Hleypið ljósinu inn 21. mars 2005 00:01 Það er þarft verk að þvo gluggana á þessum árstíma og ætti gluggaþvottur að falla undir föst verkefni sem snúa að því að halda húsunum okkar í horfinu. Á þessum tíma árs liggur sólin lágt og það hefur í för með sér að birtan flæðir í gegnum gluggana, sem flestir eru útataðir eftir vetrarveðrið, rokið og slydduna. Óhreinindin verða hreinlega flóðlýst. Margir eru svo heppnir að komast auðveldlega að gluggunum en aðrir alls ekki, þar á meðal þeir sem búa á 10. hæð og geta því ómögulega sinnt gluggaþvotti. Fyrir þá sem eiga erfitt með að þvo gluggana er besta leiðin að setja sig í samband við þau fyrirtæki sem sérhæfa sig í hvers kyns gluggaþvotti en þau eru allnokkur í höfuðborginni og oftast einhver í stærri byggðakjörnum landsins. Þeim sem vilja sjálfir sjá um gluggaþvott heimilisins er bent á eftirfarandi atriði: Þau tæki sem auðvelda verkið eru: Skafa með gúmmíkanti (allir hafa séð atvinnumennina nota svona) Svampur (eða mjúkur breiður bursti) Tauklútar Fata Vinsamlegast bíðið eftir frostlausum blíðviðriskafla, fátt er jafn pirrandi og ef hreinsigræjurnar frjósa á rúðunni eða að standa í gluggaþvotti þegar sandrok geisar. Uppskriftin að góðum gluggaþvotti er svona: 1. Setjið volgt vatn í fötu og bætið út í matskeið af uppþvottalegi. 2. Dýfið svampinum eða burstanum í löginn og vindið mesta vatnið burt. 3. Strjúkið yfir gluggann, fyrst langsum og svo þvert (sjálfsagt að beita afli þar sem óhreinindi þrjóskast við). 4. Dragið gúmmísköfuna lárétt eftir efsta hluta rúðunnar og hreinsið svo óhreinindi burt af henni með tauklút 5. Dragið sköfunna lóðrétt niður eftir enda rúðunnar og hreinsið óhreinindin af sköfunni með klút. 6. Skafið afganginn af vatninu og óhreinindunum burt með láréttum strokum, án þess að fara mikið inn á þau svæði sem þegar eru orðin hrein og þurr. 7. Notið hreina tusku til að strjúka yfir gluggann og aðliggjandi gluggapósta. Atvinnumenn í faginu mæla ekki með gluggaþvotti í of mikilli sól og hita þar sem sápuvatnið þornar of hratt. En æfingin skapar meistarann og þá er bara að fara að æfa sig. Hús og heimili Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Það er þarft verk að þvo gluggana á þessum árstíma og ætti gluggaþvottur að falla undir föst verkefni sem snúa að því að halda húsunum okkar í horfinu. Á þessum tíma árs liggur sólin lágt og það hefur í för með sér að birtan flæðir í gegnum gluggana, sem flestir eru útataðir eftir vetrarveðrið, rokið og slydduna. Óhreinindin verða hreinlega flóðlýst. Margir eru svo heppnir að komast auðveldlega að gluggunum en aðrir alls ekki, þar á meðal þeir sem búa á 10. hæð og geta því ómögulega sinnt gluggaþvotti. Fyrir þá sem eiga erfitt með að þvo gluggana er besta leiðin að setja sig í samband við þau fyrirtæki sem sérhæfa sig í hvers kyns gluggaþvotti en þau eru allnokkur í höfuðborginni og oftast einhver í stærri byggðakjörnum landsins. Þeim sem vilja sjálfir sjá um gluggaþvott heimilisins er bent á eftirfarandi atriði: Þau tæki sem auðvelda verkið eru: Skafa með gúmmíkanti (allir hafa séð atvinnumennina nota svona) Svampur (eða mjúkur breiður bursti) Tauklútar Fata Vinsamlegast bíðið eftir frostlausum blíðviðriskafla, fátt er jafn pirrandi og ef hreinsigræjurnar frjósa á rúðunni eða að standa í gluggaþvotti þegar sandrok geisar. Uppskriftin að góðum gluggaþvotti er svona: 1. Setjið volgt vatn í fötu og bætið út í matskeið af uppþvottalegi. 2. Dýfið svampinum eða burstanum í löginn og vindið mesta vatnið burt. 3. Strjúkið yfir gluggann, fyrst langsum og svo þvert (sjálfsagt að beita afli þar sem óhreinindi þrjóskast við). 4. Dragið gúmmísköfuna lárétt eftir efsta hluta rúðunnar og hreinsið svo óhreinindi burt af henni með tauklút 5. Dragið sköfunna lóðrétt niður eftir enda rúðunnar og hreinsið óhreinindin af sköfunni með klút. 6. Skafið afganginn af vatninu og óhreinindunum burt með láréttum strokum, án þess að fara mikið inn á þau svæði sem þegar eru orðin hrein og þurr. 7. Notið hreina tusku til að strjúka yfir gluggann og aðliggjandi gluggapósta. Atvinnumenn í faginu mæla ekki með gluggaþvotti í of mikilli sól og hita þar sem sápuvatnið þornar of hratt. En æfingin skapar meistarann og þá er bara að fara að æfa sig.
Hús og heimili Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira