Búist við þúsundum lóðaumsókna 20. mars 2005 00:01 Búist er við mörg þúsund umsóknum um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Reykjavík sem auglýstar voru í dag. Þrátt fyrir stranga skilmála er mikill slagur um lóðirnar, til dæmis auglýsir fjölskylda eftir því að fá að kaupa lóð af einhverjum sem fær úthlutað á tæplega tvöföldu verði. Í dag auglýsti Reykjavíkurborg eftir umsóknum um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Lambaseli, sem kosta frá 3,5 milljónum króna og upp í 4,6. Verðið er mjög lágt enda lóðirnar hugsaðar fyrir húsbyggendur sem ætla síðan að búa í húsunum en ekki að byggja eingöngu til að græða. Til að koma í veg fyrir brask eru sett ákveðin skilyrði sem eiga að koma í veg fyrir að menn geti selt lóðirnar áður en þeir eru búnir að byggja á þeim fullbúin hús. Og svo verður dregið úr umsóknum. Leiddar eru líkur að því að yfir tíu þúsund manns muni sækja um og ef það gengur eftir eru vinningslíkurnar aðeins 0,3 prósent enda eru menn strax farnir að finna leiðir fram hjá skilmálunum. Í sama blaði og lóðirnar eru auglýstar birtist nafnlaus auglýsing frá fjölskyldu sem býðst til að kaupa lóð af einhverjum sem fær úthlutað og greiða fyrir hana átta milljónir króna. Milliliðurinn fær þannig að minnsta kosti 3,6 milljónir beint í vasann. Ágúst Jónsson hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar segir að það sé aldrei hægt að setja reglur sem ekki sé hægt að fara í kringum á einhvern hátt. Hins vegar sé ljóst að vegna þess að lóðleigusamningur verði ekki gerður fyrr en húsið er tilbúið verði ekki hægt að þinglýsa neinu um framsal á lóðréttindum fyrr en húsið sé fullbúið. Menn verði þá að treysta viðskiptaðilanum býsna vel til þess að fara út í svo vafasöm viðskipti að hans mati. Eins hefur heyrst af því að bæði einstaklingar og byggingaverktakar safni kennitölum til að setja á umsóknir og auka þannig líkurnar á að fá úthlutað lóð. Þetta sýnir svart á hvítu hina gríðarlegu spurn eftir lóðum sem nú er og hversu svifaseint kerfið er í að bregðast við. Þess ber þó að geta að á næstu mánuðum verða seldar lóðir undir að minnsta kosti 450 íbúðir í nýju byggingarlandi Reykjavíkur við Úlfarsfell. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Búist er við mörg þúsund umsóknum um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Reykjavík sem auglýstar voru í dag. Þrátt fyrir stranga skilmála er mikill slagur um lóðirnar, til dæmis auglýsir fjölskylda eftir því að fá að kaupa lóð af einhverjum sem fær úthlutað á tæplega tvöföldu verði. Í dag auglýsti Reykjavíkurborg eftir umsóknum um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Lambaseli, sem kosta frá 3,5 milljónum króna og upp í 4,6. Verðið er mjög lágt enda lóðirnar hugsaðar fyrir húsbyggendur sem ætla síðan að búa í húsunum en ekki að byggja eingöngu til að græða. Til að koma í veg fyrir brask eru sett ákveðin skilyrði sem eiga að koma í veg fyrir að menn geti selt lóðirnar áður en þeir eru búnir að byggja á þeim fullbúin hús. Og svo verður dregið úr umsóknum. Leiddar eru líkur að því að yfir tíu þúsund manns muni sækja um og ef það gengur eftir eru vinningslíkurnar aðeins 0,3 prósent enda eru menn strax farnir að finna leiðir fram hjá skilmálunum. Í sama blaði og lóðirnar eru auglýstar birtist nafnlaus auglýsing frá fjölskyldu sem býðst til að kaupa lóð af einhverjum sem fær úthlutað og greiða fyrir hana átta milljónir króna. Milliliðurinn fær þannig að minnsta kosti 3,6 milljónir beint í vasann. Ágúst Jónsson hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar segir að það sé aldrei hægt að setja reglur sem ekki sé hægt að fara í kringum á einhvern hátt. Hins vegar sé ljóst að vegna þess að lóðleigusamningur verði ekki gerður fyrr en húsið er tilbúið verði ekki hægt að þinglýsa neinu um framsal á lóðréttindum fyrr en húsið sé fullbúið. Menn verði þá að treysta viðskiptaðilanum býsna vel til þess að fara út í svo vafasöm viðskipti að hans mati. Eins hefur heyrst af því að bæði einstaklingar og byggingaverktakar safni kennitölum til að setja á umsóknir og auka þannig líkurnar á að fá úthlutað lóð. Þetta sýnir svart á hvítu hina gríðarlegu spurn eftir lóðum sem nú er og hversu svifaseint kerfið er í að bregðast við. Þess ber þó að geta að á næstu mánuðum verða seldar lóðir undir að minnsta kosti 450 íbúðir í nýju byggingarlandi Reykjavíkur við Úlfarsfell.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira