Kristinn fagnar könnun 8. nóvember 2004 00:01 Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins fagnar niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Hann segir að ekki sé hægt að leggja út af skoðunum Framsóknarmanna einna en þeir voru nánast klofnir í tvo jafnstóra hópa í könnuninni í afstöðu sinni til réttmætis stöðusviptingar Kristins í þingflokknum, til þess séu þeir of fáir: "Miðað við heildarniðurstöðuna er þetta mjög svipað og ég vænti. Á kjördæmisþinginu í Norðvesturkjördæmi kom líka skýrt fram að menn vildu ekki svona aðferð", segir Kristinn H. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins er sammála Kristni um að niðurstaðan komi ekki á óvart. "Þetta var mjög alvarleg ákvörðun. Kristinn H. Gunnarsson kynnti sjónarmið sín mjög einhliða. Á sama tíma höfum við ekki viljað ræða opinberlega það sem gerst hefur innan þingflokksins." Hjálmar kynnti þingflokknum í gær samþykkt kjördæmisráðsins þar sem hvatt var til þessa að ágreiningur innan þingflokksins yrði leystur. Kristinn H. segist túlka samþykktina á þá vegu að ráðið vilji að báðir þingmenn kjördæmisins hafi "pólitíska vikt" eins og hann kallar það. "Það stendur upp á þingflokkinn að vinna úr þessari afstöðu kjördæmisráðsins. Ég er ánægður með stuðning við mig en ekki síður ánægður með að samstaða náðist, því ef greidd hefðu verið atkvæði hefði einhver tapað", segir Kristinn og segist ekki í vafa um að hafa haft betur ef atkvæði hefðu verið látin ráða um ályktun. Magnús Stefánsson, þingmaður framsóknar í Norðvesturkjördæmi leggur áherslu á að kjördæmisráðið leggi það ekki aðeins á herðar þingflokksins heldur einnig Kristins H. að líta í eigin barm. Um þau orð Kristins að þess sé óskað í kjördæminu að báðir þingmenn hafi pólitíska vikt segir Magnús að þetta sé almennt sjónarmið. "Það verður farið yfir þetta. Það þarf að byggja upp traust að nýju." Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins fagnar niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Hann segir að ekki sé hægt að leggja út af skoðunum Framsóknarmanna einna en þeir voru nánast klofnir í tvo jafnstóra hópa í könnuninni í afstöðu sinni til réttmætis stöðusviptingar Kristins í þingflokknum, til þess séu þeir of fáir: "Miðað við heildarniðurstöðuna er þetta mjög svipað og ég vænti. Á kjördæmisþinginu í Norðvesturkjördæmi kom líka skýrt fram að menn vildu ekki svona aðferð", segir Kristinn H. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins er sammála Kristni um að niðurstaðan komi ekki á óvart. "Þetta var mjög alvarleg ákvörðun. Kristinn H. Gunnarsson kynnti sjónarmið sín mjög einhliða. Á sama tíma höfum við ekki viljað ræða opinberlega það sem gerst hefur innan þingflokksins." Hjálmar kynnti þingflokknum í gær samþykkt kjördæmisráðsins þar sem hvatt var til þessa að ágreiningur innan þingflokksins yrði leystur. Kristinn H. segist túlka samþykktina á þá vegu að ráðið vilji að báðir þingmenn kjördæmisins hafi "pólitíska vikt" eins og hann kallar það. "Það stendur upp á þingflokkinn að vinna úr þessari afstöðu kjördæmisráðsins. Ég er ánægður með stuðning við mig en ekki síður ánægður með að samstaða náðist, því ef greidd hefðu verið atkvæði hefði einhver tapað", segir Kristinn og segist ekki í vafa um að hafa haft betur ef atkvæði hefðu verið látin ráða um ályktun. Magnús Stefánsson, þingmaður framsóknar í Norðvesturkjördæmi leggur áherslu á að kjördæmisráðið leggi það ekki aðeins á herðar þingflokksins heldur einnig Kristins H. að líta í eigin barm. Um þau orð Kristins að þess sé óskað í kjördæminu að báðir þingmenn hafi pólitíska vikt segir Magnús að þetta sé almennt sjónarmið. "Það verður farið yfir þetta. Það þarf að byggja upp traust að nýju."
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira