Stofnfé í SPRON verður stóraukið 7. mars 2005 00:01 Stofnfé Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) verður sjöfaldað ef heimild sem samþykkt var á aðalfundi í gær verður nýtt að fullu. Núverandi stofnfjáreigendur hafa forkaupsrétt á nýjum hlutum en samkvæmt lögum má ekki selja þá á yfirverði. Í viðskiptum með stofnfé í SPRON á markaði á síðustu mánuðum hefur stofnfé verið selt á allt að sjöföldu nafnverði. Með fjölgun stofnfjárhluta mun verð á stofnfé að líkindum lækka í samræmi við aukninguna. Verðið sem stofnfjáreigendur þurfa að greiða fyrir nýtt stofnfé verður samt sem áður langt undir markaðsvirði bréfanna. Stjórnin hefur heimild til að auka stofnfé allt að sjöfalt en ekki hefur verið ákveðið hvort eða hvenær heimildin verður nýtt til fulls. Sú heimild er hins vegar ekki háð tímamörkum og fellur því ekki úr gildi fyrr en hún er nýtt að fullu eða stofnfjáreigendafundur ákveður að breyta henni. SPRON hefur því ekki sömu möguleika og hlutafélagavædd fjármálafyrirtæki til að nýta sér til fullnustu áhuga fjárfesta á fyrirtækinu með því að gefa út nýtt hlutabréf á hærra gengi en nafnverði. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, segir að markmiðið með stofnfjáraukningunni sé að styrkja eiginfjárstöðu Sparisjóðsins. "Við erum einfaldlega að renna sterkari stoðum undir reksturinn," segir hann. Með því að styrkja eiginfjárstöðu SPRON getur fyrirtækið aukið útlán. Aðalfundur SPRON samþykkti einnig tillögu um 25,5 prósent arðgreiðslu og hækkun stofnfjár um fimm prósent. Þá var kynnt nýtt skipurit fyrirtækisins sem Guðmundur segir lið í framkvæmd hugmynda um aukin umsvif SPRON. Hann segir ekki tímabært að láta uppi hvert stefnan sé tekin. "Við erum að blása til sóknar," segir hann. Hagnaður SPRON hefur aldrei verið meiri en í fyrra en þá skilaði félagið tæplega 1,5 milljarða króna hagnaði. Útlán jukust um þriðjung og þarf SPRON að styrkja eiginfjárstöðu til að halda áfram vexti. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Stofnfé Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) verður sjöfaldað ef heimild sem samþykkt var á aðalfundi í gær verður nýtt að fullu. Núverandi stofnfjáreigendur hafa forkaupsrétt á nýjum hlutum en samkvæmt lögum má ekki selja þá á yfirverði. Í viðskiptum með stofnfé í SPRON á markaði á síðustu mánuðum hefur stofnfé verið selt á allt að sjöföldu nafnverði. Með fjölgun stofnfjárhluta mun verð á stofnfé að líkindum lækka í samræmi við aukninguna. Verðið sem stofnfjáreigendur þurfa að greiða fyrir nýtt stofnfé verður samt sem áður langt undir markaðsvirði bréfanna. Stjórnin hefur heimild til að auka stofnfé allt að sjöfalt en ekki hefur verið ákveðið hvort eða hvenær heimildin verður nýtt til fulls. Sú heimild er hins vegar ekki háð tímamörkum og fellur því ekki úr gildi fyrr en hún er nýtt að fullu eða stofnfjáreigendafundur ákveður að breyta henni. SPRON hefur því ekki sömu möguleika og hlutafélagavædd fjármálafyrirtæki til að nýta sér til fullnustu áhuga fjárfesta á fyrirtækinu með því að gefa út nýtt hlutabréf á hærra gengi en nafnverði. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, segir að markmiðið með stofnfjáraukningunni sé að styrkja eiginfjárstöðu Sparisjóðsins. "Við erum einfaldlega að renna sterkari stoðum undir reksturinn," segir hann. Með því að styrkja eiginfjárstöðu SPRON getur fyrirtækið aukið útlán. Aðalfundur SPRON samþykkti einnig tillögu um 25,5 prósent arðgreiðslu og hækkun stofnfjár um fimm prósent. Þá var kynnt nýtt skipurit fyrirtækisins sem Guðmundur segir lið í framkvæmd hugmynda um aukin umsvif SPRON. Hann segir ekki tímabært að láta uppi hvert stefnan sé tekin. "Við erum að blása til sóknar," segir hann. Hagnaður SPRON hefur aldrei verið meiri en í fyrra en þá skilaði félagið tæplega 1,5 milljarða króna hagnaði. Útlán jukust um þriðjung og þarf SPRON að styrkja eiginfjárstöðu til að halda áfram vexti.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira