Brösug stjórnarmyndun í Írak 16. mars 2005 00:01 Það gengur brösuglega að koma á starfhæfri stjórn í Írak. Trúarhópar og þjóðernisbrot deila sín á milli og á sama tíma fækkar í fjölþjóðahernum þegar bandamenn heltast úr lestinni. Í dag lauk þinghaldi á írakska þinginu þar sem ganga átti frá myndun ríkisstjórnar. Það tókst hins vegar ekki. Kúrdar og sjítar hafa skipt embættum forseta og forsætisráðherra á milli sín en deilt er um allt annað: embætti, yfirráð á ákveðnum svæðum og framtíð ýmissra vopnaðra sveita. Fulltrúar ólíkra hópa vonast þó til þess að geta náð samkomulagi hið fyrsta. Á sama tíma kvarnast úr fjölþjóðahernum í Írak. Sveitir Hollendinga og Úkraínumanna fara í þessari viku og í gærkvöldi tilkynnti Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, í sjónvarpsþætti óvænt um brotthvarf ríflega þrjú þúsund ítalskra hermanna, sama dag og ítalska þingið samþykkti að fjármagna áframhaldandi úthald hermanna þar. Berlusconi kvaðst ekki getað staðist almennan þrýsting og óánægju með stríðið, en kosið verður til þings á Ítalíu í vor. Þingmenn stjórnarandstöðunnar þar voru ekki alls kostar sáttir við framsetningu forsætisráðherrans. Einn þeirra, Giovanna Melandri, sagði þetta algjörlega óviðunandi því sama dag hafi verið umræða í þinginu um endurfjármögnun sveitanna. Almenningur á Ítalíu er þó væntanlega sáttur, enda hefur þess verið krafist í fjölmennum mótmælagöngum undanfarinn hálfan mánuð að Ítalía hætti öllum afskiptum af Írak. Óánægjan jókst mjög í kjölfar þess að ítalskur leyniþjónustumaður var skotinn til bana. Bandarískir hermenn skutu hann skömmu eftir að hann náði að frelsa umdeilda, ítalska blaðakonu og kringumstæðurnar eru á reiki. Talsmenn Hvíta hússins eru þó ekki á því að neitt samhengi sé þarna á milli og þverneita því í sífellu. Það lendir svo líkast til á breskum sveitum að fylla í skarðið sem myndast við brotthvarf Ítala í september, sem og Hollendinga og Úkraínumanna í þessari viku. Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Það gengur brösuglega að koma á starfhæfri stjórn í Írak. Trúarhópar og þjóðernisbrot deila sín á milli og á sama tíma fækkar í fjölþjóðahernum þegar bandamenn heltast úr lestinni. Í dag lauk þinghaldi á írakska þinginu þar sem ganga átti frá myndun ríkisstjórnar. Það tókst hins vegar ekki. Kúrdar og sjítar hafa skipt embættum forseta og forsætisráðherra á milli sín en deilt er um allt annað: embætti, yfirráð á ákveðnum svæðum og framtíð ýmissra vopnaðra sveita. Fulltrúar ólíkra hópa vonast þó til þess að geta náð samkomulagi hið fyrsta. Á sama tíma kvarnast úr fjölþjóðahernum í Írak. Sveitir Hollendinga og Úkraínumanna fara í þessari viku og í gærkvöldi tilkynnti Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, í sjónvarpsþætti óvænt um brotthvarf ríflega þrjú þúsund ítalskra hermanna, sama dag og ítalska þingið samþykkti að fjármagna áframhaldandi úthald hermanna þar. Berlusconi kvaðst ekki getað staðist almennan þrýsting og óánægju með stríðið, en kosið verður til þings á Ítalíu í vor. Þingmenn stjórnarandstöðunnar þar voru ekki alls kostar sáttir við framsetningu forsætisráðherrans. Einn þeirra, Giovanna Melandri, sagði þetta algjörlega óviðunandi því sama dag hafi verið umræða í þinginu um endurfjármögnun sveitanna. Almenningur á Ítalíu er þó væntanlega sáttur, enda hefur þess verið krafist í fjölmennum mótmælagöngum undanfarinn hálfan mánuð að Ítalía hætti öllum afskiptum af Írak. Óánægjan jókst mjög í kjölfar þess að ítalskur leyniþjónustumaður var skotinn til bana. Bandarískir hermenn skutu hann skömmu eftir að hann náði að frelsa umdeilda, ítalska blaðakonu og kringumstæðurnar eru á reiki. Talsmenn Hvíta hússins eru þó ekki á því að neitt samhengi sé þarna á milli og þverneita því í sífellu. Það lendir svo líkast til á breskum sveitum að fylla í skarðið sem myndast við brotthvarf Ítala í september, sem og Hollendinga og Úkraínumanna í þessari viku.
Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent