Glataður snillingur 16. desember 2004 00:01 Bobby Fischer hefur verið boðið dvalarleyfi á Íslandi og standa vonir manna til að þar með ljúki þrautagöngu þessa sérstæða snillings. Á margan hátt hefur Fischer verið sinn versti óvinur. Ofstækisfullar skoðanir Fischers hafa vakið fólki efasemdir um geðheilsu hans en þeir sem manninn þekkja segja að þar fari hinn mesti ljúflingur. Snjall snáði Robert James Fischer fæddist í Chicago árið 1943 en tveimur árum síðar skildu foreldrar hans. Móðir hans og eldri systir sáu um að ala piltinn upp og var hann alla tíð afar hændur að þeim. Samband Fischers við konur hefur mótast mjög af þessum aðstæðum, hann sækir fyrst og fremst í ástúð og umhyggju af hendi kvenna en af þeim hefur verið nokkuð í lífi hans. Sex ára að aldri kenndi Fischer sjálfum sér að tefla með aðstoð bóka og á nokkrum vikum var hann orðinn það fær að hann lagði sér reyndari menn á velli. Níu árum síðar varð hann Bandaríkjameistari í fullorðinsflokki. Sigurinn færði honum jafnframt stórmeistaranafnbót en aldrei hafði jafn ungur skákmaður hreppt þennan titil. Bjó sig undir heimsendi Í upphafi sjöunda áratugarins tók Fischer að gefa sig mjög að trúarlegum efnum. Hann var undir miklum áhrifum frá bandarískum útvarpspredikurum á snærum hinnar svonefndu Alheimskirkju Guðs, sem þrátt fyrir nafnið var frekar lokaður sértrúarsöfnuður. Prestar safnaðarins spáðu að heimsendir væri yfirvofandi þar sem Bretlandi og Bandaríkjunum yrði tortímt af einhvers konar Bandaríkjum Evrópu. Það er því væntanlega ekki tilviljun að á þessum tíma gerðist hann æ tortryggnari í garð Sovétmanna. Trúarsannfæring Fischers beið hins vegar skipbrot um svipað leyti og einvígið í Reykjavík fór fram en þá gerði Fischer sér ljóst að dómsdagspár Alheimskirkjunnar væru byggðar á sandi og þar við bættist að leiðtogar hennar voru flestir flæktir í kynlífshneyksli. Má leiða að því getum að reynslan hafi haft talsverð áhrif á kappann enda varð breyting á atferli hans um þetta leyti sem kunnugt er. Í ólgusjó eftir einvígið Einvígi aldarinnar sem Fischer og Spasský háðu í Reykjavík árið 1972 var vendipunkturinn í lífi Fischers. Vegsemdin markaði jafnframt upphafið að endalokunum, hann tefldi ekki opinberlega næstu tuttugu árin á eftir heldur fór nánast huldu höfði. Þannig mætti hann ekki til leiks þegar kom að því að verja titilinn árið 1975. Fischer hefur verið á hálfgerðum vergangi æ síðan. Hann bjó í Bandaríkjunum fram á níunda áratuginn, flæktist svo til Evrópu þar sem hann sigraði Spasský í sögufrægu einvígi árið 1992. Viðureignin fór fram í Júgóslavíu en vegna viðskiptabanns Sameinuðu þjóðanna gáfu bandarísk stjórnvöld út handtökuskipun á hann. Fischer skaut svo upp kollinum næstu árin á eftir í ýmsum fjölmiðlum, meðal annars Silfri Egils, þar sem hann sakaði Gyðinga um allsherjarsamsæri. Frægt varð þegar hann fagnaði árásunum 11. september 2001. Fyrr á þessu ári var hann handtekinn í Japan fyrir að hafa ógilt vegabréf undir höndum og nú hefur honum verið boðið hingað. Sjálfskaparvíti Hátterni Fischers hefur gefið vangaveltum um geðheilsu hans byr undir báða vængi. Áskell Örn Kárason, sálfræðingur og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands, segir að ljóst að Fischer sé mjög tortrygginn og segi hluti sem lýsi mjög sérstökum viðhorfum. "Þetta eru einkenni sem eiga mjög oft við vænissýki," segir Áskell en tekur þó fram að alls ekki sé hægt að sjúkdómsgreina fólk án þess að hitta það. Áskell þekkir ekki til þess að Fischer hafi verið meðhöndlaður af geðlæknum. "Það er í það minnsta ljóst að Fischer sjálfum finnst ekki að hann þurfi á slíkri hjálp að halda og því ólíklegt að hann leiti sér aðstoðar að fyrra bragði," segir hann. Áskell bendir ennfremur á að það sé þekkt innan sálfræðinnar að fólk geti lent í ákveðinni tilvistarkreppu þegar það hefur náð ákveðnu takmarki. Menn hafa því gert því skóna að vandi Fischers hafi verið fólginn í að hann kunni ekki að höndla upphefðina sem hann hafði þó stefnt að allt sitt líf. Ágætlega efnaður Þrátt fyrir þetta telur Sæmundur Pálsson, lögregluþjónn og vinur Fischers, að þar fari ljúfmenni. "Virkilega góður drengur og hjartahlýr. Hann hefur aldrei gert flugu mein og á því alls ekki skilið að farið sé með hann eins og hryðjuverkamann." Fischer er að sögn Sæmundar vel upplýstur og víðlesinn en auk þess hefur hann gaman af hljómlist, "aðallega léttri blökkumannatónlist og Robbie Williams," segir hann. Fischer er ekki talinn á flæðiskeri staddur fjárhagslega. Hann hefur ritað bækur og unnið talsvert fé á skákmótum, til dæmis þrjár milljónir dala í Júgóslavíu, og þegar hann fór frá Bandaríkjunum flutti hann fé sitt í svissneskan banka. Sæmi reiknar með að Fischer eigi ennþá 3-4 milljónir dala. Hann er barnlaus en á japanska unnustu, Miyoko Watai, sem er forseti skáksambandsins þar í landi. Aðspurður hvernig á því standi að þeir Fischer hafi haldið vinskap þrátt fyrir ólíkan bakgrunn segist Sæmundur hafa kenningu. "Mín skýring er sú að þegar við kynntumst á sínum tíma þá sér hann ýmislegt í mér sem hann fór á mis við í sínu uppeldi, eins og eðlilegt fjölskyldulíf og honum þótti vænt um börnin mín." Þannig má leiða að því getum að í huga Fischers hafi Sæmi orðið einhvers konar tákngervingur hins saklausari hluta lífs síns fyrir einvígið þegar allt lék í lyndi en að því loknu fór að halla undan fæti, trúarsannfæring hans brást og frægðin reyndist honum ofraun. Vonandi mun síðari dvöl þessa kynlega kvists hér á landi færa honum trúnna á lífið á nýjan leik. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Bobby Fischer hefur verið boðið dvalarleyfi á Íslandi og standa vonir manna til að þar með ljúki þrautagöngu þessa sérstæða snillings. Á margan hátt hefur Fischer verið sinn versti óvinur. Ofstækisfullar skoðanir Fischers hafa vakið fólki efasemdir um geðheilsu hans en þeir sem manninn þekkja segja að þar fari hinn mesti ljúflingur. Snjall snáði Robert James Fischer fæddist í Chicago árið 1943 en tveimur árum síðar skildu foreldrar hans. Móðir hans og eldri systir sáu um að ala piltinn upp og var hann alla tíð afar hændur að þeim. Samband Fischers við konur hefur mótast mjög af þessum aðstæðum, hann sækir fyrst og fremst í ástúð og umhyggju af hendi kvenna en af þeim hefur verið nokkuð í lífi hans. Sex ára að aldri kenndi Fischer sjálfum sér að tefla með aðstoð bóka og á nokkrum vikum var hann orðinn það fær að hann lagði sér reyndari menn á velli. Níu árum síðar varð hann Bandaríkjameistari í fullorðinsflokki. Sigurinn færði honum jafnframt stórmeistaranafnbót en aldrei hafði jafn ungur skákmaður hreppt þennan titil. Bjó sig undir heimsendi Í upphafi sjöunda áratugarins tók Fischer að gefa sig mjög að trúarlegum efnum. Hann var undir miklum áhrifum frá bandarískum útvarpspredikurum á snærum hinnar svonefndu Alheimskirkju Guðs, sem þrátt fyrir nafnið var frekar lokaður sértrúarsöfnuður. Prestar safnaðarins spáðu að heimsendir væri yfirvofandi þar sem Bretlandi og Bandaríkjunum yrði tortímt af einhvers konar Bandaríkjum Evrópu. Það er því væntanlega ekki tilviljun að á þessum tíma gerðist hann æ tortryggnari í garð Sovétmanna. Trúarsannfæring Fischers beið hins vegar skipbrot um svipað leyti og einvígið í Reykjavík fór fram en þá gerði Fischer sér ljóst að dómsdagspár Alheimskirkjunnar væru byggðar á sandi og þar við bættist að leiðtogar hennar voru flestir flæktir í kynlífshneyksli. Má leiða að því getum að reynslan hafi haft talsverð áhrif á kappann enda varð breyting á atferli hans um þetta leyti sem kunnugt er. Í ólgusjó eftir einvígið Einvígi aldarinnar sem Fischer og Spasský háðu í Reykjavík árið 1972 var vendipunkturinn í lífi Fischers. Vegsemdin markaði jafnframt upphafið að endalokunum, hann tefldi ekki opinberlega næstu tuttugu árin á eftir heldur fór nánast huldu höfði. Þannig mætti hann ekki til leiks þegar kom að því að verja titilinn árið 1975. Fischer hefur verið á hálfgerðum vergangi æ síðan. Hann bjó í Bandaríkjunum fram á níunda áratuginn, flæktist svo til Evrópu þar sem hann sigraði Spasský í sögufrægu einvígi árið 1992. Viðureignin fór fram í Júgóslavíu en vegna viðskiptabanns Sameinuðu þjóðanna gáfu bandarísk stjórnvöld út handtökuskipun á hann. Fischer skaut svo upp kollinum næstu árin á eftir í ýmsum fjölmiðlum, meðal annars Silfri Egils, þar sem hann sakaði Gyðinga um allsherjarsamsæri. Frægt varð þegar hann fagnaði árásunum 11. september 2001. Fyrr á þessu ári var hann handtekinn í Japan fyrir að hafa ógilt vegabréf undir höndum og nú hefur honum verið boðið hingað. Sjálfskaparvíti Hátterni Fischers hefur gefið vangaveltum um geðheilsu hans byr undir báða vængi. Áskell Örn Kárason, sálfræðingur og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands, segir að ljóst að Fischer sé mjög tortrygginn og segi hluti sem lýsi mjög sérstökum viðhorfum. "Þetta eru einkenni sem eiga mjög oft við vænissýki," segir Áskell en tekur þó fram að alls ekki sé hægt að sjúkdómsgreina fólk án þess að hitta það. Áskell þekkir ekki til þess að Fischer hafi verið meðhöndlaður af geðlæknum. "Það er í það minnsta ljóst að Fischer sjálfum finnst ekki að hann þurfi á slíkri hjálp að halda og því ólíklegt að hann leiti sér aðstoðar að fyrra bragði," segir hann. Áskell bendir ennfremur á að það sé þekkt innan sálfræðinnar að fólk geti lent í ákveðinni tilvistarkreppu þegar það hefur náð ákveðnu takmarki. Menn hafa því gert því skóna að vandi Fischers hafi verið fólginn í að hann kunni ekki að höndla upphefðina sem hann hafði þó stefnt að allt sitt líf. Ágætlega efnaður Þrátt fyrir þetta telur Sæmundur Pálsson, lögregluþjónn og vinur Fischers, að þar fari ljúfmenni. "Virkilega góður drengur og hjartahlýr. Hann hefur aldrei gert flugu mein og á því alls ekki skilið að farið sé með hann eins og hryðjuverkamann." Fischer er að sögn Sæmundar vel upplýstur og víðlesinn en auk þess hefur hann gaman af hljómlist, "aðallega léttri blökkumannatónlist og Robbie Williams," segir hann. Fischer er ekki talinn á flæðiskeri staddur fjárhagslega. Hann hefur ritað bækur og unnið talsvert fé á skákmótum, til dæmis þrjár milljónir dala í Júgóslavíu, og þegar hann fór frá Bandaríkjunum flutti hann fé sitt í svissneskan banka. Sæmi reiknar með að Fischer eigi ennþá 3-4 milljónir dala. Hann er barnlaus en á japanska unnustu, Miyoko Watai, sem er forseti skáksambandsins þar í landi. Aðspurður hvernig á því standi að þeir Fischer hafi haldið vinskap þrátt fyrir ólíkan bakgrunn segist Sæmundur hafa kenningu. "Mín skýring er sú að þegar við kynntumst á sínum tíma þá sér hann ýmislegt í mér sem hann fór á mis við í sínu uppeldi, eins og eðlilegt fjölskyldulíf og honum þótti vænt um börnin mín." Þannig má leiða að því getum að í huga Fischers hafi Sæmi orðið einhvers konar tákngervingur hins saklausari hluta lífs síns fyrir einvígið þegar allt lék í lyndi en að því loknu fór að halla undan fæti, trúarsannfæring hans brást og frægðin reyndist honum ofraun. Vonandi mun síðari dvöl þessa kynlega kvists hér á landi færa honum trúnna á lífið á nýjan leik.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira