Góður tími til runnaklippinga 28. febrúar 2005 00:01 Nú liggur gróður í dvala og þá er gott að grófklippa limgerðin. Við hittum Guðlaugu Þorsteinsdóttur garðyrkjufræðing að störfum vestur í bæ. Hún átti ýmis góð ráð í pokahorninu. "Það er nauðsynlegt að klippa limgerði bæði að vetri og sumri. Grófklippa að vetrinum en fínklippa á sumrin," eru fyrstu heilræðin hjá Guðlaugu. Hún kveðst klippa sem næst því sem áður hafi verið gert til að halda löguninni en suma víðirunna taki hún alveg niðri við jörð til að láta þá endurnýja sig. "Það er ágætt að gera það svona á tíu ára fresti," segir hún. Guðlaug hefur sinnt starfi garðyrkjufræðings í sex ár. Nú er hún hjá borginni og hefur aðalumsjón með Hljómskálagarðinum og Einarsgarði, milli Hringbrautar og Laufásvegar. En hún og stöllur hennar í sömu stétt hafa samvinnu þegar kemur að grófum klippingum og vestur á Aflagranda var hún þegar við fundum hana. Guðlaug segir misjafnt eftir tegundum hvernig best sé að klippa. Huga verði að þéttleika og ákveða hvernig limgerðið eigi að vera í lögun -- bylgjótt eða beint. "Víðitegundir vaxa yfirleitt hratt svo oft þarf að taka fram klippurnar til að halda honum í skefjum. Mispill vex hins vegar hægt og honum hlífir maður meira. Samt verður að klippa hann vel á hliðunum til að láta hann þétta sig. Kvistir eru yfirleitt snyrtir þannig að dauðar og sverar greinar eru klipptar burt en lögunin er látin halda sér. Maður þarf að þekkja kvistina áður en maður leggur til atlögu við þá til að spilla ekki blómgun því það er misjafnt hvort tegundirnar blómgast á fyrsta eða öðru ári," segir Guðlaug og bendir almenningi á að langöruggast sé að ráðfæra sig við fagfólk áður en farið sé út í klippingar. "Aðgerðir geta bæði verið of og van og oft kemur maður í garða þar sem maður óskar þess að fólk hefði hringt fjórum árum fyrr," segir hún. Bætir svo við að lokum: "Við gerum ekkert kraftaverk á einum vetri. Þetta er stanslaus umhirða allan ársins hring." Hús og heimili Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Nú liggur gróður í dvala og þá er gott að grófklippa limgerðin. Við hittum Guðlaugu Þorsteinsdóttur garðyrkjufræðing að störfum vestur í bæ. Hún átti ýmis góð ráð í pokahorninu. "Það er nauðsynlegt að klippa limgerði bæði að vetri og sumri. Grófklippa að vetrinum en fínklippa á sumrin," eru fyrstu heilræðin hjá Guðlaugu. Hún kveðst klippa sem næst því sem áður hafi verið gert til að halda löguninni en suma víðirunna taki hún alveg niðri við jörð til að láta þá endurnýja sig. "Það er ágætt að gera það svona á tíu ára fresti," segir hún. Guðlaug hefur sinnt starfi garðyrkjufræðings í sex ár. Nú er hún hjá borginni og hefur aðalumsjón með Hljómskálagarðinum og Einarsgarði, milli Hringbrautar og Laufásvegar. En hún og stöllur hennar í sömu stétt hafa samvinnu þegar kemur að grófum klippingum og vestur á Aflagranda var hún þegar við fundum hana. Guðlaug segir misjafnt eftir tegundum hvernig best sé að klippa. Huga verði að þéttleika og ákveða hvernig limgerðið eigi að vera í lögun -- bylgjótt eða beint. "Víðitegundir vaxa yfirleitt hratt svo oft þarf að taka fram klippurnar til að halda honum í skefjum. Mispill vex hins vegar hægt og honum hlífir maður meira. Samt verður að klippa hann vel á hliðunum til að láta hann þétta sig. Kvistir eru yfirleitt snyrtir þannig að dauðar og sverar greinar eru klipptar burt en lögunin er látin halda sér. Maður þarf að þekkja kvistina áður en maður leggur til atlögu við þá til að spilla ekki blómgun því það er misjafnt hvort tegundirnar blómgast á fyrsta eða öðru ári," segir Guðlaug og bendir almenningi á að langöruggast sé að ráðfæra sig við fagfólk áður en farið sé út í klippingar. "Aðgerðir geta bæði verið of og van og oft kemur maður í garða þar sem maður óskar þess að fólk hefði hringt fjórum árum fyrr," segir hún. Bætir svo við að lokum: "Við gerum ekkert kraftaverk á einum vetri. Þetta er stanslaus umhirða allan ársins hring."
Hús og heimili Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira