Stjórnskipun á krossgötum 10. mars 2005 00:01 Ágreiningurinn um stjórnskipulegt hlutverk forseta Íslands, sem spannst af deilunum um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar í fyrrasumar, hefur skapað vinnunni sem nú er hafin að endurskoðun stjórnarskrárinnar þróttmikla og víða skírskotun. Það vekur vonir um að það takist að virkja almenning til að láta sig endurskoðunarstarfið varða. Þannig sé þessi atlaga að endurskoðun stjórnarskrárinnar vænleg til að skila meiri árangri en fyrri tilraunir til þess, en þær hafa verið nokkrar á lýðveldistímanum. Þetta kom fram í máli frummælenda á ráðstefnu um endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem haldin var í Háskólanum á Akureyri í gær. Eiríkur Tómasson lagaprófessor og formaður sérfræðinganefndar sem hefur það hlutverk að vera hinni pólitískt skipuðu stjórnarskrárnefnd til ráðgjafar um endurskoðunina, sagði í sínu erindi að ákvæði stjórnarskrárinnar um hlutverk og stöðu forseta Íslands væri meðal þess sem kæmi til álita að breyta. Þessi ákvæði væru þó aðeins einn margra þátta sem nærri lægi að taka til endurskoðunar. Atburðarásin síðasta sumar þykir hafa sýnt að þörf sé á að gera ákvæði stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta skýrari, en á þetta ákvæði reyndi í fyrsta sinn er forsetinn neitaði að skrifa undir fjölmiðlafrumvarpið. Að mati Eiríks er í þessu sambandi mikilvægast að niðurstaða endurskoðunarinnar njóti ótvíræðs stuðnings þjóðarinnar, hvort sem hún yrði sú að afnema þetta vald forsetans, að aðrar leiðir til að skjóta frumvarpi í dóm þjóðarinnar komi í þess stað, eða einhver önnur. Meðal annarra þátta sem brýnt þykir að breyta í stjórnarskránni er að innleiða í hana ákvæði sem opnaði fyrir möguleikann á framsali fullveldis til fjöl- og yfirþjóðlegra stofnanad, en engin slík ákvæði er að finna í henni nú. Aðrir frummælendur á ráðstefnunni voru Eivind Smith, prófessor í stjórnskipunarrétti við Óslóarháskóla og einn kunnasti sérfræðingur Noregs í þessum efnum, Kári á Rógvi, varaformaður nefndar sem vinnur að gerð draga að stjórnarskrá fyrir Færeyjar, Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur Samtaka iðnaðarins, og Ágúst Þór Árnason, en hann skipulagði ráðstefnuna fyrir hönd Félagsvísinda- og lagadeildar HA. Vef stjórnarskrárnefndar má finna á slóðinni http://stjornarskra.is Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Ágreiningurinn um stjórnskipulegt hlutverk forseta Íslands, sem spannst af deilunum um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar í fyrrasumar, hefur skapað vinnunni sem nú er hafin að endurskoðun stjórnarskrárinnar þróttmikla og víða skírskotun. Það vekur vonir um að það takist að virkja almenning til að láta sig endurskoðunarstarfið varða. Þannig sé þessi atlaga að endurskoðun stjórnarskrárinnar vænleg til að skila meiri árangri en fyrri tilraunir til þess, en þær hafa verið nokkrar á lýðveldistímanum. Þetta kom fram í máli frummælenda á ráðstefnu um endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem haldin var í Háskólanum á Akureyri í gær. Eiríkur Tómasson lagaprófessor og formaður sérfræðinganefndar sem hefur það hlutverk að vera hinni pólitískt skipuðu stjórnarskrárnefnd til ráðgjafar um endurskoðunina, sagði í sínu erindi að ákvæði stjórnarskrárinnar um hlutverk og stöðu forseta Íslands væri meðal þess sem kæmi til álita að breyta. Þessi ákvæði væru þó aðeins einn margra þátta sem nærri lægi að taka til endurskoðunar. Atburðarásin síðasta sumar þykir hafa sýnt að þörf sé á að gera ákvæði stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta skýrari, en á þetta ákvæði reyndi í fyrsta sinn er forsetinn neitaði að skrifa undir fjölmiðlafrumvarpið. Að mati Eiríks er í þessu sambandi mikilvægast að niðurstaða endurskoðunarinnar njóti ótvíræðs stuðnings þjóðarinnar, hvort sem hún yrði sú að afnema þetta vald forsetans, að aðrar leiðir til að skjóta frumvarpi í dóm þjóðarinnar komi í þess stað, eða einhver önnur. Meðal annarra þátta sem brýnt þykir að breyta í stjórnarskránni er að innleiða í hana ákvæði sem opnaði fyrir möguleikann á framsali fullveldis til fjöl- og yfirþjóðlegra stofnanad, en engin slík ákvæði er að finna í henni nú. Aðrir frummælendur á ráðstefnunni voru Eivind Smith, prófessor í stjórnskipunarrétti við Óslóarháskóla og einn kunnasti sérfræðingur Noregs í þessum efnum, Kári á Rógvi, varaformaður nefndar sem vinnur að gerð draga að stjórnarskrá fyrir Færeyjar, Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur Samtaka iðnaðarins, og Ágúst Þór Árnason, en hann skipulagði ráðstefnuna fyrir hönd Félagsvísinda- og lagadeildar HA. Vef stjórnarskrárnefndar má finna á slóðinni http://stjornarskra.is
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira