Verðhækkanir komu á óvart 26. janúar 2005 00:01 Fólk víðs vegar á landsbyggðinni óttast verðhækkanir á raforku vegna breytinga á raforkulögum sem tóku gildi um áramót. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist hafa orðið vör við þetta á fundaherferð flokksins um landið. "Það verður að finna lausn á þessu því að málið hefur komið upp á öllum fundum sem við höfum haldið," segir Drífa. Hún samþykkti lögin í haust en segist hafa haft efasemdir eins og aðrir. "Við gagnrýndum mörg frumvarpið vegna þess að við óttuðumst að það leiddi til verðhækkana en annað var fullyrt. Þess vegna kom þessi niðurstaða í bakið á okkur þingmönnum". Í umræðum á alþingi í nóvember á liðnu ári sagðist Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ekki vilja fullyrði neitt verðbreytingar í kjölfar lagabreytinga. Hún sagði þó að reynsla margra annarra landa væri sú að verðið lækkaði. Ef af hækkun yrði þá yrði hún teljandi í einhverjum hundraðköllum á ári. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslyndaflokksins, segir hins vegar líkur á að húshitunarkostnaður í dreifbýli hækki um 75 prósent og í þéttbýli um 35 prósent. Hækkanirnar verði því mestar hjá þeim sem þegar greiði hæstu rafmagnsreikningana, það er þeirra sem kynda hús sín með rafmagni. Hann nefnir sem dæmi að reikningar fjölskylda á Borðeyri sem greiðir nú um 115.000 krónur í húshitunarkostnað á ári muni hækka um 86.000 krónur og fjölskylda í þéttbýli á Snæfellsnesi greiði nú 200.000 krónur á ári en greiði 270.000 krónur eftir breytingarnar. Sigurjón segir þetta óskiljanlegt í ljósi margtugginnar fullyrðingar iðnaðarráðherra um að ekki verði til neinn kostnaður við breytingarnar. Drífa Hjartardóttir segir að það þurfi að auka niðurgreiðslu á raforku til þeirra sem fara verst út úr breytingunum. Sérstaklega fólks í sveit, garðyrkjubænda og fiskeldis. Hún segir að kostnaður við kerfið sé greinilega meiri nú en áður vegna þess að nú sjái þrír aðilar um verk sem einn sinnti áður. Einn framleiði raforkuna, annar dreifi og sá þriðji selji. "Það segir sig sjálft að þetta hlýtur að leiða til verðhækkunar." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Sjá meira
Fólk víðs vegar á landsbyggðinni óttast verðhækkanir á raforku vegna breytinga á raforkulögum sem tóku gildi um áramót. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist hafa orðið vör við þetta á fundaherferð flokksins um landið. "Það verður að finna lausn á þessu því að málið hefur komið upp á öllum fundum sem við höfum haldið," segir Drífa. Hún samþykkti lögin í haust en segist hafa haft efasemdir eins og aðrir. "Við gagnrýndum mörg frumvarpið vegna þess að við óttuðumst að það leiddi til verðhækkana en annað var fullyrt. Þess vegna kom þessi niðurstaða í bakið á okkur þingmönnum". Í umræðum á alþingi í nóvember á liðnu ári sagðist Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ekki vilja fullyrði neitt verðbreytingar í kjölfar lagabreytinga. Hún sagði þó að reynsla margra annarra landa væri sú að verðið lækkaði. Ef af hækkun yrði þá yrði hún teljandi í einhverjum hundraðköllum á ári. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslyndaflokksins, segir hins vegar líkur á að húshitunarkostnaður í dreifbýli hækki um 75 prósent og í þéttbýli um 35 prósent. Hækkanirnar verði því mestar hjá þeim sem þegar greiði hæstu rafmagnsreikningana, það er þeirra sem kynda hús sín með rafmagni. Hann nefnir sem dæmi að reikningar fjölskylda á Borðeyri sem greiðir nú um 115.000 krónur í húshitunarkostnað á ári muni hækka um 86.000 krónur og fjölskylda í þéttbýli á Snæfellsnesi greiði nú 200.000 krónur á ári en greiði 270.000 krónur eftir breytingarnar. Sigurjón segir þetta óskiljanlegt í ljósi margtugginnar fullyrðingar iðnaðarráðherra um að ekki verði til neinn kostnaður við breytingarnar. Drífa Hjartardóttir segir að það þurfi að auka niðurgreiðslu á raforku til þeirra sem fara verst út úr breytingunum. Sérstaklega fólks í sveit, garðyrkjubænda og fiskeldis. Hún segir að kostnaður við kerfið sé greinilega meiri nú en áður vegna þess að nú sjái þrír aðilar um verk sem einn sinnti áður. Einn framleiði raforkuna, annar dreifi og sá þriðji selji. "Það segir sig sjálft að þetta hlýtur að leiða til verðhækkunar."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Sjá meira