Eins og minkar í hænsnabúi 29. janúar 2005 00:01 Heitar umræður urðu um átök í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi, á fundi Landssambands framsóknarkvenna í gær. Á aðalfundi Freyju í liðinni viku gengu 43 konur í félagið og felldu Unu Maríu Óskarsdóttur, varaformann félagsins, úr stjórninni. Una er einnig formaður Landssambands framsóknarkvenna og fyrrverandi aðstoðarmaður Sivjar Friðleifsdóttur í umhverfisráðuneytinu. Talað hefur verið um hallarbyltingu í félaginu og látið liggja að því að tilgangur með henni sé að koma Páli Magnússyni, aðstoðarmanni Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra og bróður Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, að sem oddvita framsóknarmanna í bæjarstjórn Kópavogs. Á fundinn á Hótel Borg mættu allar þingkonur flokksins og um þrjátíu konur í allt en engin þeirra kvenna sem gengu í Freyju í vikunni. Þungt hljóð var í mörgum og þótti sumum sem Freyja hefði verið hertekin af bandamönnum Páls og Árna. Með innkomu kvennanna fjölgaði stuðningsmönnum bræðranna verulega. Konurnar skráðu sig í félagið sama dag og fundurinn fór fram með aðstoð Aðalheiðar Sigursveinsdóttur, konu Páls, og á meðal þeirra var Edda Björg Hákonardóttir, eiginkona Árna Magnússonar. Viðmælandi blaðsins úr röðum framsóknarkvenna, sem vildi ekki láta nafn síns getið, sagði að framkoma kvennanna á fundinum gæti hafa verið lögleg en sé örugglega siðlaus. Fundurinn hefur verið kærður til laganefndar Framsóknarflokksins sem fjallar um málið í næstu viku. Á fundinum í gær var rætt um að óheppilegt hafi verið að Páll og Árni Magnússynir stæðu svo nærri byltingu innan kvenfélags í flokknum, það væri eins og að hleypa minkum inn í hænsnabú. "Það er óviðunandi að karlmenn séu komnir með hendurnar inn í kvenfélögin," sagði viðmælandi blaðsins. Siv Friðleifsdóttur sagði á heimasíðunni í gær að flokksmönnum misbjóði að ítrekað skuli stofnað til ófriðar í flokknum. Bryndís Bjarnason, jafnréttisfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að Landssambandið ætli að berjast fyrir því á komandi flokksþingi Framsóknarflokksins að í lög flokksins verði sett ákvæði um að í forystu flokksins verði konur aldrei færri en fjörutíu prósent fulltrúa. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Sjá meira
Heitar umræður urðu um átök í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi, á fundi Landssambands framsóknarkvenna í gær. Á aðalfundi Freyju í liðinni viku gengu 43 konur í félagið og felldu Unu Maríu Óskarsdóttur, varaformann félagsins, úr stjórninni. Una er einnig formaður Landssambands framsóknarkvenna og fyrrverandi aðstoðarmaður Sivjar Friðleifsdóttur í umhverfisráðuneytinu. Talað hefur verið um hallarbyltingu í félaginu og látið liggja að því að tilgangur með henni sé að koma Páli Magnússyni, aðstoðarmanni Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra og bróður Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, að sem oddvita framsóknarmanna í bæjarstjórn Kópavogs. Á fundinn á Hótel Borg mættu allar þingkonur flokksins og um þrjátíu konur í allt en engin þeirra kvenna sem gengu í Freyju í vikunni. Þungt hljóð var í mörgum og þótti sumum sem Freyja hefði verið hertekin af bandamönnum Páls og Árna. Með innkomu kvennanna fjölgaði stuðningsmönnum bræðranna verulega. Konurnar skráðu sig í félagið sama dag og fundurinn fór fram með aðstoð Aðalheiðar Sigursveinsdóttur, konu Páls, og á meðal þeirra var Edda Björg Hákonardóttir, eiginkona Árna Magnússonar. Viðmælandi blaðsins úr röðum framsóknarkvenna, sem vildi ekki láta nafn síns getið, sagði að framkoma kvennanna á fundinum gæti hafa verið lögleg en sé örugglega siðlaus. Fundurinn hefur verið kærður til laganefndar Framsóknarflokksins sem fjallar um málið í næstu viku. Á fundinum í gær var rætt um að óheppilegt hafi verið að Páll og Árni Magnússynir stæðu svo nærri byltingu innan kvenfélags í flokknum, það væri eins og að hleypa minkum inn í hænsnabú. "Það er óviðunandi að karlmenn séu komnir með hendurnar inn í kvenfélögin," sagði viðmælandi blaðsins. Siv Friðleifsdóttur sagði á heimasíðunni í gær að flokksmönnum misbjóði að ítrekað skuli stofnað til ófriðar í flokknum. Bryndís Bjarnason, jafnréttisfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að Landssambandið ætli að berjast fyrir því á komandi flokksþingi Framsóknarflokksins að í lög flokksins verði sett ákvæði um að í forystu flokksins verði konur aldrei færri en fjörutíu prósent fulltrúa.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Sjá meira