Um sextíu prósent kosningaþátttaka 30. janúar 2005 00:01 Yfirmenn kjörstjórna í Írak telja að um 60 prósent Íraka, eða um átta milljónir manna, hafi mætt á kjörstaði í gær í fyrstu lýðræðislegu kosningunum í landinu í 50 ár. Meira en 200 stjórnmálaflokkar voru í framboði. Lokið verður við að telja atkvæðin eftir þrjá til fjóra daga. Eins og búist hafði verið við létu uppreisnarmenn til sín taka og létust að minnsta kosti 44 í sprengingum í Bagdad og víðar. Þar af voru níu uppreisnarmenn. Þá fórst bresk herflutningavél af gerðinni Hercules C-130 rétt norðan við Bagdad um miðjan dag. Í gærkvöld var ekki ljóst hvort vélin hafði verið skotin niður. Kosningasérfræðingar eru almennt sammála um að 60 prósenta kosningaþátttaka sé framar vonum. Carlos Valenzuela, kosningaráðgjafi á vegum Sameinuðu þjóðanna, vildi ekki staðfesta töluna. Hann sagði að þátttakan hefði verið mjög góð á sumum svæðum en nánast engin á öðrum. Mikill munur var á kosningaþátttöku milli sjía-múslíma og kúrda annars vegar og súnní-múslíma hins vegar. Í suðurhluta landsins þar sem meirihluti íbúanna er sjía-múslímar var kosningaþátttakan mjög góð sem og hjá kúrdum í norðurhlutanum. Á svæðum í miðhluta landsins þar sem súnní-múslímar eru í meirihluta var kjörsókn afar lítil. Kjörstaðir í borgunum Falluja, Ramadi og Beiji voru tómir. Fólk hætti ekki á að mæta vegna hótana uppreisnarmanna súnní-múslíma um árásir. Þó að sérfræðingar séu sammála um að 60 prósenta kosningaþátttaka sé mjög góð hafa þeir einnig lýst áhyggjum yfir lítilli þátttöku súnní-múslíma. Ef í ljós komi að stjórnmálaflokkar súnní-múslíma fái lítið sem ekkert fylgi verði ljóst að þingið muni ekki endurspegla þjóðina og það geti orðið til þess að þjóðin hreinlega klofni. Þróunin næstu mánaða mun sýna hvort markmið George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, um að koma á lýðræði í Mið-Austurlöndum náist. Í dag eru 150 þúsund bandarískir hermenn í Írak og síðan innrásin var gerð í mars árið 2003 hafa meira en 1.400 hermenn látist. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Yfirmenn kjörstjórna í Írak telja að um 60 prósent Íraka, eða um átta milljónir manna, hafi mætt á kjörstaði í gær í fyrstu lýðræðislegu kosningunum í landinu í 50 ár. Meira en 200 stjórnmálaflokkar voru í framboði. Lokið verður við að telja atkvæðin eftir þrjá til fjóra daga. Eins og búist hafði verið við létu uppreisnarmenn til sín taka og létust að minnsta kosti 44 í sprengingum í Bagdad og víðar. Þar af voru níu uppreisnarmenn. Þá fórst bresk herflutningavél af gerðinni Hercules C-130 rétt norðan við Bagdad um miðjan dag. Í gærkvöld var ekki ljóst hvort vélin hafði verið skotin niður. Kosningasérfræðingar eru almennt sammála um að 60 prósenta kosningaþátttaka sé framar vonum. Carlos Valenzuela, kosningaráðgjafi á vegum Sameinuðu þjóðanna, vildi ekki staðfesta töluna. Hann sagði að þátttakan hefði verið mjög góð á sumum svæðum en nánast engin á öðrum. Mikill munur var á kosningaþátttöku milli sjía-múslíma og kúrda annars vegar og súnní-múslíma hins vegar. Í suðurhluta landsins þar sem meirihluti íbúanna er sjía-múslímar var kosningaþátttakan mjög góð sem og hjá kúrdum í norðurhlutanum. Á svæðum í miðhluta landsins þar sem súnní-múslímar eru í meirihluta var kjörsókn afar lítil. Kjörstaðir í borgunum Falluja, Ramadi og Beiji voru tómir. Fólk hætti ekki á að mæta vegna hótana uppreisnarmanna súnní-múslíma um árásir. Þó að sérfræðingar séu sammála um að 60 prósenta kosningaþátttaka sé mjög góð hafa þeir einnig lýst áhyggjum yfir lítilli þátttöku súnní-múslíma. Ef í ljós komi að stjórnmálaflokkar súnní-múslíma fái lítið sem ekkert fylgi verði ljóst að þingið muni ekki endurspegla þjóðina og það geti orðið til þess að þjóðin hreinlega klofni. Þróunin næstu mánaða mun sýna hvort markmið George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, um að koma á lýðræði í Mið-Austurlöndum náist. Í dag eru 150 þúsund bandarískir hermenn í Írak og síðan innrásin var gerð í mars árið 2003 hafa meira en 1.400 hermenn látist.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira