Kennsla með öllum tiltækum ráðum 15. nóvember 2004 00:01 Kennsla á að fara fram í öllum skólum í Reykjavík í dag. Fræðsluráð Reykjavíkur sendi skólastjórum boð um þetta í gær. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir að tíðindi gærkvöldsins bendi til þess að ástand í skólunum verði betra í dag en í gær, þegar aðeins um fimmtán prósent kennara mættu til starfa og kennsla féll víða niður. "Það verður allra leiða leitað til að komast hjá því að senda börn heim úr skólanum," segir Stefán. Hann segist ráðleggja fólki að mæta í skólann með börnum sínum og athuga hvernig staðan er ef engin skilaboð hafa borist frá skólunum. Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ, segir að kennt verði í skólanum í dag og börnin eigi að mæta. Stefna skólaskrifstofu Garðabæjar sé að kennsla fari fram í grunnskólum bæjarins. Hann segir marga foreldra tilbúna til að koma og hjálpa. Auk þess séu skólaliðar og uppeldisfulltrúar til taks. Hilmar segir mjög þungt hljóð í kennurum og ljóst að margir þeirra treysti sér ekki til að koma til starfa. "Þeir fengu slæma útreið hjá ríkisstjórninni með lögum og nú dynja á þeim skammir og svívirðingar foreldra sem bæta ekki úr skák." Hanna Hjartardóttir, skólastjóri Snælandsskóla í Kópavogi, segist hafa heyrt það á starfsfélögum sínum að fleiri kennarar muni mæta til starfa í dag en í gær. Í Snælandsskóla verði tekið á móti börnunum en ekki sé vitað hvort fram fari full kennsla á öllum sviðum. Trúnaðarmenn kennara í Reykjavík hittust á fundi í gær þar sem farið var yfir stöðuna. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, segist ekki geta svarað því hvernig mætingin verði hjá kennurum í dag en þeir hafi greinilega ekki treyst sér til að mæta í gær við núverandi aðstæður. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Kennsla á að fara fram í öllum skólum í Reykjavík í dag. Fræðsluráð Reykjavíkur sendi skólastjórum boð um þetta í gær. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir að tíðindi gærkvöldsins bendi til þess að ástand í skólunum verði betra í dag en í gær, þegar aðeins um fimmtán prósent kennara mættu til starfa og kennsla féll víða niður. "Það verður allra leiða leitað til að komast hjá því að senda börn heim úr skólanum," segir Stefán. Hann segist ráðleggja fólki að mæta í skólann með börnum sínum og athuga hvernig staðan er ef engin skilaboð hafa borist frá skólunum. Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ, segir að kennt verði í skólanum í dag og börnin eigi að mæta. Stefna skólaskrifstofu Garðabæjar sé að kennsla fari fram í grunnskólum bæjarins. Hann segir marga foreldra tilbúna til að koma og hjálpa. Auk þess séu skólaliðar og uppeldisfulltrúar til taks. Hilmar segir mjög þungt hljóð í kennurum og ljóst að margir þeirra treysti sér ekki til að koma til starfa. "Þeir fengu slæma útreið hjá ríkisstjórninni með lögum og nú dynja á þeim skammir og svívirðingar foreldra sem bæta ekki úr skák." Hanna Hjartardóttir, skólastjóri Snælandsskóla í Kópavogi, segist hafa heyrt það á starfsfélögum sínum að fleiri kennarar muni mæta til starfa í dag en í gær. Í Snælandsskóla verði tekið á móti börnunum en ekki sé vitað hvort fram fari full kennsla á öllum sviðum. Trúnaðarmenn kennara í Reykjavík hittust á fundi í gær þar sem farið var yfir stöðuna. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, segist ekki geta svarað því hvernig mætingin verði hjá kennurum í dag en þeir hafi greinilega ekki treyst sér til að mæta í gær við núverandi aðstæður.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira