Heimurinn hættulegri eftir innrás 22. janúar 2005 00:01 Heimurinn er hættulegri og hryðjuverkaógnin hefur aukist eftir innrásina í Írak, segir Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, sem var aðalræðumaður á málþingi um öryggismál í heiminum, sem Samfylkingin hélt í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að aðild Íslands að innrásinni gangi á svig við friðarímynd landsins. Heimsöryggi - ábyrgð smáþjóðar var yfirskrift málþings sem Samfylkingin stóð að á Grand Hóteli. Aðalræðumaðurinn, Thorvald Stoltenberg, sem er þekktastur fyrir störf sín sem sáttasemjari í fyrrverandi Júgóslavíu árin 1993-1995 og sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Írak, lýsti sýn sinni á stöðu heimsmála um þessar mundir. Hann sagði innrás Bandaríkjamanna og Breta hafa haft alvarlegar afleiðingar. Heimurinn væri ekki öruggari eftir innrásina og ástæður innrásarinnar væru ekki lengur fyrir hendi þó að ef til vill hefði verið grunur um eitthvað misjafnt í Írak. Stoltenberg sagði enn fremur að nú vissu menn menn að það hefði ekki verið nein ástæða til þess að fara í stríð og það hefði ekki leitt til neins góðs. Vonandi hefði það þær afleiðingar að ekki yrði eins auðvelt að gera innrás í önnur lönd og menn yrðu gætnari framvegis. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði að framtíðarhópur flokksins hefði lagt áherslu á að Ísland væri boðberi friðar á alþjóðavettvangi og ætti að setja traust sitt á alþjóðalög og stofnanir. Hún taldi að það væri stefna þorra þjóðarinnar og gengið hefði verið á svig við hana með ákvörðun um aðild Íslands að innrásinni í Írak. Aðildin hefði haft mjög neikvæð áhrif og hún liti á hana sem mistök í utanríkismálum og algjörlega á skjön við þá stefnu sem landið hefði haft frá lokum síðari heimsstyjaldarinnar. Ingibjörg sagði innrásina ekki gerða undir formerkjum alþjóðasamfélagsins heldur væru það tiltekin ríki sem hefðu tekið sér lögregluvald. Fyrir smáþjóð eins og Íslendinga væri mikilvægt að fara að alþjóðalögum og -leikreglum því annars yrði landið leiksoppur stórveldanna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Sjá meira
Heimurinn er hættulegri og hryðjuverkaógnin hefur aukist eftir innrásina í Írak, segir Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, sem var aðalræðumaður á málþingi um öryggismál í heiminum, sem Samfylkingin hélt í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að aðild Íslands að innrásinni gangi á svig við friðarímynd landsins. Heimsöryggi - ábyrgð smáþjóðar var yfirskrift málþings sem Samfylkingin stóð að á Grand Hóteli. Aðalræðumaðurinn, Thorvald Stoltenberg, sem er þekktastur fyrir störf sín sem sáttasemjari í fyrrverandi Júgóslavíu árin 1993-1995 og sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Írak, lýsti sýn sinni á stöðu heimsmála um þessar mundir. Hann sagði innrás Bandaríkjamanna og Breta hafa haft alvarlegar afleiðingar. Heimurinn væri ekki öruggari eftir innrásina og ástæður innrásarinnar væru ekki lengur fyrir hendi þó að ef til vill hefði verið grunur um eitthvað misjafnt í Írak. Stoltenberg sagði enn fremur að nú vissu menn menn að það hefði ekki verið nein ástæða til þess að fara í stríð og það hefði ekki leitt til neins góðs. Vonandi hefði það þær afleiðingar að ekki yrði eins auðvelt að gera innrás í önnur lönd og menn yrðu gætnari framvegis. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði að framtíðarhópur flokksins hefði lagt áherslu á að Ísland væri boðberi friðar á alþjóðavettvangi og ætti að setja traust sitt á alþjóðalög og stofnanir. Hún taldi að það væri stefna þorra þjóðarinnar og gengið hefði verið á svig við hana með ákvörðun um aðild Íslands að innrásinni í Írak. Aðildin hefði haft mjög neikvæð áhrif og hún liti á hana sem mistök í utanríkismálum og algjörlega á skjön við þá stefnu sem landið hefði haft frá lokum síðari heimsstyjaldarinnar. Ingibjörg sagði innrásina ekki gerða undir formerkjum alþjóðasamfélagsins heldur væru það tiltekin ríki sem hefðu tekið sér lögregluvald. Fyrir smáþjóð eins og Íslendinga væri mikilvægt að fara að alþjóðalögum og -leikreglum því annars yrði landið leiksoppur stórveldanna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Sjá meira