Óskar eftir uppgjöri í framsókn 1. febrúar 2005 00:01 Vaxandi óánægja er innan Framsóknarflokksins með framgöngu formannsins, Halldórs Ásgrímssonar, í þeim málum er ríkisstjórnin hefur tekist á hendur. Sömu framsóknarmenn eru að sama skapi ósáttir við vinnubrögð þeirra sem næst standa Halldóri innan flokksins og má nefna þar bræðurna Árna og Pál Magnússyni og Björn Inga Hrafnsson. "Valdabrölt í klíkunni innan flokksins er fyrir neðan allar hellur," segir Sveinn Bernódusson, formaður Félags framsóknarmanna í Bolungarvík. Viðmælendur blaðsins, sem ekki vildu láta nafns síns getið, lýstu vinnubrögðum bræðranna í tengslum við Freyjuna, félag framsóknarkvenna í Kópavogi, á dögunum á þann hátt að bræðurnir litu á Framsóknarflokkinn sem hlutafélag og þeir stefndu á yfirtöku á öllum hlutum þess. "Mikið af fólkinu sem hefur sig lítið í frammi í flokknum er mjög óánægt," segir Sveinn. "Framsóknarflokkurinn hefur farið út af brautinni og má nefna Íraksmálið því til stuðnings." Viðmælendur blaðsins sögðu að skýrar línur væru milli fylkinganna tveggja innan flokksins og að átök þeirra á milli myndu aukast eftir því sem nær dragi flokksþinginu. "Ég vona að þetta leiði til uppgjörs þannig að menn geti farið að byrja upp á nýtt. Ég vonast til þess að tekist verði á um það á flokksþingi hvað menn ætla sér með flokkinn. Það er þá hægt að gefa þeim kost á því sem ekki eru sáttir að fara bara ef þeir ætla að halda þessu áfram," segir Sveinn. "Ég held að það sé býsna rétt sem Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður, sagði í Silfri Egils, að Davíð Oddsson hafi tekið ákvörðunina um stuðninginn við Íraksstríðið og Halldór hafi stutt hann til að halda friðinn," segir Sveinn. "Ég man ekki eftir því að í stefnuskrá flokksins sé að finna ýmislegt sem flokkurinn stendur nú fyrir, til dæmis sameining lögregluembættanna eða hækkun orkuverðs. Þessi ríkisstjórn hefur gleymt gjörsamlega öllu sem er utan Reykjavíkursvæðisins." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Vaxandi óánægja er innan Framsóknarflokksins með framgöngu formannsins, Halldórs Ásgrímssonar, í þeim málum er ríkisstjórnin hefur tekist á hendur. Sömu framsóknarmenn eru að sama skapi ósáttir við vinnubrögð þeirra sem næst standa Halldóri innan flokksins og má nefna þar bræðurna Árna og Pál Magnússyni og Björn Inga Hrafnsson. "Valdabrölt í klíkunni innan flokksins er fyrir neðan allar hellur," segir Sveinn Bernódusson, formaður Félags framsóknarmanna í Bolungarvík. Viðmælendur blaðsins, sem ekki vildu láta nafns síns getið, lýstu vinnubrögðum bræðranna í tengslum við Freyjuna, félag framsóknarkvenna í Kópavogi, á dögunum á þann hátt að bræðurnir litu á Framsóknarflokkinn sem hlutafélag og þeir stefndu á yfirtöku á öllum hlutum þess. "Mikið af fólkinu sem hefur sig lítið í frammi í flokknum er mjög óánægt," segir Sveinn. "Framsóknarflokkurinn hefur farið út af brautinni og má nefna Íraksmálið því til stuðnings." Viðmælendur blaðsins sögðu að skýrar línur væru milli fylkinganna tveggja innan flokksins og að átök þeirra á milli myndu aukast eftir því sem nær dragi flokksþinginu. "Ég vona að þetta leiði til uppgjörs þannig að menn geti farið að byrja upp á nýtt. Ég vonast til þess að tekist verði á um það á flokksþingi hvað menn ætla sér með flokkinn. Það er þá hægt að gefa þeim kost á því sem ekki eru sáttir að fara bara ef þeir ætla að halda þessu áfram," segir Sveinn. "Ég held að það sé býsna rétt sem Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður, sagði í Silfri Egils, að Davíð Oddsson hafi tekið ákvörðunina um stuðninginn við Íraksstríðið og Halldór hafi stutt hann til að halda friðinn," segir Sveinn. "Ég man ekki eftir því að í stefnuskrá flokksins sé að finna ýmislegt sem flokkurinn stendur nú fyrir, til dæmis sameining lögregluembættanna eða hækkun orkuverðs. Þessi ríkisstjórn hefur gleymt gjörsamlega öllu sem er utan Reykjavíkursvæðisins."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira