
Innlent
Meirihlutinn á Dalvík sprakk
Meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Dalvíkur sprakk í dag. Ekki reyndist unnt að leysa ágreining um grunnskólann á Húsabakka í Svarfaðardal. Sjálfstæðismenn vildu leggja hann niður en framsóknarmenn ekki. Líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi nýjan meirihluta með I-lista.
Fleiri fréttir
×