því að bregðast við svo börn séu örugg í skólanum og foreldrum líði vel með að senda börnin í skólann. Innlent 18. febrúar 2025 16:07
Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Ríkissáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambands Íslands í morgun. Samningafundur framhaldsskólakennara og ríkis fór fram í gær og er annar fundur ekki á dagskrá eins og að sögn Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara. Innlent 18. febrúar 2025 14:14
Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Nú ber en frekar á óþolinmæði fyrir aðgerðum Kennarasambandsins, hvort sem það eru foreldrar, atvinnurekendur eða stjórnvöld. Skoðun 18. febrúar 2025 13:31
Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Enginn er kominn með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á E. coli-smiti í leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í október á síðasta ári. Innlent 18. febrúar 2025 11:28
Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Jón Pétur Zimsen, fyrrverandi skólastjóri og núverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega viðbrögð stjórnvalda og skólayfirvalda við alvarlegum agavanda í Breiðholtsskóla. Hann segir það óboðlegt að ofbeldismenningu hafi verið leyft að grassera þar árum saman án raunverulegra úrbóta. Innlent 18. febrúar 2025 10:12
Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Formaður skóla- og frístundaráðs segir Reykjavíkurborg hugsanlega ekki hafa stigið nógu fast niður varðandi ofbeldi í Breiðholtsskóla. Hún hélt að málið væri á réttri leið en svo reyndist ekki. Innlent 17. febrúar 2025 20:36
„Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Verkfallsaðgerðir hefjast að minnsta kosti í ríflega þrjátíu skólum á landinu á næstu vikum takist ekki að semja við kennara. Nemendur í Borgarholtsskóla eru áhyggjufullir og óttast tafir á námi. Aðstoðarskólastjóri segir alltaf hættu á brottfalli dragist verkfall á langinn. Innlent 17. febrúar 2025 20:02
Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir tuttugu prósenta launahækkun kennara enn standa til boða. Hún fundar á morgun með samninganefnd sveitarfélaga. Innlent 17. febrúar 2025 18:24
Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Mitt í streitu og hraða lífsgæðakapphlaups samtímans, sem stundum er eins og þrotlaust spretthlaup milli gjalddaga, virðist ekkert fram undan nema óreiðukennd og óútreiknanleg framtíð. Lífsbaráttan getur stundum verið yfirþyrmandi og skekið sálartetrið. En mitt á meðal þessara áskorana langar mig að deila með þér lífssýn sem hefur umbreytt lífi mínu: Enginn er betri en þú og enginn er snjallari en þú! Skoðun 17. febrúar 2025 13:01
Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Ef þú myndir spyrja dóttur mína Lailu Sif hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór þá mun hún segja þér að hún ætli að verða kennari. Það er yndisleg tilfinning að sjá hana taka hálf-fullorðna nemendur mína upp að töflu og láta þau reikna erfiðu stærðfræðidæmin sem hún gerir sjálf í þriðja bekk; 3 sinnum 5, 115 plús 45, 30 epli mínus 14, og svo framvegis. Skoðun 17. febrúar 2025 12:00
Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Þann 27. nóvember síðastliðinn sendi ég grein inn á Vísi: „Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið?“ HVIN-ráðherrann Áslaug Arna svaraði greininni daginn eftir með greininni „Pólitík í pípunum“. Hún gaf sér að þetta væri allt saman byggt á misskilningi, að um einangrað tilvik væri að ræða og að ég hlyti að skrifa greinina í annarlegum tilgangi þar sem við værum ekki flokkssystkini. Því miður er þetta enginn misskilningur; búið er að gjaldfella iðnnámið. Skoðun 17. febrúar 2025 11:03
Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Samræmd próf voru tekin upp um miðja tuttugustu öld til þess að vinna gegn stéttaskiptingu. Landsprófið jafnaði leikinn, allir tóku sama próf á sama tíma í sínum heimaskóla. Val á nemendum inn í framhaldsskóla var á grunni fyrri námsárangurs. Þetta val tengdist vissulega þjóðfélagsstöðu nemenda en eftir sem áður var það fyrri námsárangur sem réði námsframvindunni. Landsprófið sendi skilaboð til unglinga um allt land, til sjávar og sveita, skilaboð um framtíðarmöguleika í námi, að þau gætu lært og verið jafnokar annarra í skólum landsins. Þjóðfélagsstaðan, efnaleysi og freistingin að afla tekna réðu þó vafalaust úrslitum hjá mörgum um hvað síðan varð. Þess vegna var lánasjóður námsmanna settur á fót. Skoðun 17. febrúar 2025 10:33
Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir fjölda aðgerða til skoðunar til að bregðast við því ástandi sem uppi er komið í Breiðholtsskóla en þar lýsa foreldrar því að börn þeirra þori ekki að mæta í skólann af ótta við fámennan hóp drengja sem halda árangi í heljargreipum. Innlent 15. febrúar 2025 17:35
Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fundaði nú fyrir hádegi með ríkissáttasemjara. Formaður samninganefndarinnar segir yfirvofandi verkföll ekki liðka fyrir samningsvilja en væntir þess að funda með samninganefnd Kennarasambandsins í vikunni sem kemur. Innlent 15. febrúar 2025 11:14
Sér samninginn endurtekið í hyllingum Boðuð hafa verið verkföll í leik- og grunnskólum vegna kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambands Íslands vonar að ný verkfallsboðun setji aukinn þrýsting á samningsaðila. Hann er bjartsýnn á að samið verði fyrr en síðar. Innlent 14. febrúar 2025 23:10
Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs Félag leikskólakennara boðar ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs. Félag grunnskólakennara boðar verkföll í grunnskólum í þremur sveitarfélögum; Akraneskaupstað, Hveragerðisbæ og Ölfusi. Innlent 14. febrúar 2025 16:27
Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Starfsfólk Breiðholtsskóla segist harma úrræðaleysi stjórnvalda, en undanfarna daga hefur verið fjallað um ógnarástand í einum árgangi skólans þar sem andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi er sagt eiga sér stað. Innlent 14. febrúar 2025 13:40