Verða að kyngja tilboðinu 10. nóvember 2004 00:01 Samningafundur hófst í kennaradeilunni klukkan tíu í morgun. Grunnskólakennarar lögðu fram tilboð í fyrradag sem felur í sér tuttugu og fimm prósenta launahækkun og segja að sveitarfélögin verði að kyngja því ef þau vilja fá kennara aftur í skólana. Þegar ljóst var í fyrradag að miðlunartillaga ríkissáttasemjara var kolfelld komu bæði sveitarfélögin og grunnskólakennarar með tillögur. Í tillögu sveitarfélaganna kemur að sögn fram vilji til að samræma vinnutíma og laun kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn. Þetta fengust kennarar ekki til að ræða, sögðu þetta eingöngu óljósar hugmyndir. Í tilboði kennaranna sjálfra felast talsvert meiri launahækkanir en í miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan fól í sér 130 þúsund króna eingreiðslu, 16,5% launahækkun og 26% kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. Í tilboði kennara eru ákvæði um vinnufyrirkomulag sem eru svipuð og í miðlunartillögunni, en eingreiðslan 150 þúsund krónur, launahækkanir 25%, sem - ásamt fleiru - þýðir um 36% kostnaðaraukningu fyrir sveitarfélögin. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, telur að það sem kennarar „spili út“ þarna sé það sem þurfi til að leysa þetta verkfall. „Ég held að sveitarfélögin verði að kyngja þessu ef þau ætla að fá kennara inn í skólana,“ segir Eiríkur. Það verður hins vegar að teljast harla ólíklegt. Sveitarfélögin telja sig hafa teygt sig lengra en þau í raun gátu með miðlunartillögunni. Á samningafundinum í dag munu sveitarfélögin a.m.k. ræða tilboð kennara og reikna það út. Ekki horfir vænlega í deilunni og fá úrræði eftir. Kennarar hafa ekki útilokað gerðardóm, en það hafa sveitarfélögin gert. Lagasetning var ekki rædd í ríkisstjórn í gær en það er í sjálfu sér ekki útilokað að ríkissáttasemjari leggi fram nýja miðlunartillögu. Væntanlega sér hann þó lítinn tilgang í því, nema það sé fyrirséð að hún verði samþykkt. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Samningafundur hófst í kennaradeilunni klukkan tíu í morgun. Grunnskólakennarar lögðu fram tilboð í fyrradag sem felur í sér tuttugu og fimm prósenta launahækkun og segja að sveitarfélögin verði að kyngja því ef þau vilja fá kennara aftur í skólana. Þegar ljóst var í fyrradag að miðlunartillaga ríkissáttasemjara var kolfelld komu bæði sveitarfélögin og grunnskólakennarar með tillögur. Í tillögu sveitarfélaganna kemur að sögn fram vilji til að samræma vinnutíma og laun kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn. Þetta fengust kennarar ekki til að ræða, sögðu þetta eingöngu óljósar hugmyndir. Í tilboði kennaranna sjálfra felast talsvert meiri launahækkanir en í miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan fól í sér 130 þúsund króna eingreiðslu, 16,5% launahækkun og 26% kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. Í tilboði kennara eru ákvæði um vinnufyrirkomulag sem eru svipuð og í miðlunartillögunni, en eingreiðslan 150 þúsund krónur, launahækkanir 25%, sem - ásamt fleiru - þýðir um 36% kostnaðaraukningu fyrir sveitarfélögin. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, telur að það sem kennarar „spili út“ þarna sé það sem þurfi til að leysa þetta verkfall. „Ég held að sveitarfélögin verði að kyngja þessu ef þau ætla að fá kennara inn í skólana,“ segir Eiríkur. Það verður hins vegar að teljast harla ólíklegt. Sveitarfélögin telja sig hafa teygt sig lengra en þau í raun gátu með miðlunartillögunni. Á samningafundinum í dag munu sveitarfélögin a.m.k. ræða tilboð kennara og reikna það út. Ekki horfir vænlega í deilunni og fá úrræði eftir. Kennarar hafa ekki útilokað gerðardóm, en það hafa sveitarfélögin gert. Lagasetning var ekki rædd í ríkisstjórn í gær en það er í sjálfu sér ekki útilokað að ríkissáttasemjari leggi fram nýja miðlunartillögu. Væntanlega sér hann þó lítinn tilgang í því, nema það sé fyrirséð að hún verði samþykkt.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira