Skutu Bretum ref fyrir rass 10. febrúar 2005 00:01 Yfirmaður breska fjárfestingafélagsins Wise Speke segir að íslensku víkingarnir hafi skotið breskum fjármálasérfræðingum ref fyrir rass með því að sjá rakið viðskiptatækifæri í breska viðskiptaheiminum, sem þeir bresku sáu ekki. Þetta segir Anthony Platts í viðtali við Guardian í morgun í tilefni þess að Baugur Group gerði í gær óformlegt yfirtökutilboð í verslunarkeðjuna Somerfield. Að sögn Guardian hljóðar tilboð Baugs upp á einn milljarð punda eða um 118 milljarða íslenskra króna. Tilboðið er háð því að Baugur fái fyrst að skoða og fara yfir bókhald Somerfield og eiga fund með yfirmönnum lífeyrismála keðjunnar. Að sögn sérfræðinga úr fjármálalífi Bretlands er talið líklegt að Baugur hyggist sameina Somerfield og Iceland ef af kaupunum verður en þar liggur hundurinn grafinn, að mati Anthonys Platts. Hann segir að sölutölur og sérstaklega staða eftirlaunasjóðs Somerfield hafi dregið úr áhuga breskra fjárfesta á fyrirtækinu en með því að sameina fyrirtækið fyrirtækinu Iceland, sem Baugur á líka, séu þau vandamál úr sögunni. Somerfield er fimmta stærsta keðja matvöruverslana í Bretlandi. Ef kaupin verða að veruleika mun Baugur reka um 2400 verslanir í Bretlandi og hafa á sínum snærum fimmtíu þúsund starfsmenn í landinu. Hlutabréf í Somerfield hækkuðu um 14 prósent í gær eftir að fregnir bárust af tilboði Baugs. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Yfirmaður breska fjárfestingafélagsins Wise Speke segir að íslensku víkingarnir hafi skotið breskum fjármálasérfræðingum ref fyrir rass með því að sjá rakið viðskiptatækifæri í breska viðskiptaheiminum, sem þeir bresku sáu ekki. Þetta segir Anthony Platts í viðtali við Guardian í morgun í tilefni þess að Baugur Group gerði í gær óformlegt yfirtökutilboð í verslunarkeðjuna Somerfield. Að sögn Guardian hljóðar tilboð Baugs upp á einn milljarð punda eða um 118 milljarða íslenskra króna. Tilboðið er háð því að Baugur fái fyrst að skoða og fara yfir bókhald Somerfield og eiga fund með yfirmönnum lífeyrismála keðjunnar. Að sögn sérfræðinga úr fjármálalífi Bretlands er talið líklegt að Baugur hyggist sameina Somerfield og Iceland ef af kaupunum verður en þar liggur hundurinn grafinn, að mati Anthonys Platts. Hann segir að sölutölur og sérstaklega staða eftirlaunasjóðs Somerfield hafi dregið úr áhuga breskra fjárfesta á fyrirtækinu en með því að sameina fyrirtækið fyrirtækinu Iceland, sem Baugur á líka, séu þau vandamál úr sögunni. Somerfield er fimmta stærsta keðja matvöruverslana í Bretlandi. Ef kaupin verða að veruleika mun Baugur reka um 2400 verslanir í Bretlandi og hafa á sínum snærum fimmtíu þúsund starfsmenn í landinu. Hlutabréf í Somerfield hækkuðu um 14 prósent í gær eftir að fregnir bárust af tilboði Baugs.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira