Nýi bæjarstjórinn í Kópavogi 17. desember 2004 00:01 Samkomulag var milli fulltrúa flokkanna í meirihluta Kópavogs um bæjarstjóraskipti 1. júní á næsta ári. Gunnar I. Birgisson, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefði þá orðið bæjarstjóri og Sigurður Geirdal, oddviti Framsóknarflokksins, hefði orðið formaður bæjarráðs en þetta breyttist við óvænt fráfall Sigurðar. Rökrétt þótti að Hansína Á. Björgvinsdóttir, sem skipaði annað sæti Framsóknarflokksins, gengi inn í samkomulagið og tæki sæti bæjarstjóra. "Það tók mig dálítinn tíma að gera upp minn hug. Þetta voru óvæntar breytingar og ég þurfti að glíma við sjálfa mig í því efni," segir Hansína. "Þetta bar afskaplega sorglega að. Sigurður var náttúrlega bæjarstjórinn. Það var alveg heillandi skemmtilegt að starfa með honum og mikil sorg hjá öllum bæjarbúum, hvar sem þeir stóðu í flokki, þegar hann féll frá. Allir bæjarbúar voru harmi slegnir. Það hafði aldrei hvarflað að mér að þurfa að kljást við þetta embætti. Fjölskylda mín var búin að skipuleggja ýmislegt sem við þurftum að breyta og svo varð ég að vita hvort ég treysti mér í þetta þannig að þetta tók dálítinn tíma," segir hún. Í mörg horn er að líta þegar embætti bæjarstjóra er annars vegar. Kópavogsbær verður 50 ára á næsta ári og stendur afmælishátíðin allt árið þó að hún nái hápunkti á afmælisdeginum 11. maí. "Það segir sig sjálft að hlutverk bæjarstjóra er stórt í því. Svo eru náttúrlega ýmis verkefni sem allir bæjarstjórar sinna. Ég tek við sérstaklega góðu búi. Fjárhagsáætlun lítur vel út og tekjuafgangur er sérlega góður. Skuldirnar lækka frekar en hitt og við höfum góðan rekstrarafgang miðað við önnur sveitarfélög," segir Hansína. En hver er hún þessi kona sem sest í bæjarstjórastólinn í Kópavogi um áramót? Hansína er fædd á Eyrarbakka árið 1946. Faðir hennar var Björgvin Jónsson, kaupfélagsstjóri og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sem er látinn. Móðir hennar heitir Ólína Þorleifsdóttir. Hún bjó á Eyrarbakka og Selfossi fyrstu æviárin, fjölskyldan flutti svo til Seyðisfjarðar og ólst hún þar upp í stórum systkinahópi. Þegar Hansína var 17 ára fluttist fjölskyldan á mölina. Hansína hefur búið í Kópavogi frá 1971. Hansína er gift Ingva Þorkelssyni, kennara við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Hún hefur starfað sem grunnskólakennari nánast allan sinn starfsaldur, síðustu árin í Kópavogsskóla. "Síðustu árin hef ég ekki verið að kenna. Það var svo ansi snúið að vera bæði í kennslu og bæjarstjórn. Mér fannst ég vera farin að sinna kennslunni illa því að ég þurfti svo oft að fá annan til að kenna fyrir mig," segir hún. Hansína hefur verið bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi frá 1998, en áður var hún varabæjarfulltrúi eitt kjörtímabil og gegndi þá jafnframt formennsku í félagsmálaráði. Áhugamál hennar eru bundin við æskulýðsmál, stjórnmál og fjölskyldu auk þess sem hún veiðir með manni sínum á sumrin. "Svo hef ég gaman af fjölskyldu- og heimilislífi, sérstaklega barnabörnunum. Mér þykir óskaplega skemmtilegt að eiga barnabörn." Innlent Lífið Menning Stj.mál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Samkomulag var milli fulltrúa flokkanna í meirihluta Kópavogs um bæjarstjóraskipti 1. júní á næsta ári. Gunnar I. Birgisson, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefði þá orðið bæjarstjóri og Sigurður Geirdal, oddviti Framsóknarflokksins, hefði orðið formaður bæjarráðs en þetta breyttist við óvænt fráfall Sigurðar. Rökrétt þótti að Hansína Á. Björgvinsdóttir, sem skipaði annað sæti Framsóknarflokksins, gengi inn í samkomulagið og tæki sæti bæjarstjóra. "Það tók mig dálítinn tíma að gera upp minn hug. Þetta voru óvæntar breytingar og ég þurfti að glíma við sjálfa mig í því efni," segir Hansína. "Þetta bar afskaplega sorglega að. Sigurður var náttúrlega bæjarstjórinn. Það var alveg heillandi skemmtilegt að starfa með honum og mikil sorg hjá öllum bæjarbúum, hvar sem þeir stóðu í flokki, þegar hann féll frá. Allir bæjarbúar voru harmi slegnir. Það hafði aldrei hvarflað að mér að þurfa að kljást við þetta embætti. Fjölskylda mín var búin að skipuleggja ýmislegt sem við þurftum að breyta og svo varð ég að vita hvort ég treysti mér í þetta þannig að þetta tók dálítinn tíma," segir hún. Í mörg horn er að líta þegar embætti bæjarstjóra er annars vegar. Kópavogsbær verður 50 ára á næsta ári og stendur afmælishátíðin allt árið þó að hún nái hápunkti á afmælisdeginum 11. maí. "Það segir sig sjálft að hlutverk bæjarstjóra er stórt í því. Svo eru náttúrlega ýmis verkefni sem allir bæjarstjórar sinna. Ég tek við sérstaklega góðu búi. Fjárhagsáætlun lítur vel út og tekjuafgangur er sérlega góður. Skuldirnar lækka frekar en hitt og við höfum góðan rekstrarafgang miðað við önnur sveitarfélög," segir Hansína. En hver er hún þessi kona sem sest í bæjarstjórastólinn í Kópavogi um áramót? Hansína er fædd á Eyrarbakka árið 1946. Faðir hennar var Björgvin Jónsson, kaupfélagsstjóri og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sem er látinn. Móðir hennar heitir Ólína Þorleifsdóttir. Hún bjó á Eyrarbakka og Selfossi fyrstu æviárin, fjölskyldan flutti svo til Seyðisfjarðar og ólst hún þar upp í stórum systkinahópi. Þegar Hansína var 17 ára fluttist fjölskyldan á mölina. Hansína hefur búið í Kópavogi frá 1971. Hansína er gift Ingva Þorkelssyni, kennara við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Hún hefur starfað sem grunnskólakennari nánast allan sinn starfsaldur, síðustu árin í Kópavogsskóla. "Síðustu árin hef ég ekki verið að kenna. Það var svo ansi snúið að vera bæði í kennslu og bæjarstjórn. Mér fannst ég vera farin að sinna kennslunni illa því að ég þurfti svo oft að fá annan til að kenna fyrir mig," segir hún. Hansína hefur verið bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi frá 1998, en áður var hún varabæjarfulltrúi eitt kjörtímabil og gegndi þá jafnframt formennsku í félagsmálaráði. Áhugamál hennar eru bundin við æskulýðsmál, stjórnmál og fjölskyldu auk þess sem hún veiðir með manni sínum á sumrin. "Svo hef ég gaman af fjölskyldu- og heimilislífi, sérstaklega barnabörnunum. Mér þykir óskaplega skemmtilegt að eiga barnabörn."
Innlent Lífið Menning Stj.mál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira