Uppsagnir kennara 16. nóvember 2004 00:01 Fimm af níu kennurum grunnskólans á Hólmavík hafa sagt upp störfum sem og allir fimmtán kennarar grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Skólastjórar skólanna segja að líta megi á uppsagnirnar sem þrýstiaðgerðir. Kennurum sé þó full alvara. Þeir haldi uppsögnunum til streitu náist ekki samkomulag um viðunandi laun. Victor Örn Victorsson, skólastjóri grunnskólans á Hólmavík, er sannfærður um að lág laun kennara verði landsbyggðinni blóðtaka: "Ég er klár á því að landsbyggðin á eftir að fara miklu verr út úr málunum en Reykjavíkursvæðið vegna þess að það er miklu verra að fá kennara út á land heldur en að ráða í Reykjavík." Victor segir fórnir kennaranna sem segja upp úti á landi meiri en þeirra á höfuðborgarsvæðinu: "Þeir hverfa ekki svo auðveldlega að annarri vinnu. Hér hafa kennararnir sagt upp með tárin í augunum," segir Victor. Allir kennararnir fyrir utan einn eigi húsnæði á staðnum. Þau séu ekki auðseljanleg. Kennararnir hafi þegar hafið leit að öðrum störfum. Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, skólastjóri grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, segir starfsfólkið mjög ósátt. Það komi fram í uppsögnunum. Reiðin sé mikil, þá sérstaklega með hvernig staðið var að lagasetningu stjórnvalda á deiluna. Þórhildur segir að hverfi kennararnir frá störfum séu engar líkur á að nýir kennarar fáist til starfa. Leiðbeinendur tækju við kennslu nemendanna. Hún gæti ekki sætt sig við það og myndi þá einnig hverfa á braut. Óánægja kennara er víða um land. Skólastjórar sem Fréttablaðið ræddi við sögðu kennarana íhuga sína stöðu. Þeir útilokuðu ekki uppsagnir kennara. Auður Hrólfsdóttir, skólastjóri Brekkubæjarskóla á Akranesi, segir óvissuna kennurum erfið. Fundað hafi verið um líðan fólks. Það sé slegið. Uppsagnir kennara taka gildi 1. desember. Þeir hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest. Vinnuveitendur geta einnig framlengt uppsagnarfrestinn um þrjá mánuði. Uppsagnirnar gætu því orðið í lok júní. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Fimm af níu kennurum grunnskólans á Hólmavík hafa sagt upp störfum sem og allir fimmtán kennarar grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Skólastjórar skólanna segja að líta megi á uppsagnirnar sem þrýstiaðgerðir. Kennurum sé þó full alvara. Þeir haldi uppsögnunum til streitu náist ekki samkomulag um viðunandi laun. Victor Örn Victorsson, skólastjóri grunnskólans á Hólmavík, er sannfærður um að lág laun kennara verði landsbyggðinni blóðtaka: "Ég er klár á því að landsbyggðin á eftir að fara miklu verr út úr málunum en Reykjavíkursvæðið vegna þess að það er miklu verra að fá kennara út á land heldur en að ráða í Reykjavík." Victor segir fórnir kennaranna sem segja upp úti á landi meiri en þeirra á höfuðborgarsvæðinu: "Þeir hverfa ekki svo auðveldlega að annarri vinnu. Hér hafa kennararnir sagt upp með tárin í augunum," segir Victor. Allir kennararnir fyrir utan einn eigi húsnæði á staðnum. Þau séu ekki auðseljanleg. Kennararnir hafi þegar hafið leit að öðrum störfum. Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, skólastjóri grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, segir starfsfólkið mjög ósátt. Það komi fram í uppsögnunum. Reiðin sé mikil, þá sérstaklega með hvernig staðið var að lagasetningu stjórnvalda á deiluna. Þórhildur segir að hverfi kennararnir frá störfum séu engar líkur á að nýir kennarar fáist til starfa. Leiðbeinendur tækju við kennslu nemendanna. Hún gæti ekki sætt sig við það og myndi þá einnig hverfa á braut. Óánægja kennara er víða um land. Skólastjórar sem Fréttablaðið ræddi við sögðu kennarana íhuga sína stöðu. Þeir útilokuðu ekki uppsagnir kennara. Auður Hrólfsdóttir, skólastjóri Brekkubæjarskóla á Akranesi, segir óvissuna kennurum erfið. Fundað hafi verið um líðan fólks. Það sé slegið. Uppsagnir kennara taka gildi 1. desember. Þeir hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest. Vinnuveitendur geta einnig framlengt uppsagnarfrestinn um þrjá mánuði. Uppsagnirnar gætu því orðið í lok júní.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira