Vísa skoðun prófessors á bug 23. janúar 2005 00:01 Leiðtogar stjórnarandstöðunnar vísa algerlega á bug þeirri skoðun forseta lagadeildar Háskóla Íslands að oddvitum ríkisstjórnarinnar hafi verið heimilt að styðja innrásina í Írak án samráðs við Alþingi og utanríkismálanefnd. Þeir segja Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson klárlega hafa brotið lög og formaður Vinstri - grænna útilokar ekki að það geti leitt til afsagnar þeirra. Eiríkur Tómasson, forseti lagadeildar HÍ, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hefðu klárlega haft lagalega heimild til taka þá ákvörðun að styðja innrásina í Írak án þess að ræða málið í utanríkismálanefnd áður eða leita samþykkis Alþingis. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, undrast þessi ummæli lagaprófessorsins og segist sjálfur hafa undir höndum gögn sem sýni að ekki hafi verið haft samráð við utanríkismálanefnd. Það sé lögbrot og beri að kalla það því nafni. Valdið komi ekki úr brjóstum Halldórs og Davíðs heldur frá þjóðinni í gegnum þingmeirihlutann sem þeir styðjist við. Steingrímur segir einnig að það liggi fyrir að þeir hafi ekki kannað fyrir fram afstöðu Alþingis eða meirihluta þess. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, er sammála Steingrími og vísar enn fremur til þess sem segir í 21. grein stjórnarskrárinnar. Þar standi klárt og kvitt að ekki sé hægt að setja kvaðir á land nema samþykki Alþingis komi til. Össu spyr hvort hægt sé að hugsa sér meiri kvöð á land sem sé undir forsjá þingsins en þá að leyfa herjum sem eru á leið til innrásar í annað ríki afnot af því. Hann haldi ekki og því finnist honum að minnsta kosti einnar messu virði að skoða hvort aðildin að stríðinu brjóti ekki í bága við stjórnarskrána. Steingrímur segir að hafi þessir menn framið lögbrot þá verði þeir að sæta ábyrgð og vísar til þess að í nágrannaríkjum hafi sambærileg mál leitt til afsagnar ráðherra. Þar á hann við Tamílamálið í dönskum stjórnmálum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar vísa algerlega á bug þeirri skoðun forseta lagadeildar Háskóla Íslands að oddvitum ríkisstjórnarinnar hafi verið heimilt að styðja innrásina í Írak án samráðs við Alþingi og utanríkismálanefnd. Þeir segja Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson klárlega hafa brotið lög og formaður Vinstri - grænna útilokar ekki að það geti leitt til afsagnar þeirra. Eiríkur Tómasson, forseti lagadeildar HÍ, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hefðu klárlega haft lagalega heimild til taka þá ákvörðun að styðja innrásina í Írak án þess að ræða málið í utanríkismálanefnd áður eða leita samþykkis Alþingis. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, undrast þessi ummæli lagaprófessorsins og segist sjálfur hafa undir höndum gögn sem sýni að ekki hafi verið haft samráð við utanríkismálanefnd. Það sé lögbrot og beri að kalla það því nafni. Valdið komi ekki úr brjóstum Halldórs og Davíðs heldur frá þjóðinni í gegnum þingmeirihlutann sem þeir styðjist við. Steingrímur segir einnig að það liggi fyrir að þeir hafi ekki kannað fyrir fram afstöðu Alþingis eða meirihluta þess. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, er sammála Steingrími og vísar enn fremur til þess sem segir í 21. grein stjórnarskrárinnar. Þar standi klárt og kvitt að ekki sé hægt að setja kvaðir á land nema samþykki Alþingis komi til. Össu spyr hvort hægt sé að hugsa sér meiri kvöð á land sem sé undir forsjá þingsins en þá að leyfa herjum sem eru á leið til innrásar í annað ríki afnot af því. Hann haldi ekki og því finnist honum að minnsta kosti einnar messu virði að skoða hvort aðildin að stríðinu brjóti ekki í bága við stjórnarskrána. Steingrímur segir að hafi þessir menn framið lögbrot þá verði þeir að sæta ábyrgð og vísar til þess að í nágrannaríkjum hafi sambærileg mál leitt til afsagnar ráðherra. Þar á hann við Tamílamálið í dönskum stjórnmálum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira