"U" flysjara í öll eldhús 20. janúar 2005 00:01 Óskar Guðjónsson saxófónleikari, heldur mest upp á flysjarann sinn af öllu sínu heimilisdóti. "Ég keypti þennan flysjara í Ameríku í skemmtilegri búsáhaldabúðakeðju sem heitir Williams and Samona. Hann er óvenjulegur að því leyti að hann er eins og "u" í laginu svo maður ber sig öðruvísi að við flysjunina og mér finnst hann virka betur en aðrir flysjarar. Flysjarinn er af tegundinni Kuhn og hann er í uppáhaldi, einfaldlega af því að mér finnst svo gaman að elda. Ég flysja helst sætar kartöflur, gulrætur, ávexti og meira að segja lárperuna mína. Ég á tíu mánaða strák sem borðar ekki fasta fæðu en þeim mun meira af mauki og þá er nauðsynlegt að eiga góðan flysjara. Ég hef farið fram á það við eigendur búsáhaldaverslunar hér í bæ að fara að flytja svona inn því þessi hefur mikið verið notaður og ég er hræddur um að ég fái ekki annan í hans stað ef hann fer að gefa sig." Óskar er einn þekktasti og vinsælasti saxófónleikari landsins og alltaf með eitthvað í pípunum. Þó segir hann yfirleitt frekar rólegt hjá tónlistarmönnum í janúar. "Í janúar eru tónlistarmenn að jafna sig eftir erilinn í desember og skipuleggja árið framundan. Árið er ekkert mikið skipulagt hjá mér enn sem komið er en það verður örugglega gaman. Konan mín, Guðbjörg, er nýbúin að opna förðunarskóla sem heitir EMM og við höfum verið upptekin af ýmsu þar að lútandi undanfarið. Hún varð þrítug um daginn og ég eldaði nautalundir og flysjaði ýmislegt meðlæti handa henni í tilefni dagsins." Matur Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið
Óskar Guðjónsson saxófónleikari, heldur mest upp á flysjarann sinn af öllu sínu heimilisdóti. "Ég keypti þennan flysjara í Ameríku í skemmtilegri búsáhaldabúðakeðju sem heitir Williams and Samona. Hann er óvenjulegur að því leyti að hann er eins og "u" í laginu svo maður ber sig öðruvísi að við flysjunina og mér finnst hann virka betur en aðrir flysjarar. Flysjarinn er af tegundinni Kuhn og hann er í uppáhaldi, einfaldlega af því að mér finnst svo gaman að elda. Ég flysja helst sætar kartöflur, gulrætur, ávexti og meira að segja lárperuna mína. Ég á tíu mánaða strák sem borðar ekki fasta fæðu en þeim mun meira af mauki og þá er nauðsynlegt að eiga góðan flysjara. Ég hef farið fram á það við eigendur búsáhaldaverslunar hér í bæ að fara að flytja svona inn því þessi hefur mikið verið notaður og ég er hræddur um að ég fái ekki annan í hans stað ef hann fer að gefa sig." Óskar er einn þekktasti og vinsælasti saxófónleikari landsins og alltaf með eitthvað í pípunum. Þó segir hann yfirleitt frekar rólegt hjá tónlistarmönnum í janúar. "Í janúar eru tónlistarmenn að jafna sig eftir erilinn í desember og skipuleggja árið framundan. Árið er ekkert mikið skipulagt hjá mér enn sem komið er en það verður örugglega gaman. Konan mín, Guðbjörg, er nýbúin að opna förðunarskóla sem heitir EMM og við höfum verið upptekin af ýmsu þar að lútandi undanfarið. Hún varð þrítug um daginn og ég eldaði nautalundir og flysjaði ýmislegt meðlæti handa henni í tilefni dagsins."
Matur Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið