Matur

Súkkulaðisígarettur

Súkkulaðisígarettur eru tiltölulega hættulausar í hófi og á hátíðlegum stundum eins og á jólum!

175 g smjör

1 dl sykur

2 dl (u.þ.b. 125 g) hnetukjarnar, fínhakkaðir

3 dl hveiti

2 msk. mjólk eða rjómi

Til skreytingar

50 g súkkulaði

Smjörið og sykurinn er hrært saman. Fínsöxuðum hnetunum blandað í og síðan er hveitið og mjólkin sett út í hræruna til skiptis. Deigið er hnoðað létt og rúllað út í fingurþykkar lengjur sem eru látnar standa og kólna um stund. Skornar niður í 5 sm langa bita og kökurnar bakaðar í ofninum miðjum í u.þ.b. 10 mínútur á 175-200. Látnar kólna um stund.

Súkkulaðið er brætt í vatnsbaði og öðrum enda hverrar köku stungið í það.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.