Eru ekki nógu góðir 28. janúar 2005 00:01 Það er morgunljóst að þau markmið sem Viggó Sigurðsson setti fyrir HM í Túnis voru of háleit. Það varð endanlega ljóst í gær þegar Rússar pökkuðu Íslendingum saman í síðari hálfleik og sigruðu með sjö marka mun, 22-29, en staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Þar sem Tékkar unnu Slóvena þá er nokkuð ljóst að liðið kemst ekki áfram í milliriðil og er á leið heim. Rússar voru yfir, 5-0, þegar sjö mínútur voru búnar af leiknum en þá varð að gera hlé í rúmar tíu mínútur þar sem hluti gólfsins var sleipur og stórhættulegur. Þetta hlé kom íslenska liðinu vel því þeir voru mikið grimmari í kjölfarið og áttu stórkostlegan kafla þar sem þeir skoruðu fimm mörk í röð og breyttu stöðunni úr 5-9 í 10-9. Hálfleikstölur voru 12-12 sem var ótrúleg staða þar sem Ísland hafði lent fimm mörkum undir og þar að auki klúðrað fjölda dauðafæra og gert marga tæknifeila. Það var allt of mikill æsingur í strákunum í upphafi síðari hálfleiks. Það átti að keyra yfir Rússa en allur þessi hasar skilaði slæmum skotum og Rússar fengu fjölda dauðafæra sem þeir skoruðu úr. Rússar voru því komnir með fín tök á leiknum snemma í síðari hálfleik og því taki slepptu þeir aldrei heldur bættu þeir við. Íslenska liðið átti engin svör og Rússar unnu mjög verðskuldaðan sigur. Brotalamirnar í leik liðsins sáust greinilega enn á ný gegn Rússum. Varnarleikur liðsins í síðari hálfleik var svipaður og í fyrri leikjum á mótinu – mjög slakur. Það er alveg klárt að íslenska liðið vinnur ekki þjóðir eins og Rússland, Tékkland og Slóveníu á meðan það leikur ekki betri varnarleik. Það er ekki flóknara en það. Stöðugleikinn er heldur enginn og það er áhyggjuefni hversu illa liðinu gengur í upphafi seinni hálfeikja. Þá hrynur varnarleikurinn endanlega sem og markvarslan. Til að bæta gráu ofan á svart þá var Ólafur Stefánsson fjarri sínu besta í gær og fann sig hvorki í skyttustöðu né á miðjunni en hann leikur oftast ekki vel á miðjunni gegn 3/2/1 vörn. Það eru margir ljósir punktar í leik íslenska liðsins á mótinu. Liðið er efnilegt en er einfaldlega ekki nógu gott til þess að etja kappi við þá bestu eins og staðan er í dag. Þess vegna er það á leiðinni heim. Liðið hefur það með sér að það er ungt að árum og getur eingöngu tekið framförum á næstu árum. Efniviðurinn er til staðar og Viggó verður að vera þolinmóður í uppbyggingu liðsins. Þetta mót var ekki gott en liðið mætir til leiks reynslunni ríkari á það næsta. [email protected] Íslenski handboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Sjá meira
Það er morgunljóst að þau markmið sem Viggó Sigurðsson setti fyrir HM í Túnis voru of háleit. Það varð endanlega ljóst í gær þegar Rússar pökkuðu Íslendingum saman í síðari hálfleik og sigruðu með sjö marka mun, 22-29, en staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Þar sem Tékkar unnu Slóvena þá er nokkuð ljóst að liðið kemst ekki áfram í milliriðil og er á leið heim. Rússar voru yfir, 5-0, þegar sjö mínútur voru búnar af leiknum en þá varð að gera hlé í rúmar tíu mínútur þar sem hluti gólfsins var sleipur og stórhættulegur. Þetta hlé kom íslenska liðinu vel því þeir voru mikið grimmari í kjölfarið og áttu stórkostlegan kafla þar sem þeir skoruðu fimm mörk í röð og breyttu stöðunni úr 5-9 í 10-9. Hálfleikstölur voru 12-12 sem var ótrúleg staða þar sem Ísland hafði lent fimm mörkum undir og þar að auki klúðrað fjölda dauðafæra og gert marga tæknifeila. Það var allt of mikill æsingur í strákunum í upphafi síðari hálfleiks. Það átti að keyra yfir Rússa en allur þessi hasar skilaði slæmum skotum og Rússar fengu fjölda dauðafæra sem þeir skoruðu úr. Rússar voru því komnir með fín tök á leiknum snemma í síðari hálfleik og því taki slepptu þeir aldrei heldur bættu þeir við. Íslenska liðið átti engin svör og Rússar unnu mjög verðskuldaðan sigur. Brotalamirnar í leik liðsins sáust greinilega enn á ný gegn Rússum. Varnarleikur liðsins í síðari hálfleik var svipaður og í fyrri leikjum á mótinu – mjög slakur. Það er alveg klárt að íslenska liðið vinnur ekki þjóðir eins og Rússland, Tékkland og Slóveníu á meðan það leikur ekki betri varnarleik. Það er ekki flóknara en það. Stöðugleikinn er heldur enginn og það er áhyggjuefni hversu illa liðinu gengur í upphafi seinni hálfeikja. Þá hrynur varnarleikurinn endanlega sem og markvarslan. Til að bæta gráu ofan á svart þá var Ólafur Stefánsson fjarri sínu besta í gær og fann sig hvorki í skyttustöðu né á miðjunni en hann leikur oftast ekki vel á miðjunni gegn 3/2/1 vörn. Það eru margir ljósir punktar í leik íslenska liðsins á mótinu. Liðið er efnilegt en er einfaldlega ekki nógu gott til þess að etja kappi við þá bestu eins og staðan er í dag. Þess vegna er það á leiðinni heim. Liðið hefur það með sér að það er ungt að árum og getur eingöngu tekið framförum á næstu árum. Efniviðurinn er til staðar og Viggó verður að vera þolinmóður í uppbyggingu liðsins. Þetta mót var ekki gott en liðið mætir til leiks reynslunni ríkari á það næsta. [email protected]
Íslenski handboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti