Aukið hungur kemur ekki á óvart 13. október 2005 15:02 "Þetta kemur ekkert á óvart í sjálfu sér. Við þekkjum það af gamalli reynslu að á meðan stríðsástand varir og ekki er hægt að koma við eðlilegri hjálparstarfsemi bitnar það helst á þeim sem síst skyldi," segir Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um skýrslu þess efnis að vannæring íraskra barna hafi aukist um tæplega helming eftir að ráðist var á landið. Í rannsókninni kemur fram að vannæring barna á aldrinum sex mánaða til fimm ára hafi aukist úr fjórum prósentum upp í 7,7 prósent. Það þýðir að um 400 þúsund írösk börn eru vannærð. Í skýrslunni segir að þessi mikla aukning komi á óvart og sé í raun illskiljanleg. "Stóra málið í þessu sambandi," segir Einar, "er að Bandaríkjamenn og stuðningsmenn þeirra vilja koma á friði og ástæðan fyrir því að það er verið að ganga á milli bols og höfuðs hryðjuverkamanna er sú að það á að halda frjálsar kosningar í fyrsta skipti í landinu." Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir niðurstöður rannsóknarinnar skelfilegar því ástandið hafi verið slæmt fyrir. "Utanríkisráðherra sagði á Alþingi að hann teldi ástandið í Írak vera bærilegt og hafa batnað eftir árásina. Þessi skýrsla sýnir að þær fullyrðingar eru út í hött. Þeir sem bera ábyrgð á ástandinu verða að horfast í augu við vandann ef það á að leysa hann." Einar telur að skýrslan stangist ekki á við það sem kom fram í ræðu Davíðs Oddssonar á Alþingi. "Var ástandið glæsilegt þegar yfir landinu réð maður sem fór með hermdarverkum gegn eigin þjóð, réðist inn í fullvalda ríki og eirði engum? Ég held að það sé ekki hægt að mæla hryllinginn sem því fylgdi." Ekki náðist í Davíð Oddsson utanríkisráðherra vegna málsins og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra svaraði ekki skilaboðum. Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
"Þetta kemur ekkert á óvart í sjálfu sér. Við þekkjum það af gamalli reynslu að á meðan stríðsástand varir og ekki er hægt að koma við eðlilegri hjálparstarfsemi bitnar það helst á þeim sem síst skyldi," segir Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um skýrslu þess efnis að vannæring íraskra barna hafi aukist um tæplega helming eftir að ráðist var á landið. Í rannsókninni kemur fram að vannæring barna á aldrinum sex mánaða til fimm ára hafi aukist úr fjórum prósentum upp í 7,7 prósent. Það þýðir að um 400 þúsund írösk börn eru vannærð. Í skýrslunni segir að þessi mikla aukning komi á óvart og sé í raun illskiljanleg. "Stóra málið í þessu sambandi," segir Einar, "er að Bandaríkjamenn og stuðningsmenn þeirra vilja koma á friði og ástæðan fyrir því að það er verið að ganga á milli bols og höfuðs hryðjuverkamanna er sú að það á að halda frjálsar kosningar í fyrsta skipti í landinu." Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir niðurstöður rannsóknarinnar skelfilegar því ástandið hafi verið slæmt fyrir. "Utanríkisráðherra sagði á Alþingi að hann teldi ástandið í Írak vera bærilegt og hafa batnað eftir árásina. Þessi skýrsla sýnir að þær fullyrðingar eru út í hött. Þeir sem bera ábyrgð á ástandinu verða að horfast í augu við vandann ef það á að leysa hann." Einar telur að skýrslan stangist ekki á við það sem kom fram í ræðu Davíðs Oddssonar á Alþingi. "Var ástandið glæsilegt þegar yfir landinu réð maður sem fór með hermdarverkum gegn eigin þjóð, réðist inn í fullvalda ríki og eirði engum? Ég held að það sé ekki hægt að mæla hryllinginn sem því fylgdi." Ekki náðist í Davíð Oddsson utanríkisráðherra vegna málsins og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra svaraði ekki skilaboðum.
Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira