Uppsagnir kennara 16. nóvember 2004 00:01 Fimm af níu kennurum grunnskólans á Hólmavík hafa sagt upp störfum sem og allir fimmtán kennarar grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Skólastjórar skólanna segja að líta megi á uppsagnirnar sem þrýstiaðgerðir. Kennurum sé þó full alvara. Þeir haldi uppsögnunum til streitu náist ekki samkomulag um viðunandi laun. Victor Örn Victorsson, skólastjóri grunnskólans á Hólmavík, er sannfærður um að lág laun kennara verði landsbyggðinni blóðtaka: "Ég er klár á því að landsbyggðin á eftir að fara miklu verr út úr málunum en Reykjavíkursvæðið vegna þess að það er miklu verra að fá kennara út á land heldur en að ráða í Reykjavík." Victor segir fórnir kennaranna sem segja upp úti á landi meiri en þeirra á höfuðborgarsvæðinu: "Þeir hverfa ekki svo auðveldlega að annarri vinnu. Hér hafa kennararnir sagt upp með tárin í augunum," segir Victor. Allir kennararnir fyrir utan einn eigi húsnæði á staðnum. Þau séu ekki auðseljanleg. Kennararnir hafi þegar hafið leit að öðrum störfum. Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, skólastjóri grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, segir starfsfólkið mjög ósátt. Það komi fram í uppsögnunum. Reiðin sé mikil, þá sérstaklega með hvernig staðið var að lagasetningu stjórnvalda á deiluna. Þórhildur segir að hverfi kennararnir frá störfum séu engar líkur á að nýir kennarar fáist til starfa. Leiðbeinendur tækju við kennslu nemendanna. Hún gæti ekki sætt sig við það og myndi þá einnig hverfa á braut. Óánægja kennara er víða um land. Skólastjórar sem Fréttablaðið ræddi við sögðu kennarana íhuga sína stöðu. Þeir útilokuðu ekki uppsagnir kennara. Auður Hrólfsdóttir, skólastjóri Brekkubæjarskóla á Akranesi, segir óvissuna kennurum erfið. Fundað hafi verið um líðan fólks. Það sé slegið. Uppsagnir kennara taka gildi 1. desember. Þeir hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest. Vinnuveitendur geta einnig framlengt uppsagnarfrestinn um þrjá mánuði. Uppsagnirnar gætu því orðið í lok júní. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Fimm af níu kennurum grunnskólans á Hólmavík hafa sagt upp störfum sem og allir fimmtán kennarar grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Skólastjórar skólanna segja að líta megi á uppsagnirnar sem þrýstiaðgerðir. Kennurum sé þó full alvara. Þeir haldi uppsögnunum til streitu náist ekki samkomulag um viðunandi laun. Victor Örn Victorsson, skólastjóri grunnskólans á Hólmavík, er sannfærður um að lág laun kennara verði landsbyggðinni blóðtaka: "Ég er klár á því að landsbyggðin á eftir að fara miklu verr út úr málunum en Reykjavíkursvæðið vegna þess að það er miklu verra að fá kennara út á land heldur en að ráða í Reykjavík." Victor segir fórnir kennaranna sem segja upp úti á landi meiri en þeirra á höfuðborgarsvæðinu: "Þeir hverfa ekki svo auðveldlega að annarri vinnu. Hér hafa kennararnir sagt upp með tárin í augunum," segir Victor. Allir kennararnir fyrir utan einn eigi húsnæði á staðnum. Þau séu ekki auðseljanleg. Kennararnir hafi þegar hafið leit að öðrum störfum. Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, skólastjóri grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, segir starfsfólkið mjög ósátt. Það komi fram í uppsögnunum. Reiðin sé mikil, þá sérstaklega með hvernig staðið var að lagasetningu stjórnvalda á deiluna. Þórhildur segir að hverfi kennararnir frá störfum séu engar líkur á að nýir kennarar fáist til starfa. Leiðbeinendur tækju við kennslu nemendanna. Hún gæti ekki sætt sig við það og myndi þá einnig hverfa á braut. Óánægja kennara er víða um land. Skólastjórar sem Fréttablaðið ræddi við sögðu kennarana íhuga sína stöðu. Þeir útilokuðu ekki uppsagnir kennara. Auður Hrólfsdóttir, skólastjóri Brekkubæjarskóla á Akranesi, segir óvissuna kennurum erfið. Fundað hafi verið um líðan fólks. Það sé slegið. Uppsagnir kennara taka gildi 1. desember. Þeir hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest. Vinnuveitendur geta einnig framlengt uppsagnarfrestinn um þrjá mánuði. Uppsagnirnar gætu því orðið í lok júní.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira