Lifrarkæfan, jólasíldarsalatið, rauðkálið og piparrótarsalatið 28. nóvember 2004 00:01 „Mér finnst að fjölskyldan ætti að eiga einn dag saman heima út af fyrir sig og þá er svo skemmtilegt að setja matinn á borðið þegar fólkið vaknar og geta allir sest saman til borða bara á náttfötunum,“ segir Marentza og bætir við að þá sé gott að eiga í ísskápnum einhverja osta og jafnvel sultuna sem maður bjó til í haust. „Það er svo skemmtilegt með þessa íslensku hefð að fólk borði hangikjöt kalt með laufabrauði og flatkökum þó að sumir vilji brytja það niður og setja í tartalettur sem er líka gott. Má þá alveg eins nota sósuna frá uppstúfinu og jafnvel þynna hana með soðinu af grænu baunum sem eru ómissandi með hangikjötinu,“ segir Marentza sem telur einnig upp lifrarkæfu og síld sem hægt er að útbúa löngu fyrir jól. „Með léttreykta kjötinu mæli ég með piparrótarsalatinu,“ segir Marentza og gefur okkur hér uppskrift að. „Á jólunum sjálfum ætlar maður að gera sem minnst þannig að best er að undirbúa allt tímanlega,“ segir Marentza og gefur lesendum Fréttablaðsins nokkrar uppskriftir af mat sem tilvalinn er á jólahlaðborðið þegar afangarnir eru borðaðir.Lifrarkæfa1 kg svínafita 1 kg svínalifur Fæst tilbúið, hakkað í Nóatúni 2 stórir laukar, fínt saxaðir 2 epli skorin í bita 150 g hveiti 4 dl mjólk 60 g ansjósur, hreinsaðar og fínt saxaðar 4 egg allra handa timían oreganó mulinn pipar og saltAðferðSetjið svínafituna, laukinn og eplin i pott og hitið þar til fitan hefur bráðnað. Bætið þá hveitinu út í og útbúið jafning með því að bæta mjólkinni smátt og smátt saman við. Hrærið vel í jafningnum á meðan. Bætið hakkaðri lifrinni út í ásamt ansjósunum og kryddið eftir smekk. Bætið eggjunum að lokum út í einu í senn og hrærið vel í. Klæðið aflangt form með beikonsneiðum og hellið farsinu í formið. Lokið forminu með álpappír og bakið lifrarkæfuna í vatnsbaði í 55-60 mín. við 180 gráður. Gott er að taka álpappírinn af síðustu mínúturnar.Rauðkál1 rauðkálshaus, u.þ.b. 1 1/2 kg 1,5 dl edik 1,5 dl rauðvín 3 dl rifsberjasaft eða eitthvað svipað 150 g sykur 1 dl vatn 3 appelsínusneiðar 2 kanilstangirAðferðGrófsaxið rauðkálið, setjið allt hráefni, nema appelsínur og kanilstangir, í pott og látið sjóða í 30 mín. Bætið þá appelsínunum og kanilstöngunum út í og látið malla áfram í aðrar 30 mínútur eða lengur ef manni finnst svo.Jólasíldarsalat10 kryddsíldarflök 1/2 krukka rauðrófur 1 stórt rautt epli 1 meðalstór blaðlaukur 2 msk. majones 1 msk. sýrður rjómiAðferðHrærið majónesi og sýrðan rjóma vel saman. Skerið kryddsíldarflökin í teninga, sigtið rauðrófurnar vel frá safanum og skerið í teninga. Afhýðið eplið og kjarnahreinsið. Skolið blaðlaukinn og skerið í þunnar sneiðar. Blandið þessu öllu saman við majónesið og sýrða rjómann. Gott getur verið að setja smá pipar úr kvörn saman við. Þetta salat geymist vel, í minnst fjóra daga.Piparrótarsalat 1/4 hvítkálshaus 1 blaðlaukur 1 miðlungsstór krukka rauðrófur Allt saxað fínt niður.Sósa 1 dl majónes 4 msk. piparrótarmauk (fæst í pökkum) 2 msk. dijonsinnep 1 tsk. Hp sósa 1 tsk. Worchestersósa salt og pipar eftir smekkAðferðÖllu hráefni sósunnar blandað vel saman og sett saman við grænmetið. Látið standa til næsta dags. Þetta salat geymist í tíu daga í góðum kæli. Gott er að bera piparrótarsalatið fram með hamborgarahrygg og öðru léttreyktu kjöti. Jólasíldarsalat. Hangikjöt Jólamatur Rauðkál Salat Uppskriftir Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið
„Mér finnst að fjölskyldan ætti að eiga einn dag saman heima út af fyrir sig og þá er svo skemmtilegt að setja matinn á borðið þegar fólkið vaknar og geta allir sest saman til borða bara á náttfötunum,“ segir Marentza og bætir við að þá sé gott að eiga í ísskápnum einhverja osta og jafnvel sultuna sem maður bjó til í haust. „Það er svo skemmtilegt með þessa íslensku hefð að fólk borði hangikjöt kalt með laufabrauði og flatkökum þó að sumir vilji brytja það niður og setja í tartalettur sem er líka gott. Má þá alveg eins nota sósuna frá uppstúfinu og jafnvel þynna hana með soðinu af grænu baunum sem eru ómissandi með hangikjötinu,“ segir Marentza sem telur einnig upp lifrarkæfu og síld sem hægt er að útbúa löngu fyrir jól. „Með léttreykta kjötinu mæli ég með piparrótarsalatinu,“ segir Marentza og gefur okkur hér uppskrift að. „Á jólunum sjálfum ætlar maður að gera sem minnst þannig að best er að undirbúa allt tímanlega,“ segir Marentza og gefur lesendum Fréttablaðsins nokkrar uppskriftir af mat sem tilvalinn er á jólahlaðborðið þegar afangarnir eru borðaðir.Lifrarkæfa1 kg svínafita 1 kg svínalifur Fæst tilbúið, hakkað í Nóatúni 2 stórir laukar, fínt saxaðir 2 epli skorin í bita 150 g hveiti 4 dl mjólk 60 g ansjósur, hreinsaðar og fínt saxaðar 4 egg allra handa timían oreganó mulinn pipar og saltAðferðSetjið svínafituna, laukinn og eplin i pott og hitið þar til fitan hefur bráðnað. Bætið þá hveitinu út í og útbúið jafning með því að bæta mjólkinni smátt og smátt saman við. Hrærið vel í jafningnum á meðan. Bætið hakkaðri lifrinni út í ásamt ansjósunum og kryddið eftir smekk. Bætið eggjunum að lokum út í einu í senn og hrærið vel í. Klæðið aflangt form með beikonsneiðum og hellið farsinu í formið. Lokið forminu með álpappír og bakið lifrarkæfuna í vatnsbaði í 55-60 mín. við 180 gráður. Gott er að taka álpappírinn af síðustu mínúturnar.Rauðkál1 rauðkálshaus, u.þ.b. 1 1/2 kg 1,5 dl edik 1,5 dl rauðvín 3 dl rifsberjasaft eða eitthvað svipað 150 g sykur 1 dl vatn 3 appelsínusneiðar 2 kanilstangirAðferðGrófsaxið rauðkálið, setjið allt hráefni, nema appelsínur og kanilstangir, í pott og látið sjóða í 30 mín. Bætið þá appelsínunum og kanilstöngunum út í og látið malla áfram í aðrar 30 mínútur eða lengur ef manni finnst svo.Jólasíldarsalat10 kryddsíldarflök 1/2 krukka rauðrófur 1 stórt rautt epli 1 meðalstór blaðlaukur 2 msk. majones 1 msk. sýrður rjómiAðferðHrærið majónesi og sýrðan rjóma vel saman. Skerið kryddsíldarflökin í teninga, sigtið rauðrófurnar vel frá safanum og skerið í teninga. Afhýðið eplið og kjarnahreinsið. Skolið blaðlaukinn og skerið í þunnar sneiðar. Blandið þessu öllu saman við majónesið og sýrða rjómann. Gott getur verið að setja smá pipar úr kvörn saman við. Þetta salat geymist vel, í minnst fjóra daga.Piparrótarsalat 1/4 hvítkálshaus 1 blaðlaukur 1 miðlungsstór krukka rauðrófur Allt saxað fínt niður.Sósa 1 dl majónes 4 msk. piparrótarmauk (fæst í pökkum) 2 msk. dijonsinnep 1 tsk. Hp sósa 1 tsk. Worchestersósa salt og pipar eftir smekkAðferðÖllu hráefni sósunnar blandað vel saman og sett saman við grænmetið. Látið standa til næsta dags. Þetta salat geymist í tíu daga í góðum kæli. Gott er að bera piparrótarsalatið fram með hamborgarahrygg og öðru léttreyktu kjöti. Jólasíldarsalat.
Hangikjöt Jólamatur Rauðkál Salat Uppskriftir Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið