Deilt um áhrif krónu á efnahagslíf 10. febrúar 2005 00:01 Verðbólgan hefur rofið efri þolmörk peningastefnu Seðlabankans sem eru fjögur prósent. Miðað við verðbreytingar síðustu tólf mánaða telst verðbólgan nú vera 4,5 prósent. Deilt var um hátt gengi krónunnar og áhrif þess á efnahagslífið á Alþingi í dag. Verði verðbólgan hærri en fjögur prósent þarf Seðlabankinn að bregðast við með ákveðnum hætti samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu bankans og ríkisstjórnarinnar frá því í mars 2001. Þá þarf bankinn að senda greinargerð til ríkisstjórnarinnar um ástæður þessa og með hvaða hætti brugðist verði við. Sú greinargerð verður gerð opinber þegar hún liggur fyrir. Rætt var um stöðu útflutnings- og samkeppnisgreina í utandagskrárumræðu að kröfu vinstri - grænna á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- grænna, sagðist hafa áhyggjur af þeirri harkalegu lendingu sem ætti eftir að verða í efnahagslífi þjóðarinnar vegna of hás gengis krónunnar nú. Hann vitnaði í greiningardeild Íslandsbanka frá 3. febrúar sem telur að verðbólgan geti farið upp í átta prósent strax á næsta ári í kjölfar yfirskots á gjaldeyrismarkaði. Gengi krónunnar sé langt yfir því gengi sem tryggi innra og ytra jafnvægi þjóðarbúsins. Steingrímur sagði að menn hefðu miklar áhyggjur af því hvernig sú harkalega lending, sem einhvern tíma yrði, yrði og hvort um algjöra brotlendingu yrði að ræða eða hvort menn slyppu með sviðna hjólbarða. Steingrímur sagði enn fremur ljóst að á meðan gengi krónunnar væri svo hátt horfði fólk fram á uppsagnir í útflutningsgreinum og störf í iðnaði hyrfu úr landi og þar á bæ sæju menn ekki annað áframhaldandi erfiðleika og gjaldþrot. Forsætisráðherra sagði að verðbólgan væri tímabundið ástand og efnahagslífið myndi standast þessa þolraun. Meginverkefni stjórnvalda á næstu árum væri að tryggja áframhaldandi stöðugleika og skapa atvinnulífinu þá rekstarumgjörð sem það þyrfti á að halda og auka kaupmátt heimilanna. Þetta væri að gerast og stöðugleikinn skipti í þessu samhengi mestu máli. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Verðbólgan hefur rofið efri þolmörk peningastefnu Seðlabankans sem eru fjögur prósent. Miðað við verðbreytingar síðustu tólf mánaða telst verðbólgan nú vera 4,5 prósent. Deilt var um hátt gengi krónunnar og áhrif þess á efnahagslífið á Alþingi í dag. Verði verðbólgan hærri en fjögur prósent þarf Seðlabankinn að bregðast við með ákveðnum hætti samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu bankans og ríkisstjórnarinnar frá því í mars 2001. Þá þarf bankinn að senda greinargerð til ríkisstjórnarinnar um ástæður þessa og með hvaða hætti brugðist verði við. Sú greinargerð verður gerð opinber þegar hún liggur fyrir. Rætt var um stöðu útflutnings- og samkeppnisgreina í utandagskrárumræðu að kröfu vinstri - grænna á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- grænna, sagðist hafa áhyggjur af þeirri harkalegu lendingu sem ætti eftir að verða í efnahagslífi þjóðarinnar vegna of hás gengis krónunnar nú. Hann vitnaði í greiningardeild Íslandsbanka frá 3. febrúar sem telur að verðbólgan geti farið upp í átta prósent strax á næsta ári í kjölfar yfirskots á gjaldeyrismarkaði. Gengi krónunnar sé langt yfir því gengi sem tryggi innra og ytra jafnvægi þjóðarbúsins. Steingrímur sagði að menn hefðu miklar áhyggjur af því hvernig sú harkalega lending, sem einhvern tíma yrði, yrði og hvort um algjöra brotlendingu yrði að ræða eða hvort menn slyppu með sviðna hjólbarða. Steingrímur sagði enn fremur ljóst að á meðan gengi krónunnar væri svo hátt horfði fólk fram á uppsagnir í útflutningsgreinum og störf í iðnaði hyrfu úr landi og þar á bæ sæju menn ekki annað áframhaldandi erfiðleika og gjaldþrot. Forsætisráðherra sagði að verðbólgan væri tímabundið ástand og efnahagslífið myndi standast þessa þolraun. Meginverkefni stjórnvalda á næstu árum væri að tryggja áframhaldandi stöðugleika og skapa atvinnulífinu þá rekstarumgjörð sem það þyrfti á að halda og auka kaupmátt heimilanna. Þetta væri að gerast og stöðugleikinn skipti í þessu samhengi mestu máli.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira