Matur

Nýr og girnilegur matseðill

"Við verðum með sérstakt tilboð í gangi út mánuðinn," segir Ólafur Þorgeirsson veitingastjóri á veitingastaðnum Carpe Diem. Matseðill veitingastaðsins hljóðar upp á þrjá rétti með fordrykk og öllu á aðeins 3900 krónur.

Ólafur segir Íslendinga vera að komast í gang aftur eftir daufan tíma. "Það var rólegt í janúar en nú erum við að sjá mikla aukningu. Þessi matseðill sem við keyrum nú á er alveg nýr en auk þess erum við með a la carte seðilinn," segir Ólafur og bætir við að hann búist við miklum fjölda gesta um helgina.

"Það er mikið að gerast í veitingabransanum þessa dagana út af Food&Fun hátíðinni og við á litlu stöðunum verðum að taka þátt með því að gera eitthvað líka."

Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.