Segjast ekki sitja á frumvörpum 6. febrúar 2005 00:01 Sjálfstæðismenn hafa frestað því að afgreiða þrjú frumvörp Valgerðar Sverrisdóttir um samkeppnismál frá því í nóvember en langt er frá því að hinn stjórnarflokkurinn afgreiddi málið. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sína menn ekki sitja á frumvörpunum heldur sé þetta dæmi um vönduð vinnubrögð. Í frumvörpunum felast fyrst og fremst skipulagsbreytingar, meðal annars verður sett ráðherraskipuð stjórn yfir nýja stofnun sem á að heita Samkeppniseftirlitið. Stjórnin ræður forstjóra og tekur ákvarðanir um öll meiri háttar mál sem ráðiðst verður í að rannsaka. Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingflokkurinn hafi fengið frumvörpin þrjú til umfjöllunar fyrir áramót og hafi þá skoðað þau. Þingflokkurinn hafi dregið að sér upplýsingar en síðan hafi komið jólaleyfi og þingmenn hafi farið um landið og haldið fundi. Frumvörpin stiji ekki föst í þingflokknum heldur sé hann að fara yfir efni þeirra. Einar segir þingflokkinn hafa fundað nokkrum sinnum um málið síðari hluta janúarmánaðar og að hann muni ljúka efnislegri umfjöllun mjög fljótlega. Ekki sé neitt óeðlilegt við það. Spurður hvort málið sé umdeilt innan þingflokksins segir Einar að hann vilji ekki nota orðið umdeilt en hins vegar séu atriði í frumvörpunum sem sjálfstæðismenn vilji kunna mjög vel skil á og fara mjög vel ofan í og það sé til marks um vönduð vinnubrögð af hálfu þingflokksins að hann reyni að fara efnislega ofan í álitamál. Um sé að ræða stórmál þar sem fjallað sé um framtíðarskipan samkeppnismála og þingflokkurinn vilji vanda sig og vinna málin efnislega. Eina stóra breytingin á heimildum samkeppnisyfirvalda í lögunum er heimild til að skipta upp fyrirtækjum sem hafa markaðsráðandi stöðu. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 hefur þessi breyting staðið í einhverjum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Einar segir að hann vilji ekki tjá sig um efnisatriði þess frumvarps þar sem ekki sé búið að ljúka efnislegri umfjöllun um það en það verði fljótlega. Hann segir enn fremur að breytingin sé eitt af þeim málum sem þingflokkurinn fari ofan í og hann muni einfaldlega ljúka þeirri efnislegu umfjöllun. En breytingin á ekki langt að sækja upprunann. Að minnsta kosti rímar hún mjög vel við yfirlýsingar Davíðs Oddssonar sem var forsætisráðherra þegar hringamyndunarnefndin hóf störf. Hann sagði á Viðskiptaþingi í mars í fyrra að lög gegn hringamyndun sem viðskiptaráðherra og nefnd á hans vegum væru að vinna að væri hið besta mál fyrir almenna neytendur í landinu. Það væri afar þýðingarmikið að tryggja með svipuðum hætti og önnur lönd að enginn aðili gæti fengið markaðsráðandi stöðu eins og sums staðar gerðist því henni væri alltaf misbeitt gegn neytandanum, það væru engin dæmi um annað. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Sjálfstæðismenn hafa frestað því að afgreiða þrjú frumvörp Valgerðar Sverrisdóttir um samkeppnismál frá því í nóvember en langt er frá því að hinn stjórnarflokkurinn afgreiddi málið. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sína menn ekki sitja á frumvörpunum heldur sé þetta dæmi um vönduð vinnubrögð. Í frumvörpunum felast fyrst og fremst skipulagsbreytingar, meðal annars verður sett ráðherraskipuð stjórn yfir nýja stofnun sem á að heita Samkeppniseftirlitið. Stjórnin ræður forstjóra og tekur ákvarðanir um öll meiri háttar mál sem ráðiðst verður í að rannsaka. Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingflokkurinn hafi fengið frumvörpin þrjú til umfjöllunar fyrir áramót og hafi þá skoðað þau. Þingflokkurinn hafi dregið að sér upplýsingar en síðan hafi komið jólaleyfi og þingmenn hafi farið um landið og haldið fundi. Frumvörpin stiji ekki föst í þingflokknum heldur sé hann að fara yfir efni þeirra. Einar segir þingflokkinn hafa fundað nokkrum sinnum um málið síðari hluta janúarmánaðar og að hann muni ljúka efnislegri umfjöllun mjög fljótlega. Ekki sé neitt óeðlilegt við það. Spurður hvort málið sé umdeilt innan þingflokksins segir Einar að hann vilji ekki nota orðið umdeilt en hins vegar séu atriði í frumvörpunum sem sjálfstæðismenn vilji kunna mjög vel skil á og fara mjög vel ofan í og það sé til marks um vönduð vinnubrögð af hálfu þingflokksins að hann reyni að fara efnislega ofan í álitamál. Um sé að ræða stórmál þar sem fjallað sé um framtíðarskipan samkeppnismála og þingflokkurinn vilji vanda sig og vinna málin efnislega. Eina stóra breytingin á heimildum samkeppnisyfirvalda í lögunum er heimild til að skipta upp fyrirtækjum sem hafa markaðsráðandi stöðu. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 hefur þessi breyting staðið í einhverjum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Einar segir að hann vilji ekki tjá sig um efnisatriði þess frumvarps þar sem ekki sé búið að ljúka efnislegri umfjöllun um það en það verði fljótlega. Hann segir enn fremur að breytingin sé eitt af þeim málum sem þingflokkurinn fari ofan í og hann muni einfaldlega ljúka þeirri efnislegu umfjöllun. En breytingin á ekki langt að sækja upprunann. Að minnsta kosti rímar hún mjög vel við yfirlýsingar Davíðs Oddssonar sem var forsætisráðherra þegar hringamyndunarnefndin hóf störf. Hann sagði á Viðskiptaþingi í mars í fyrra að lög gegn hringamyndun sem viðskiptaráðherra og nefnd á hans vegum væru að vinna að væri hið besta mál fyrir almenna neytendur í landinu. Það væri afar þýðingarmikið að tryggja með svipuðum hætti og önnur lönd að enginn aðili gæti fengið markaðsráðandi stöðu eins og sums staðar gerðist því henni væri alltaf misbeitt gegn neytandanum, það væru engin dæmi um annað.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira