Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. maí 2025 07:34 Haukur er tvímælalaust á því að námið hafi mótað hann fyrir lífstíð – á jákvæðan hátt. Samsett Það var ekki draumurinn um herþjálfun sem dró Hauk Davíðsson, ungan körfuboltamann frá Hveragerði, yfir hafið til Bandaríkjanna. Hann vissi lítið hvers væri að vænta. Hann var einfaldlega að elta drauminn sinn – drauminn um að spila körfubolta og mennta sig í leiðinni. En reynslan reyndist meiri, dýpri og mótandi á annan hátt en hann hefði getað ímyndað sér. „Ég átti aldrei von á því að enda á þessum stað. Herskóli í Bandaríkjunum var alls ekki eitthvað sem ég stefndi á. En stundum þarf maður bara að hoppa af bjarginu og vona það besta,“ segir Haukur í samtali við Vísi. Leist ekki á blikuna í fyrstu Haukur ólst upp í Hveragerði, yngstur í systkinahópnum, og byrjaði að spila körfubolta aðeins sex ára gamall. „Ég spilaði með öllum yngri landsliðum í körfubolta. Ég spilaði líka með Hamri þegar liðið komst í úrvalsdeild eftir tólf ára fjarveru,“ segir Haukur en hann útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suðurlands um vorið 2023. Systir hans ruddi veginn til Bandaríkjanna á sínum tíma þegar hún fór út í háskólanám á íþróttastyrk. Hún var fyrirmynd hans, og löngunin til að feta í fótspor hennar var sterk. Um vorið 2023 hafði Soccer and Education USA, íslenskt fyrirtæki sem aðstoðar íþróttamenn við að komast í nám vestanhafs, samband við hann. Þau höfðu fundið skóla sem var tilbúinn að bjóða honum styrk. New Mexico Military Institute. „Þau sögðu mér að þetta væri junior college – ég var ekki viss um hvað ég ætti að halda. Svo bættu þau við að þetta væri herskóli – og þá hugsaði ég bara strax: „Nei.“ En svo fór ég hugsa þetta betur og melta þetta.“ Hann ákvað að kýla á það og skrifaði undir samning til eins árs. „Ég hugsaði með mér: „Í versta falli verð ég bara í eitt ár og fer svo heim.“ Ég vissi í raun lítið um skólann áður en ég fór út. Ég skoðaði heimasíðuna hjá skólanum og sá myndir af nemendum í búningum og byggingu sem minnti hálfpartinn á fangelsi.“ Geimverur og kúrekar Skólinn sem Haukur er í er staðsettur í Roswell í New Mexico – bæ sem flestir tengja frekar við geimverur en akademískt nám. Roswell er ekki Reykjavík. Í bæ sem minnir á villta vestrið þarf að aðlaga sig að nýjum veruleika – og nýjum reglum. Samkvæmt sögusögnum hrapaði fljúgandi furðuhlutur nálægt bænum árið 1947 og síðan þá hefur Roswell verið vinsæll áfangastaður fyrir áhugafólk um geimverur og UFO-menningu. „En þegar ég segi að það sé ekkert hérna, þá meina ég - ekkert. Þetta er fimmtíu þúsund manna borg í miðri eyðimörk. Það eru kúrekahattar og pikköppar út um allt, og fólk sem segir við mann að geimverur hafi tekið vini þeirra,“ segir Haukur hlæjandi, en undir yfirborðinu býr dýpri innsýn. „Ég hafði bara séð bandaríska menningu í gegnum fréttir frá New York og Los Angeles. Þetta er annað. Í Los Angeles og á norðausturströndinni, í New York, þar er fólk almennt mjög frjálslynt, lítið um rasisma og þess háttar. En maður hefur séð það að hérna í „villta vestrinu“ er allt önnur menning. Þannig að það var alveg smá menningarsjokk að koma hingað.“ Rottur í þjálfun New Mexico Military Institute á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1891. Skólinn tekur við nemendum bæði fyrir menntaskólastig (high school) og tveggja ára háskólastig (junior college) og býður upp á tveggja ára nám eftir menntaskóla, oft nefnt „associate degree.“ Allir nemendur ganga um í einkennisbúningum, fylgja reglum um agað líferni og taka þátt í skipulögðum hernaðaræfingum. Margir útskrifaðir nemendur fara seinna meir í aðra herskóla eða inn í bandaríska herinn. Á fyrstu önninni í skólanum eru nýnemar kallaðir „rats“ eða rottur, og eru rakaðir sköllóttir fyrsta skóladaginn. Sem var að sögn Hauks dálítið auðmýkjandi upplifun. Skiljanlega. „Það var sagt við okkur: „Þið eruð allir rottur núna, en þið munuð rísa saman upp úr því.“ Og það var eitthvað mjög satt við það – þetta myndaði samstöðu á milli okkar. Við tengdumst í gegnum þessa sameiginlegu reynslu. Við komum frá mismunandi umhverfi með mismunandi bakgrunn en við vorum allir að ganga í gegnum það sama, við vorum allir „rats.“ Þegar þú ert rotta þá ferðu í það sem er kallað recruit training og þú ert með öðruvísi húfu, rauða húfu og þú skerð þig úr frá eldri nemendum. Fyrstu tvær vikurnar er ekkert bóklegt nám. Það er verið að gera þig tilbúinn fyrir að vera í skólanum. Það eru allskonar reglur fyrir rotturnar, þú þarft að ganga á ákveðinn hátt og ef þú til dæmis labbar á grasi þarftu að gera armbeygjur. Þú mátt ekki stytta þér leið.“ Að sögn Hauks er það umgjörðin sem gerir námið í skólanum frábrugðið hefðbundu námi. „Það eru margir sem virðast að halda að af því að ég er í herskóla þá sé planið hjá mér að skrá mig í herinn. Ég hef oft þurft að leiðrétta þann misskilning. Ein algengasta spurningin sem ég hef fengið er hvort ég fái skotþjálfun, og hvort ég læri að höndla byssur. Í skólanum ertu ekki í „alvöru“ herþjálfun, heldur færðu meira svona snefilinn af því. Við fáum ekki bardagaþjálfun eða skotþjálfun eða neitt slíkt. Eftir þjálfunina á fyrstu önn þá verður þetta svona svipað eins og að búa á herstöð. Þetta er auðvitað allt annað en það sem maður hefur vanist úr íslenska skólakerfinu. Miklu harðari kröfur. Og maður þarf að læra inn á kerfið mjög hratt. Í byrjun var ég mikið að efast um hitt og þetta sem ég var látinn gera en ég lærði snemma að hætta því, fylgja rútínunni og gera bara það sem mér var sagt að gera.“ Hárið rakað af fyrsta daginn.Aðsend „Ég var með veikt hugarfar áður en ég fór út“ Fyrsta önnin var erfið. Haukur var að eigin sögn vissulega kappsamur og frambærilegur í körfuboltanum heima á Íslandi áður en hann fór út – en það spilaði líka inn í að samkeppnin var lítil, sérstaklega í litlu samfélagi eins og Hveragerði. „En þarna fyrst eftir að ég kom út þá fékk ég lítið að spila, Ég var með veikt hugarfar, ég viðurkenni það alveg. En það virkar einfaldlega ekki hér. Hér eru átján strákar á æfingu sem allir vilja spila. Þú verður að sýna þig og sanna – og ef þjálfarinn fílar þig ekki, þá er bara næsti maður tekinn inn. Og maður veit alveg að það er mjög auðvelt að skipta manni út fyrir einhvern annan.“ Eftir jólafríið á fyrstu önninni tók hann meðvitaða ákvörðun: „Ég ætlaði að gefa mig allan í þetta, 100 prósent. Þegar ég breytti viðhorfinu fór allt að ganga. Ég fékk hrós frá liðsfélögunum fyrir að hafa breyst og það var olía á eldinn.“ Hann segist hafa þurft að læra að vera agaður og sýna ábyrgð, bæði innan vallar og utan. „Það hvernig þú gerir eitthvað þannig gerirðu allt – þessi setning hefur fest sig í mér. Maður sér það líka; þeir sem eru að mæta seint á æfingar eru þeir sömu og eru seinir varnarlega og klikka á kerfunum.“ Harðar refsingar Dagleg rútína Hauks byrjar klukkan sex að morgni. Þá er ræs og allir vaktir. „Svo er farið yfir herbergið, tékkað á hvort allt sé hreint og hvort það sé búið rétt um rúmið. Þú þarft líka að klæða þig rétt í búninginn. Maður lærði þetta fljótt. Ég var svo hræddur um að lenda upp á kant við einhvern, þannig að ég fór eftir öllu alveg hundrað prósent, alveg frá byrjun. Það eru allir þessir litlu hlutir, af því að, eins og þeir segja hérna; „Ef þú passar upp á litlu krónurnar þá koma þúsundkallarnir.“ Þegar maður er að raða upp þessum smáu sigrum í byrjun dags, sérstaklega í byrjun dags þá verður svo auðvelt að tækla hin verkefnin. Þetta er stökkpallur í að sigra daginn. Allur þessi agi og þetta utanumhald sem ég hef fengið hér í skólanum, þetta er eitthvað sem ég myndi ekki fá neins staðar á Íslandi.“ Síðan er svokallað formation þar sem nemendur stilla sér upp í fylkingu. Því næst er marsérað í morgunmat. „Þetta er eins og að vera í bíómynd – nema þú ert að lifa hana,“ segir Haukur og brosir þegar hann lýsir því hvernig hann, eins og karakter í herbíómynd, tók þátt í að syngja cadence með drill-sergeant yfir sér. „Úr formation þá marserum við saman í morgunmat, þú mátt ekki fara inn í herbergi, þú þarft að fara beint í morgunmat. Dagurinn heldur síðan áfram með bóklegum tímum, líkamsrækt, körfuboltaæfingum, kvöldmat, seinna formation og síðan er skipulagður tími fyrir heimanám- sem er skylda. Ef maður er búinn með heimanám á skikkanlegum tíma þá fær maður frjálsan tíma en þú mátt til dæmis ekki fara út að spila fótbolta, maður þarf að vera inni í herbergi. Á kvöldin er lokað fyrir aðgang að miðlum eins og Facebook og Netflix.“ Haukur segist oftar en einu sinni hafa verið spurður um hvernig maturinn sé í skólanum, en hann gefur ekki mikið fyrir það sem nemendum er boðið upp á. „Þetta er eiginlega hvorki góður né vondur matur, þetta eru bara kaloríur, allskonar frosið og upphitað. Maður tekur bara við því sem manni er rétt og gúffar þessu í sig.“ Marsérað í morgunmat.Aðsend Refsingar í skólanum eru áþreifanlegar. „Ef þú missir til dæmis af tíma eða sýnir óvirðingu gagnvart einhverjum sem er hærra „ranked“ en þú, þá er þér refsað með því sem kallast „túr“. Túr er það að labba í kassa – 25 x 15 metra, í klukkutíma, hring eftir hring. Það er ekki hlustað á neinar afsakanir.“ Haukur gantast með það að hann hafi verið ansi hreint duglegur að sofa yfir sig í fjölbrautaskólanum heima á Íslandi á sínum tíma. Í dag kemst hann ekki upp með neitt slíkt. „Þú þarft að labba túrana í þínum frítíma, þessum litla frítíma sem við fáum. En ég er ekki búinn að missa af einum einasta tíma eða þá sofið yfir mig síðan ég kom hingað út. Ég ákvað að ég ætlaði ekki að fórna frítímanum mínum.“ Heragi en mikil fræði Sömuleiðis eru öll vímuefni stranglega bönnuð innan skólans; áfengi, tóbak, nikótín og önnur efni. Og viðurlögin eru ströng. „Það eru reglulega svona handahófskennd próf, þá er maður vakinn klukkan fimm um morguninn og látinn pissa í glas. Ef um fyrsta brot er að ræða þá er maður sendur í svokallaða AA þjálfun og hafður í strangara eftirliti. Það kom fyrir einn liðsfélaga minn á seinasta ári, hann hafði farið heim yfir helgi og fengið sér bjór með strákunum.“ Þrátt fyrir heraga er skólinn öflugur fræðilega. „Kennararnir eru flestir með meistaragráðu eða doktorsgráðu og hóparnir litlir. Maður fær mikla athygli og utanumhald,“ segir Haukur. Hann lýsir kennurunum sem ströngum en sanngjörnum. „Þú færð ekki vorkunn. En þú færð stuðning. Það er alltaf einhver sem fylgist með þér og mér finnst það frábært. Það veitir manni öryggistilfinningu.“ Bræðralag og fjölbreytt menning Líkt og áður segir eru nemendur í skólanum víðs vegar að úr heiminum. Strákar eru í miklum meirihluta. „Skólinn er með viðmið að hafa 33 prósent nemenda frá öðrum löndum, til að viðhalda bandarískum kúltúr og menningu. Þau gera ráð fyrir að þú komir til Bandaríkjanna fyrir bandaríska menningu.“ Haukur segir það hafa verið auðvelt og í raun óhjákvæmilegt að mynda náin og sterk tengsl við skólafélaga sína. „Við í körfuboltaliðinu höfum myndað mjög sterkt og þétt bræðralag á milli okkar. Við komum frá ólíkum heimum og erum með ólíkan bakgrunn; Suður-Súdan, Holland, Barbados, Ísland og fleiri lönd, en við eigum sameiginlega reynslu.“ Hann rifjar upp samtal við nokkra skólafélaga þar sem þeir voru að lýsa því hver fyrir öðrum hvernig refsingar og aga þeir bjuggu við í æsku. Þá fann Haukur fyrir augljósum menningarmismun. „Einn frá Barbados sagði mér að móðir hans hefði rotað hann eftir að hann setti sig upp á móti henni og kallaði hana ljótum orðum. Hann var oft flengdur með belti. Annar, frá Suður Súdan þurfti að standa úti, í steikjandi sól og hita í tvo klukkutíma- af því að hann braut girðinguna hjá nágrannanum. Þegar þeir spurðu mig síðan hvernig mamma mín hefði refsað mér þá vissi ég ekki hvernig ég ætti að svara!“ Dýrmæt reynsla Haukur stefnir nú að því að flytjast yfir í hefðbundinn háskóla á næsta ári, líklega í viðskiptafræði. „Ég fæ allar einingarnar metnar – þannig að ég get klárað bachelor á tveimur árum.“ Haukur er tvímælalaust á því að námið hafi mótað hann fyrir lífstíð – á jákvæðan hátt. „Þetta hefur kennt mér aga, ábyrgð, og að hætta að kvarta. Ég hefði líklega aldrei lært þetta ef ég hefði ekki farið út.“ Þó svo að aginn og strúktúrinn í bandaríska herskólanum sé að mörgu leyti mjög yfirdrifinn þá er Haukur ekki frá því að þar er eitt og annað sem mætti innleiða í íslenskt skólakerfi. „Þetta á kannski líka eftir að móta það hvernig foreldri ég verð í framtíðinni. Ég er á því að börn þurfa strúktúr, þau þurfa skýran ramma og þau þurfa að vita að þegar þau brjóta reglur þá eru afleiðingar. Ég er mjög þakklátur fyrir þetta tækifæri – ég kom hingað út fyrir körfuna en ég fékk svo miklu meira en það. Ég fékk sjálfsaga, samstöðu og nýtt viðhorf. Þetta var ekki fyrsti né annar né þriðji valkosturinn minn. En þetta var nákvæmlega það sem ég þurfti.“ Bandaríkin Íslendingar erlendis Hernaður Körfubolti Hveragerði Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
„Ég átti aldrei von á því að enda á þessum stað. Herskóli í Bandaríkjunum var alls ekki eitthvað sem ég stefndi á. En stundum þarf maður bara að hoppa af bjarginu og vona það besta,“ segir Haukur í samtali við Vísi. Leist ekki á blikuna í fyrstu Haukur ólst upp í Hveragerði, yngstur í systkinahópnum, og byrjaði að spila körfubolta aðeins sex ára gamall. „Ég spilaði með öllum yngri landsliðum í körfubolta. Ég spilaði líka með Hamri þegar liðið komst í úrvalsdeild eftir tólf ára fjarveru,“ segir Haukur en hann útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suðurlands um vorið 2023. Systir hans ruddi veginn til Bandaríkjanna á sínum tíma þegar hún fór út í háskólanám á íþróttastyrk. Hún var fyrirmynd hans, og löngunin til að feta í fótspor hennar var sterk. Um vorið 2023 hafði Soccer and Education USA, íslenskt fyrirtæki sem aðstoðar íþróttamenn við að komast í nám vestanhafs, samband við hann. Þau höfðu fundið skóla sem var tilbúinn að bjóða honum styrk. New Mexico Military Institute. „Þau sögðu mér að þetta væri junior college – ég var ekki viss um hvað ég ætti að halda. Svo bættu þau við að þetta væri herskóli – og þá hugsaði ég bara strax: „Nei.“ En svo fór ég hugsa þetta betur og melta þetta.“ Hann ákvað að kýla á það og skrifaði undir samning til eins árs. „Ég hugsaði með mér: „Í versta falli verð ég bara í eitt ár og fer svo heim.“ Ég vissi í raun lítið um skólann áður en ég fór út. Ég skoðaði heimasíðuna hjá skólanum og sá myndir af nemendum í búningum og byggingu sem minnti hálfpartinn á fangelsi.“ Geimverur og kúrekar Skólinn sem Haukur er í er staðsettur í Roswell í New Mexico – bæ sem flestir tengja frekar við geimverur en akademískt nám. Roswell er ekki Reykjavík. Í bæ sem minnir á villta vestrið þarf að aðlaga sig að nýjum veruleika – og nýjum reglum. Samkvæmt sögusögnum hrapaði fljúgandi furðuhlutur nálægt bænum árið 1947 og síðan þá hefur Roswell verið vinsæll áfangastaður fyrir áhugafólk um geimverur og UFO-menningu. „En þegar ég segi að það sé ekkert hérna, þá meina ég - ekkert. Þetta er fimmtíu þúsund manna borg í miðri eyðimörk. Það eru kúrekahattar og pikköppar út um allt, og fólk sem segir við mann að geimverur hafi tekið vini þeirra,“ segir Haukur hlæjandi, en undir yfirborðinu býr dýpri innsýn. „Ég hafði bara séð bandaríska menningu í gegnum fréttir frá New York og Los Angeles. Þetta er annað. Í Los Angeles og á norðausturströndinni, í New York, þar er fólk almennt mjög frjálslynt, lítið um rasisma og þess háttar. En maður hefur séð það að hérna í „villta vestrinu“ er allt önnur menning. Þannig að það var alveg smá menningarsjokk að koma hingað.“ Rottur í þjálfun New Mexico Military Institute á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1891. Skólinn tekur við nemendum bæði fyrir menntaskólastig (high school) og tveggja ára háskólastig (junior college) og býður upp á tveggja ára nám eftir menntaskóla, oft nefnt „associate degree.“ Allir nemendur ganga um í einkennisbúningum, fylgja reglum um agað líferni og taka þátt í skipulögðum hernaðaræfingum. Margir útskrifaðir nemendur fara seinna meir í aðra herskóla eða inn í bandaríska herinn. Á fyrstu önninni í skólanum eru nýnemar kallaðir „rats“ eða rottur, og eru rakaðir sköllóttir fyrsta skóladaginn. Sem var að sögn Hauks dálítið auðmýkjandi upplifun. Skiljanlega. „Það var sagt við okkur: „Þið eruð allir rottur núna, en þið munuð rísa saman upp úr því.“ Og það var eitthvað mjög satt við það – þetta myndaði samstöðu á milli okkar. Við tengdumst í gegnum þessa sameiginlegu reynslu. Við komum frá mismunandi umhverfi með mismunandi bakgrunn en við vorum allir að ganga í gegnum það sama, við vorum allir „rats.“ Þegar þú ert rotta þá ferðu í það sem er kallað recruit training og þú ert með öðruvísi húfu, rauða húfu og þú skerð þig úr frá eldri nemendum. Fyrstu tvær vikurnar er ekkert bóklegt nám. Það er verið að gera þig tilbúinn fyrir að vera í skólanum. Það eru allskonar reglur fyrir rotturnar, þú þarft að ganga á ákveðinn hátt og ef þú til dæmis labbar á grasi þarftu að gera armbeygjur. Þú mátt ekki stytta þér leið.“ Að sögn Hauks er það umgjörðin sem gerir námið í skólanum frábrugðið hefðbundu námi. „Það eru margir sem virðast að halda að af því að ég er í herskóla þá sé planið hjá mér að skrá mig í herinn. Ég hef oft þurft að leiðrétta þann misskilning. Ein algengasta spurningin sem ég hef fengið er hvort ég fái skotþjálfun, og hvort ég læri að höndla byssur. Í skólanum ertu ekki í „alvöru“ herþjálfun, heldur færðu meira svona snefilinn af því. Við fáum ekki bardagaþjálfun eða skotþjálfun eða neitt slíkt. Eftir þjálfunina á fyrstu önn þá verður þetta svona svipað eins og að búa á herstöð. Þetta er auðvitað allt annað en það sem maður hefur vanist úr íslenska skólakerfinu. Miklu harðari kröfur. Og maður þarf að læra inn á kerfið mjög hratt. Í byrjun var ég mikið að efast um hitt og þetta sem ég var látinn gera en ég lærði snemma að hætta því, fylgja rútínunni og gera bara það sem mér var sagt að gera.“ Hárið rakað af fyrsta daginn.Aðsend „Ég var með veikt hugarfar áður en ég fór út“ Fyrsta önnin var erfið. Haukur var að eigin sögn vissulega kappsamur og frambærilegur í körfuboltanum heima á Íslandi áður en hann fór út – en það spilaði líka inn í að samkeppnin var lítil, sérstaklega í litlu samfélagi eins og Hveragerði. „En þarna fyrst eftir að ég kom út þá fékk ég lítið að spila, Ég var með veikt hugarfar, ég viðurkenni það alveg. En það virkar einfaldlega ekki hér. Hér eru átján strákar á æfingu sem allir vilja spila. Þú verður að sýna þig og sanna – og ef þjálfarinn fílar þig ekki, þá er bara næsti maður tekinn inn. Og maður veit alveg að það er mjög auðvelt að skipta manni út fyrir einhvern annan.“ Eftir jólafríið á fyrstu önninni tók hann meðvitaða ákvörðun: „Ég ætlaði að gefa mig allan í þetta, 100 prósent. Þegar ég breytti viðhorfinu fór allt að ganga. Ég fékk hrós frá liðsfélögunum fyrir að hafa breyst og það var olía á eldinn.“ Hann segist hafa þurft að læra að vera agaður og sýna ábyrgð, bæði innan vallar og utan. „Það hvernig þú gerir eitthvað þannig gerirðu allt – þessi setning hefur fest sig í mér. Maður sér það líka; þeir sem eru að mæta seint á æfingar eru þeir sömu og eru seinir varnarlega og klikka á kerfunum.“ Harðar refsingar Dagleg rútína Hauks byrjar klukkan sex að morgni. Þá er ræs og allir vaktir. „Svo er farið yfir herbergið, tékkað á hvort allt sé hreint og hvort það sé búið rétt um rúmið. Þú þarft líka að klæða þig rétt í búninginn. Maður lærði þetta fljótt. Ég var svo hræddur um að lenda upp á kant við einhvern, þannig að ég fór eftir öllu alveg hundrað prósent, alveg frá byrjun. Það eru allir þessir litlu hlutir, af því að, eins og þeir segja hérna; „Ef þú passar upp á litlu krónurnar þá koma þúsundkallarnir.“ Þegar maður er að raða upp þessum smáu sigrum í byrjun dags, sérstaklega í byrjun dags þá verður svo auðvelt að tækla hin verkefnin. Þetta er stökkpallur í að sigra daginn. Allur þessi agi og þetta utanumhald sem ég hef fengið hér í skólanum, þetta er eitthvað sem ég myndi ekki fá neins staðar á Íslandi.“ Síðan er svokallað formation þar sem nemendur stilla sér upp í fylkingu. Því næst er marsérað í morgunmat. „Þetta er eins og að vera í bíómynd – nema þú ert að lifa hana,“ segir Haukur og brosir þegar hann lýsir því hvernig hann, eins og karakter í herbíómynd, tók þátt í að syngja cadence með drill-sergeant yfir sér. „Úr formation þá marserum við saman í morgunmat, þú mátt ekki fara inn í herbergi, þú þarft að fara beint í morgunmat. Dagurinn heldur síðan áfram með bóklegum tímum, líkamsrækt, körfuboltaæfingum, kvöldmat, seinna formation og síðan er skipulagður tími fyrir heimanám- sem er skylda. Ef maður er búinn með heimanám á skikkanlegum tíma þá fær maður frjálsan tíma en þú mátt til dæmis ekki fara út að spila fótbolta, maður þarf að vera inni í herbergi. Á kvöldin er lokað fyrir aðgang að miðlum eins og Facebook og Netflix.“ Haukur segist oftar en einu sinni hafa verið spurður um hvernig maturinn sé í skólanum, en hann gefur ekki mikið fyrir það sem nemendum er boðið upp á. „Þetta er eiginlega hvorki góður né vondur matur, þetta eru bara kaloríur, allskonar frosið og upphitað. Maður tekur bara við því sem manni er rétt og gúffar þessu í sig.“ Marsérað í morgunmat.Aðsend Refsingar í skólanum eru áþreifanlegar. „Ef þú missir til dæmis af tíma eða sýnir óvirðingu gagnvart einhverjum sem er hærra „ranked“ en þú, þá er þér refsað með því sem kallast „túr“. Túr er það að labba í kassa – 25 x 15 metra, í klukkutíma, hring eftir hring. Það er ekki hlustað á neinar afsakanir.“ Haukur gantast með það að hann hafi verið ansi hreint duglegur að sofa yfir sig í fjölbrautaskólanum heima á Íslandi á sínum tíma. Í dag kemst hann ekki upp með neitt slíkt. „Þú þarft að labba túrana í þínum frítíma, þessum litla frítíma sem við fáum. En ég er ekki búinn að missa af einum einasta tíma eða þá sofið yfir mig síðan ég kom hingað út. Ég ákvað að ég ætlaði ekki að fórna frítímanum mínum.“ Heragi en mikil fræði Sömuleiðis eru öll vímuefni stranglega bönnuð innan skólans; áfengi, tóbak, nikótín og önnur efni. Og viðurlögin eru ströng. „Það eru reglulega svona handahófskennd próf, þá er maður vakinn klukkan fimm um morguninn og látinn pissa í glas. Ef um fyrsta brot er að ræða þá er maður sendur í svokallaða AA þjálfun og hafður í strangara eftirliti. Það kom fyrir einn liðsfélaga minn á seinasta ári, hann hafði farið heim yfir helgi og fengið sér bjór með strákunum.“ Þrátt fyrir heraga er skólinn öflugur fræðilega. „Kennararnir eru flestir með meistaragráðu eða doktorsgráðu og hóparnir litlir. Maður fær mikla athygli og utanumhald,“ segir Haukur. Hann lýsir kennurunum sem ströngum en sanngjörnum. „Þú færð ekki vorkunn. En þú færð stuðning. Það er alltaf einhver sem fylgist með þér og mér finnst það frábært. Það veitir manni öryggistilfinningu.“ Bræðralag og fjölbreytt menning Líkt og áður segir eru nemendur í skólanum víðs vegar að úr heiminum. Strákar eru í miklum meirihluta. „Skólinn er með viðmið að hafa 33 prósent nemenda frá öðrum löndum, til að viðhalda bandarískum kúltúr og menningu. Þau gera ráð fyrir að þú komir til Bandaríkjanna fyrir bandaríska menningu.“ Haukur segir það hafa verið auðvelt og í raun óhjákvæmilegt að mynda náin og sterk tengsl við skólafélaga sína. „Við í körfuboltaliðinu höfum myndað mjög sterkt og þétt bræðralag á milli okkar. Við komum frá ólíkum heimum og erum með ólíkan bakgrunn; Suður-Súdan, Holland, Barbados, Ísland og fleiri lönd, en við eigum sameiginlega reynslu.“ Hann rifjar upp samtal við nokkra skólafélaga þar sem þeir voru að lýsa því hver fyrir öðrum hvernig refsingar og aga þeir bjuggu við í æsku. Þá fann Haukur fyrir augljósum menningarmismun. „Einn frá Barbados sagði mér að móðir hans hefði rotað hann eftir að hann setti sig upp á móti henni og kallaði hana ljótum orðum. Hann var oft flengdur með belti. Annar, frá Suður Súdan þurfti að standa úti, í steikjandi sól og hita í tvo klukkutíma- af því að hann braut girðinguna hjá nágrannanum. Þegar þeir spurðu mig síðan hvernig mamma mín hefði refsað mér þá vissi ég ekki hvernig ég ætti að svara!“ Dýrmæt reynsla Haukur stefnir nú að því að flytjast yfir í hefðbundinn háskóla á næsta ári, líklega í viðskiptafræði. „Ég fæ allar einingarnar metnar – þannig að ég get klárað bachelor á tveimur árum.“ Haukur er tvímælalaust á því að námið hafi mótað hann fyrir lífstíð – á jákvæðan hátt. „Þetta hefur kennt mér aga, ábyrgð, og að hætta að kvarta. Ég hefði líklega aldrei lært þetta ef ég hefði ekki farið út.“ Þó svo að aginn og strúktúrinn í bandaríska herskólanum sé að mörgu leyti mjög yfirdrifinn þá er Haukur ekki frá því að þar er eitt og annað sem mætti innleiða í íslenskt skólakerfi. „Þetta á kannski líka eftir að móta það hvernig foreldri ég verð í framtíðinni. Ég er á því að börn þurfa strúktúr, þau þurfa skýran ramma og þau þurfa að vita að þegar þau brjóta reglur þá eru afleiðingar. Ég er mjög þakklátur fyrir þetta tækifæri – ég kom hingað út fyrir körfuna en ég fékk svo miklu meira en það. Ég fékk sjálfsaga, samstöðu og nýtt viðhorf. Þetta var ekki fyrsti né annar né þriðji valkosturinn minn. En þetta var nákvæmlega það sem ég þurfti.“
Bandaríkin Íslendingar erlendis Hernaður Körfubolti Hveragerði Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira