Fylgjast með ferðum til Íslands 12. janúar 2005 00:01 Sérstaklega er leitað í skipum og flugvélum á leið til Íslands, að sögn upplýsingafulltrúa hjá tollinum í Bremerhaven, en tveir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi eftir að sjö kíló af fíkniefnum fundust um borð í Hauki ÍS. Upplýsingafulltrúinn segir Íslendingana ekkert hafa gefið upp í yfirheyrslum sem gæti gert það að verkum að dómurinn yfir þeim yrði þyngri en ella. Málið stórt á þýskan mælikvarða Þrjú og hálft kíló af kókaíni og sama magn af hassi fundust í skipsklefum mannanna þar sem efnunum hafði verið pakkað í ferðatöskur. Hann segir skip og flugvélar á leið til Íslands undir meira eftirlit eftir að stórt mál kom upp í Þýskalandi á síðasta ári. Fimm til sex sinnum hærra verð fæst fyrir fíkniefni á Íslandi en í Þýskalandi. 24 ára karlmaður var handtekinn í Þýskalandi seinni hluta síðasta árs með tíu kíló af hassi í bílaleigubíl sem maðurinn og kærasta hans ferðuðust í. Kærastan fékk að fara heim til Íslands en hann er í gæsluvarðhaldi. Þá sitja Rúnar Ben Maitsland og Þjóðverjinn Clause Friehe af sér fangelsisdóma hér á landi sem þeir fengu fyrir innflutning á tæpum 900 grömmum af amfetamíni og tæpu kílói af kannabis. Mál Maitsland og Friehe tengdist þýskum smyglhring þar sem höfuðpaurinn Shröder var dæmdur til margra ára fangelsis í Þýskalandi. Upplýsingafulltrúi tollsins í Bremerhaven segir aðra skipverja á Hauki ÍS ekki liggja undir grun. Þeir sem voru teknir eru 50 ára og 38 ára gamlir og hefur sá yngri áður komið við sögu lögreglu. Mennirnir eru í gæsluvarðhaldi og hafa engin samskipti við aðra fanga en geta þó fengið heimsóknir undir eftirliti og samkvæmt ákveðnum reglum. Upplýsingafulltrúinn segist ekki geta sagt til um hversu lengi mennirnir verða í haldi en það verði þó þar til dómur gengur í málinu. Hann segir málið vera alvarlegt, einkum vegna magns kókaínsins. Málið sé þó ekki í hópi alvarlegustu málanna þar í landi heldur sé það meðalstórt á þýskan mælikvarða. Hámarksrefsing við brotinu er fimmtán ára fangelsi en upplýsingafulltrúinn segir ólíklegt að mennirnir fái svo þungan dóm. Maður sem var tekinn með eitt og hálft kíló af kókaíni í Þýskanlandi hlaut nýverið sjö ára fangelsi en hann hafði margoft brotið af sér áður. Fíkniefnin verðmætari en aflinn "Ég hef ekkert um málið að segja, mér finnst það bara sorglegt," segir Eiríkur Böðvarsson, eigandi Hauks ÍS, og bætir við að honum finnist óviðeigandi að blanda útgerðinni í málið þó að tveir starfsmenn hennar hafi brotið af sér. Eiríkur segir að ekki hafi fiskast vel að undanförnu. Samkvæmt heimildum blaðsins fór Haukur ÍS með rúm sjötíu tonn af karfa og tíu kíló af þorski til Þýskalands. Verðmæti aflans er talið vera á bilinu ellefu til fjórtán milljónir. Reyndur sjómaður sagði í samtali við blaðið að margir teldu hæpið að sigla til Þýskalands með ekki meiri verðmæti en þetta. Mat þýska tollsins er að söluverðmæti fíkniefnanna, sem tekin voru um borð í Hauki ÍS, sé um fimmtíu milljónir ef þau eru seld á Íslandi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Sérstaklega er leitað í skipum og flugvélum á leið til Íslands, að sögn upplýsingafulltrúa hjá tollinum í Bremerhaven, en tveir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi eftir að sjö kíló af fíkniefnum fundust um borð í Hauki ÍS. Upplýsingafulltrúinn segir Íslendingana ekkert hafa gefið upp í yfirheyrslum sem gæti gert það að verkum að dómurinn yfir þeim yrði þyngri en ella. Málið stórt á þýskan mælikvarða Þrjú og hálft kíló af kókaíni og sama magn af hassi fundust í skipsklefum mannanna þar sem efnunum hafði verið pakkað í ferðatöskur. Hann segir skip og flugvélar á leið til Íslands undir meira eftirlit eftir að stórt mál kom upp í Þýskalandi á síðasta ári. Fimm til sex sinnum hærra verð fæst fyrir fíkniefni á Íslandi en í Þýskalandi. 24 ára karlmaður var handtekinn í Þýskalandi seinni hluta síðasta árs með tíu kíló af hassi í bílaleigubíl sem maðurinn og kærasta hans ferðuðust í. Kærastan fékk að fara heim til Íslands en hann er í gæsluvarðhaldi. Þá sitja Rúnar Ben Maitsland og Þjóðverjinn Clause Friehe af sér fangelsisdóma hér á landi sem þeir fengu fyrir innflutning á tæpum 900 grömmum af amfetamíni og tæpu kílói af kannabis. Mál Maitsland og Friehe tengdist þýskum smyglhring þar sem höfuðpaurinn Shröder var dæmdur til margra ára fangelsis í Þýskalandi. Upplýsingafulltrúi tollsins í Bremerhaven segir aðra skipverja á Hauki ÍS ekki liggja undir grun. Þeir sem voru teknir eru 50 ára og 38 ára gamlir og hefur sá yngri áður komið við sögu lögreglu. Mennirnir eru í gæsluvarðhaldi og hafa engin samskipti við aðra fanga en geta þó fengið heimsóknir undir eftirliti og samkvæmt ákveðnum reglum. Upplýsingafulltrúinn segist ekki geta sagt til um hversu lengi mennirnir verða í haldi en það verði þó þar til dómur gengur í málinu. Hann segir málið vera alvarlegt, einkum vegna magns kókaínsins. Málið sé þó ekki í hópi alvarlegustu málanna þar í landi heldur sé það meðalstórt á þýskan mælikvarða. Hámarksrefsing við brotinu er fimmtán ára fangelsi en upplýsingafulltrúinn segir ólíklegt að mennirnir fái svo þungan dóm. Maður sem var tekinn með eitt og hálft kíló af kókaíni í Þýskanlandi hlaut nýverið sjö ára fangelsi en hann hafði margoft brotið af sér áður. Fíkniefnin verðmætari en aflinn "Ég hef ekkert um málið að segja, mér finnst það bara sorglegt," segir Eiríkur Böðvarsson, eigandi Hauks ÍS, og bætir við að honum finnist óviðeigandi að blanda útgerðinni í málið þó að tveir starfsmenn hennar hafi brotið af sér. Eiríkur segir að ekki hafi fiskast vel að undanförnu. Samkvæmt heimildum blaðsins fór Haukur ÍS með rúm sjötíu tonn af karfa og tíu kíló af þorski til Þýskalands. Verðmæti aflans er talið vera á bilinu ellefu til fjórtán milljónir. Reyndur sjómaður sagði í samtali við blaðið að margir teldu hæpið að sigla til Þýskalands með ekki meiri verðmæti en þetta. Mat þýska tollsins er að söluverðmæti fíkniefnanna, sem tekin voru um borð í Hauki ÍS, sé um fimmtíu milljónir ef þau eru seld á Íslandi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira