Einn stærsti bandaríski verktakinn í Írak, Contrack International Inc, hefur ákveðið að hætta við öll verkefni í landinu. Fyrirtækið hefur því sagt upp samningum að virði tuga milljóna dollara þar sem kostnaður við öryggisgæslu í Írak hefur rokið upp úr öllu valdi. Contrack er fyrsta fyrirtækið sem hverfur með þessum hætti frá Írak og hefur þetta valdið áhyggjum um áhrif skálmaldarinnar á uppbygginguna sem þar á að fara fram.