Von á frekari stríðsátökum? 22. mars 2005 00:01 Mörg mikilvæg deilumál eru óútkljáð í Miðausturlöndum og vegurinn fram á við virðist þyrnum stráður. Spurningin er hvort hægt verði að leysa þessar deilur á friðsamlegan hátt eða má búast við frekari stríðsátökum? Það ríkir ákveðin bjartsýni um framtíð Miðausturlanda um þessar mundir því menn sjá vonarglætu í þeim hræringum sem þar eiga sér stað. En það getur brugðið til beggja vona og því fer víðsfjarri að friður og hamingja sé á næsta leiti, enda eru deiluefnin mörg. Magnús Þorkell Bernharðsson, sem er sérfræðingur um þennan heimshluta, skiptir þessum átakapunktum gróflega í fernt. Í fyrsta lagi eru deilur að magnast á milli þjóðernishópa; minnihlutahópa sem krefjast meiri valda. Í öðru lagi er deilt um hvaða hlutverki, ef einhverju, trúin á að gegna. Hvort ríki og kirkja eigi að vera aðskilin eða ekki. Í þriðja lagi er deilt um réttindi kvenna og í fjórða lagi vígvæðingu svæðisins; hverjir megi hafa vopn, hvers konar vopn og hvar Bandaríkjamenn megi hafa herlið sitt og hvar ekki. Magnús telur að á næstu 10-15 árum verði barist um þessar grundvallarspurningar. Óróasvæðin eru nokkur en athygli stjórnmálamanna, fræðimanna og fjölmiðla mun á næstu misserum einkum beinast að sjö löndum. Fyrst ber auðvitað að nefna Írak. Það sér ekki fyrir endann á stríðinu þar og það er óumdeilt að landið verður áfram átakasvæði. Mjög er fylgst með Sádi-Arabíu þar sem mikil ólga kraumar undir og gæti blossað upp hvenær sem er, sérstaklega í austurhluta landsins. Ekki er stöðugleikanum fyrir að fara í Íran og þar spilar einnig inn í utanaðkomandi þrýstingur vegna kjarnorkunnar. Líbanon er á suðupunkti um þessar mundir og þau átök gætu smitast inn í Sýrland. Í Egyptalandi má búast við hatrammri valdabaráttu þegar Mubarak fellur frá eða lætur af völdum. Og síðast en ekki síst verður að nefna Ísrael og Palestínu sem þrátt fyrir jákvæðar breytingar er enn á suðupunkti. Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Mörg mikilvæg deilumál eru óútkljáð í Miðausturlöndum og vegurinn fram á við virðist þyrnum stráður. Spurningin er hvort hægt verði að leysa þessar deilur á friðsamlegan hátt eða má búast við frekari stríðsátökum? Það ríkir ákveðin bjartsýni um framtíð Miðausturlanda um þessar mundir því menn sjá vonarglætu í þeim hræringum sem þar eiga sér stað. En það getur brugðið til beggja vona og því fer víðsfjarri að friður og hamingja sé á næsta leiti, enda eru deiluefnin mörg. Magnús Þorkell Bernharðsson, sem er sérfræðingur um þennan heimshluta, skiptir þessum átakapunktum gróflega í fernt. Í fyrsta lagi eru deilur að magnast á milli þjóðernishópa; minnihlutahópa sem krefjast meiri valda. Í öðru lagi er deilt um hvaða hlutverki, ef einhverju, trúin á að gegna. Hvort ríki og kirkja eigi að vera aðskilin eða ekki. Í þriðja lagi er deilt um réttindi kvenna og í fjórða lagi vígvæðingu svæðisins; hverjir megi hafa vopn, hvers konar vopn og hvar Bandaríkjamenn megi hafa herlið sitt og hvar ekki. Magnús telur að á næstu 10-15 árum verði barist um þessar grundvallarspurningar. Óróasvæðin eru nokkur en athygli stjórnmálamanna, fræðimanna og fjölmiðla mun á næstu misserum einkum beinast að sjö löndum. Fyrst ber auðvitað að nefna Írak. Það sér ekki fyrir endann á stríðinu þar og það er óumdeilt að landið verður áfram átakasvæði. Mjög er fylgst með Sádi-Arabíu þar sem mikil ólga kraumar undir og gæti blossað upp hvenær sem er, sérstaklega í austurhluta landsins. Ekki er stöðugleikanum fyrir að fara í Íran og þar spilar einnig inn í utanaðkomandi þrýstingur vegna kjarnorkunnar. Líbanon er á suðupunkti um þessar mundir og þau átök gætu smitast inn í Sýrland. Í Egyptalandi má búast við hatrammri valdabaráttu þegar Mubarak fellur frá eða lætur af völdum. Og síðast en ekki síst verður að nefna Ísrael og Palestínu sem þrátt fyrir jákvæðar breytingar er enn á suðupunkti.
Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira