Furða sig á RÚV-frumvarpinu 16. mars 2005 00:01 Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýsa furðu sinni á frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið sem þeir segja slæmt fyrir lýðræðið. Verið að stofna ríkisstjórnarútvarp, segir þingmaður Samfylkingarinnar. Samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra verður Ríkisútvarpinu breytt í sameignarfélag. Ráðherra fer með eignarhlutinn en fimm manna stjórn félagsins verður kjörin á Alþingi. Vinstri - grænir segja það furðulegt að tala um sameignarfélag þar sem ekki sé verið að fjölga eigendum. Þeir telja breytingarnar varasamar því verið sé að fjarlægja stofnunina frá raunverulegum eigendum sínum: íslensku þjóðinni. Ögmundur Jónasson þingflokksformaður segir þetta slæmt fyrir lýðræðið að öllu leyti. „Hvers vegna eru þessar miklu umræður um Ríkisútvarpið núna? Það er vegna þessara tengsla við eigendur Ríkisútvarpsins - mönnum finnst stofnunin koma sér við og hafa aðkomu að því,“ segir Ögmundur. Vinstri - grænir vilja að dregið sé úr pólitískum áhrifum á þann veg að hlutfallskosning á Alþingi ráði ekki um stjórn RÚV. „En í þessu frumvarpi er engin breyting á þessu,“ segir Ögmundur og bætir við að það sé óljóst og með lausa enda. Samfylkingin gagnrýnir að meirihluti Alþingis fái meirihluta í útvarpsstjórn og bendir á að hafi markmiðið með frumvarpinu verið að draga úr pólitískum áhrifum á daglegan rekstur Ríkisútvarpsins, þá gangi það ekki upp samkvæmt þeim breytingum sem lagðar séu til. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það þurfi að stefna að öflugu, sjálfstæðu almannaútvarpi, en ekki „ríkisstjórnarútvarpi“ eins og þetta frumvarp beri allt of mikinn keim af. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að með frumvarpinu sé verið að að nútímavæða RÚV til að stofnunin geti komið til móts við nýja tíma í fjölmiðlarekstri. „Það sem skiptir máli er að Ríkisútvarpið geti staðið stöndugt í þeirra samkeppni en náttúrlega fyrst og síðast staðið undir því almannaþjónustuhlutverki sem því ber skylda til að uppfylla,“ segir menntamálaráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýsa furðu sinni á frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið sem þeir segja slæmt fyrir lýðræðið. Verið að stofna ríkisstjórnarútvarp, segir þingmaður Samfylkingarinnar. Samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra verður Ríkisútvarpinu breytt í sameignarfélag. Ráðherra fer með eignarhlutinn en fimm manna stjórn félagsins verður kjörin á Alþingi. Vinstri - grænir segja það furðulegt að tala um sameignarfélag þar sem ekki sé verið að fjölga eigendum. Þeir telja breytingarnar varasamar því verið sé að fjarlægja stofnunina frá raunverulegum eigendum sínum: íslensku þjóðinni. Ögmundur Jónasson þingflokksformaður segir þetta slæmt fyrir lýðræðið að öllu leyti. „Hvers vegna eru þessar miklu umræður um Ríkisútvarpið núna? Það er vegna þessara tengsla við eigendur Ríkisútvarpsins - mönnum finnst stofnunin koma sér við og hafa aðkomu að því,“ segir Ögmundur. Vinstri - grænir vilja að dregið sé úr pólitískum áhrifum á þann veg að hlutfallskosning á Alþingi ráði ekki um stjórn RÚV. „En í þessu frumvarpi er engin breyting á þessu,“ segir Ögmundur og bætir við að það sé óljóst og með lausa enda. Samfylkingin gagnrýnir að meirihluti Alþingis fái meirihluta í útvarpsstjórn og bendir á að hafi markmiðið með frumvarpinu verið að draga úr pólitískum áhrifum á daglegan rekstur Ríkisútvarpsins, þá gangi það ekki upp samkvæmt þeim breytingum sem lagðar séu til. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það þurfi að stefna að öflugu, sjálfstæðu almannaútvarpi, en ekki „ríkisstjórnarútvarpi“ eins og þetta frumvarp beri allt of mikinn keim af. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að með frumvarpinu sé verið að að nútímavæða RÚV til að stofnunin geti komið til móts við nýja tíma í fjölmiðlarekstri. „Það sem skiptir máli er að Ríkisútvarpið geti staðið stöndugt í þeirra samkeppni en náttúrlega fyrst og síðast staðið undir því almannaþjónustuhlutverki sem því ber skylda til að uppfylla,“ segir menntamálaráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Sjá meira