Niðurskurður umdeildur í Framsókn 28. nóvember 2004 00:01 Þingflokkur Framsóknarflokksins mun ræða á fundi í dag þá ákvörðun meirihluta fjárlaganefndar að veita ekki fé til Mannréttindaskrifstofu Íslands. Talið er að málið sé umdeilt innan flokksins. Jónína Bjartmarz, þingmaður flokksins, segist ekki styðja ákvörðun fjárlaganefndar. Hún segir skrifstofuna vera einstaka aðhaldsstofnun og hún þurfi að fá fé til rekstursins frá Alþingi til að hún haldi sjálfstæði sínu. Samkvæmt tillögum fjárlaganefndar þarf skrifstofan nú að sækja um fé í átta milljóna króna sjóð sem dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra veita úr. Fram til þessa hefur skrifstofan fengið átta milljónir króna ár hvert með fjárlögum. Jónína segir að skrifstofan eigi ekki að þurfa að sækja fé til framkvæmdavaldsins sem hún hefur eftirlit með. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segist vilja ræða tillöguna innan þingflokksins. Hann vilji fá svör við ýmsum spurningum áður en hann geti stutt tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Hann segir það sína skoðun að skrifstofan eigi að vera óháð framkvæmdavaldinu. Hún eigi að geta staðið á eigin fótum án þess að vera komin undir velvild framkvæmdavaldsins. "Ég mun því óska eftir útskýringum á því hvers vegna breytingin er talin nauðsynleg," segir Kristinn. "Ég sé svarið ekki í fljótu bragði." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skrifaði minnisblað sem hann lagði fyrir ríkisstjórnina árið 1998 sem utanríkisráðherra þar sem sagði að mikilvægt væri að undirstrika sjálfstæði Mannréttindaskrifstofu Íslands og auka fjárframlög til hennar. Þá vildi hann einnig að fjárstuðningur við skrifstofuna yrði greiddur beint frá Alþingi í stað handhafa framkvæmdavaldsins. Það virðist ganga þvert á tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram breytingatillögu þar sem gert er ráð fyrir að skrifstofan fái 9 milljóna króna framlag til reksturs. Tillagan verður afgreidd við þriðju umræðu fjárlaga á föstudag. Fjárlagafrumvarp 2005 Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Þingflokkur Framsóknarflokksins mun ræða á fundi í dag þá ákvörðun meirihluta fjárlaganefndar að veita ekki fé til Mannréttindaskrifstofu Íslands. Talið er að málið sé umdeilt innan flokksins. Jónína Bjartmarz, þingmaður flokksins, segist ekki styðja ákvörðun fjárlaganefndar. Hún segir skrifstofuna vera einstaka aðhaldsstofnun og hún þurfi að fá fé til rekstursins frá Alþingi til að hún haldi sjálfstæði sínu. Samkvæmt tillögum fjárlaganefndar þarf skrifstofan nú að sækja um fé í átta milljóna króna sjóð sem dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra veita úr. Fram til þessa hefur skrifstofan fengið átta milljónir króna ár hvert með fjárlögum. Jónína segir að skrifstofan eigi ekki að þurfa að sækja fé til framkvæmdavaldsins sem hún hefur eftirlit með. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segist vilja ræða tillöguna innan þingflokksins. Hann vilji fá svör við ýmsum spurningum áður en hann geti stutt tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Hann segir það sína skoðun að skrifstofan eigi að vera óháð framkvæmdavaldinu. Hún eigi að geta staðið á eigin fótum án þess að vera komin undir velvild framkvæmdavaldsins. "Ég mun því óska eftir útskýringum á því hvers vegna breytingin er talin nauðsynleg," segir Kristinn. "Ég sé svarið ekki í fljótu bragði." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skrifaði minnisblað sem hann lagði fyrir ríkisstjórnina árið 1998 sem utanríkisráðherra þar sem sagði að mikilvægt væri að undirstrika sjálfstæði Mannréttindaskrifstofu Íslands og auka fjárframlög til hennar. Þá vildi hann einnig að fjárstuðningur við skrifstofuna yrði greiddur beint frá Alþingi í stað handhafa framkvæmdavaldsins. Það virðist ganga þvert á tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram breytingatillögu þar sem gert er ráð fyrir að skrifstofan fái 9 milljóna króna framlag til reksturs. Tillagan verður afgreidd við þriðju umræðu fjárlaga á föstudag.
Fjárlagafrumvarp 2005 Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira