Niðurskurður umdeildur í Framsókn 28. nóvember 2004 00:01 Þingflokkur Framsóknarflokksins mun ræða á fundi í dag þá ákvörðun meirihluta fjárlaganefndar að veita ekki fé til Mannréttindaskrifstofu Íslands. Talið er að málið sé umdeilt innan flokksins. Jónína Bjartmarz, þingmaður flokksins, segist ekki styðja ákvörðun fjárlaganefndar. Hún segir skrifstofuna vera einstaka aðhaldsstofnun og hún þurfi að fá fé til rekstursins frá Alþingi til að hún haldi sjálfstæði sínu. Samkvæmt tillögum fjárlaganefndar þarf skrifstofan nú að sækja um fé í átta milljóna króna sjóð sem dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra veita úr. Fram til þessa hefur skrifstofan fengið átta milljónir króna ár hvert með fjárlögum. Jónína segir að skrifstofan eigi ekki að þurfa að sækja fé til framkvæmdavaldsins sem hún hefur eftirlit með. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segist vilja ræða tillöguna innan þingflokksins. Hann vilji fá svör við ýmsum spurningum áður en hann geti stutt tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Hann segir það sína skoðun að skrifstofan eigi að vera óháð framkvæmdavaldinu. Hún eigi að geta staðið á eigin fótum án þess að vera komin undir velvild framkvæmdavaldsins. "Ég mun því óska eftir útskýringum á því hvers vegna breytingin er talin nauðsynleg," segir Kristinn. "Ég sé svarið ekki í fljótu bragði." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skrifaði minnisblað sem hann lagði fyrir ríkisstjórnina árið 1998 sem utanríkisráðherra þar sem sagði að mikilvægt væri að undirstrika sjálfstæði Mannréttindaskrifstofu Íslands og auka fjárframlög til hennar. Þá vildi hann einnig að fjárstuðningur við skrifstofuna yrði greiddur beint frá Alþingi í stað handhafa framkvæmdavaldsins. Það virðist ganga þvert á tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram breytingatillögu þar sem gert er ráð fyrir að skrifstofan fái 9 milljóna króna framlag til reksturs. Tillagan verður afgreidd við þriðju umræðu fjárlaga á föstudag. Fjárlagafrumvarp 2005 Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Þingflokkur Framsóknarflokksins mun ræða á fundi í dag þá ákvörðun meirihluta fjárlaganefndar að veita ekki fé til Mannréttindaskrifstofu Íslands. Talið er að málið sé umdeilt innan flokksins. Jónína Bjartmarz, þingmaður flokksins, segist ekki styðja ákvörðun fjárlaganefndar. Hún segir skrifstofuna vera einstaka aðhaldsstofnun og hún þurfi að fá fé til rekstursins frá Alþingi til að hún haldi sjálfstæði sínu. Samkvæmt tillögum fjárlaganefndar þarf skrifstofan nú að sækja um fé í átta milljóna króna sjóð sem dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra veita úr. Fram til þessa hefur skrifstofan fengið átta milljónir króna ár hvert með fjárlögum. Jónína segir að skrifstofan eigi ekki að þurfa að sækja fé til framkvæmdavaldsins sem hún hefur eftirlit með. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segist vilja ræða tillöguna innan þingflokksins. Hann vilji fá svör við ýmsum spurningum áður en hann geti stutt tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Hann segir það sína skoðun að skrifstofan eigi að vera óháð framkvæmdavaldinu. Hún eigi að geta staðið á eigin fótum án þess að vera komin undir velvild framkvæmdavaldsins. "Ég mun því óska eftir útskýringum á því hvers vegna breytingin er talin nauðsynleg," segir Kristinn. "Ég sé svarið ekki í fljótu bragði." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skrifaði minnisblað sem hann lagði fyrir ríkisstjórnina árið 1998 sem utanríkisráðherra þar sem sagði að mikilvægt væri að undirstrika sjálfstæði Mannréttindaskrifstofu Íslands og auka fjárframlög til hennar. Þá vildi hann einnig að fjárstuðningur við skrifstofuna yrði greiddur beint frá Alþingi í stað handhafa framkvæmdavaldsins. Það virðist ganga þvert á tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram breytingatillögu þar sem gert er ráð fyrir að skrifstofan fái 9 milljóna króna framlag til reksturs. Tillagan verður afgreidd við þriðju umræðu fjárlaga á föstudag.
Fjárlagafrumvarp 2005 Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira