Trassa að tilkynna aukaverkanir 26. janúar 2005 00:01 Íslenskir læknar sinna tilkynningaskyldu sinni varðandi aukaverkanir lyfja ekki sem skyldi, að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur forstjóra Lyfjastofnunar. Aðeins þrjár tilkynningar um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx bárust stofnuninni á árabilinu 2000 - 2004, eða á þeim tíma sem lyfið var á markaði hér, þar af tvær alvarlegar. Rannveig sagði, að Lyfjastofnun hefðu ekki borist neinar tilkynningar um dauðsföll tengda notkun þessara lyfja hér á Íslandi. Hún sagði enn fremur, að auk þessa hefðu aðstandendur tveggja sjúklinga haft samband við Lyfjastofnun vegna gruns um að sjúklingarnir hefðu skaðast alvarlega af notkun lyfsins, annar þeirra jafnvel látist af völdum þess, en það væru einungis vangaveltur eftir að umræðan hefði hafist um aukaverkanir þess. Mikil umræða hefur orðið erlendis um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx, sem tekið var af markaði eftir að þrjár klínískar rannsóknir höfðu sýnt að hætta væri á hættulegum aukaverkunum af notkun þess, þar á meðal hjartaslagi og heilablóðfalli. Sérfæðingar, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu telja, að fjöldi sjúklinga hafi fengið hjartasjúkdóma eða jafnvel látist af völdum þessara aukaverkana. Ljóst er af tölum frá Tryggingastofnun, að notkun lyfsins hefur verið mikil hér á landi á þeim tíma sem það var leyft. "Það skortir á að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk sinni þessari tilkynningaskyldu sinni," sagði Rannveig. "Sumir læknar hringja jafnvel í okkur og velta því fyrir sér hvort um aukaverkanir geti verið að ræða í ákveðnum tilvikum. Þeir eru þá hvattir til að senda tilkynningu, en hún kemur alltof sjaldan." "Vegna þessarar umræðu vil ég benda á að lyfjastofnanir á Evrópska efnahagssvæðinu hafa náið samstarf," sagði Rannveig. "Starfandi er vinnuhópur, lyfjagátarnefnd, á vegum Lyfjastofnunar Evrópu. Hann safnar saman upplýsingum um aukaverkanir lyfja frá öllum löndum og ákveður hvort skoða þurfi einhver þeirra nánar. Nú er til dæmis COX 2 hemla lyfjaflokkurinn í sérstakri skoðun ." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Íslenskir læknar sinna tilkynningaskyldu sinni varðandi aukaverkanir lyfja ekki sem skyldi, að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur forstjóra Lyfjastofnunar. Aðeins þrjár tilkynningar um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx bárust stofnuninni á árabilinu 2000 - 2004, eða á þeim tíma sem lyfið var á markaði hér, þar af tvær alvarlegar. Rannveig sagði, að Lyfjastofnun hefðu ekki borist neinar tilkynningar um dauðsföll tengda notkun þessara lyfja hér á Íslandi. Hún sagði enn fremur, að auk þessa hefðu aðstandendur tveggja sjúklinga haft samband við Lyfjastofnun vegna gruns um að sjúklingarnir hefðu skaðast alvarlega af notkun lyfsins, annar þeirra jafnvel látist af völdum þess, en það væru einungis vangaveltur eftir að umræðan hefði hafist um aukaverkanir þess. Mikil umræða hefur orðið erlendis um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx, sem tekið var af markaði eftir að þrjár klínískar rannsóknir höfðu sýnt að hætta væri á hættulegum aukaverkunum af notkun þess, þar á meðal hjartaslagi og heilablóðfalli. Sérfæðingar, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu telja, að fjöldi sjúklinga hafi fengið hjartasjúkdóma eða jafnvel látist af völdum þessara aukaverkana. Ljóst er af tölum frá Tryggingastofnun, að notkun lyfsins hefur verið mikil hér á landi á þeim tíma sem það var leyft. "Það skortir á að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk sinni þessari tilkynningaskyldu sinni," sagði Rannveig. "Sumir læknar hringja jafnvel í okkur og velta því fyrir sér hvort um aukaverkanir geti verið að ræða í ákveðnum tilvikum. Þeir eru þá hvattir til að senda tilkynningu, en hún kemur alltof sjaldan." "Vegna þessarar umræðu vil ég benda á að lyfjastofnanir á Evrópska efnahagssvæðinu hafa náið samstarf," sagði Rannveig. "Starfandi er vinnuhópur, lyfjagátarnefnd, á vegum Lyfjastofnunar Evrópu. Hann safnar saman upplýsingum um aukaverkanir lyfja frá öllum löndum og ákveður hvort skoða þurfi einhver þeirra nánar. Nú er til dæmis COX 2 hemla lyfjaflokkurinn í sérstakri skoðun ."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira