Fengu ekki að hitta Fischer 2. mars 2005 00:01 Óljósar öryggisástæður komu í veg fyrir að Sæmundur Pálsson gæti hitt Bobby Fischer í morgun. Koma Sæmundar til Japans virðist hafa valdið miklum taugatitringi í japanska stjórnkerfinu. Sæmundur og samferðamenn hans héldu í fangelsið, þar sem Fischer situr, í morgun og óskuðu eftir því að fá að hitta hann. Það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig. Þegar hópurinn stóð fyrir utan fangelsið til að taka myndir komu starfsmenn fangelsins hlaupandi og stoppuðu það. Sæmundi og Páli Magnússyni, fréttastjóra Stöðvar 2, var svo hleypt inn í bygginguna eftir smá þóf. Þeir voru látnir fylla út eyðublöð og svo tók við um klukkustundar bið. En rétt áður en átti að hleypa þeim áleiðis til fundar við Fischer komu fyrirmæli að ofan að vegna öryggisráðstafana yrði engin heimsókn leyfð í dag til Fischers. Sæmundur og félagar kröfðust frekari skýringa en þær var ekki að fá. „Ég spurði þá hvort ég fengi að heimsækja hann á morgun og starfsmaðurinn sagði að hann gæri ekki neitað því og ekki samþykkt það heldur. Það yrði að ráðast þegar ég kæmi,“ segir Sæmundur. Ekkert varð því af fundinum en vegna þess að Sæmundur og Fischer eru aldagamlir vinir mátti Sæmundur skrifa honum bréf sem öryggisverðir lásu fyrst yfir og leyfðu Fischer að lesa í gegnum glerrúðu. Sæmundur segir næsta skref vera að ná tali af sendiherranum sem þeir funduðu með fyrir hádegi og sjá hvort hann fái einhver ný fyrirmæli. „Svo býst ég við að við gerum aðra tilraun til að heimsækja Fischer á morgun,“ segir Sæmundur Pálsson. Ítarlega verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Óljósar öryggisástæður komu í veg fyrir að Sæmundur Pálsson gæti hitt Bobby Fischer í morgun. Koma Sæmundar til Japans virðist hafa valdið miklum taugatitringi í japanska stjórnkerfinu. Sæmundur og samferðamenn hans héldu í fangelsið, þar sem Fischer situr, í morgun og óskuðu eftir því að fá að hitta hann. Það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig. Þegar hópurinn stóð fyrir utan fangelsið til að taka myndir komu starfsmenn fangelsins hlaupandi og stoppuðu það. Sæmundi og Páli Magnússyni, fréttastjóra Stöðvar 2, var svo hleypt inn í bygginguna eftir smá þóf. Þeir voru látnir fylla út eyðublöð og svo tók við um klukkustundar bið. En rétt áður en átti að hleypa þeim áleiðis til fundar við Fischer komu fyrirmæli að ofan að vegna öryggisráðstafana yrði engin heimsókn leyfð í dag til Fischers. Sæmundur og félagar kröfðust frekari skýringa en þær var ekki að fá. „Ég spurði þá hvort ég fengi að heimsækja hann á morgun og starfsmaðurinn sagði að hann gæri ekki neitað því og ekki samþykkt það heldur. Það yrði að ráðast þegar ég kæmi,“ segir Sæmundur. Ekkert varð því af fundinum en vegna þess að Sæmundur og Fischer eru aldagamlir vinir mátti Sæmundur skrifa honum bréf sem öryggisverðir lásu fyrst yfir og leyfðu Fischer að lesa í gegnum glerrúðu. Sæmundur segir næsta skref vera að ná tali af sendiherranum sem þeir funduðu með fyrir hádegi og sjá hvort hann fái einhver ný fyrirmæli. „Svo býst ég við að við gerum aðra tilraun til að heimsækja Fischer á morgun,“ segir Sæmundur Pálsson. Ítarlega verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira