Staða borgarsjóðs breytist hratt 23. mars 2005 00:01 R-listinn taldi útsvarshækkun um áramótin nauðsynlega til að bæta erfiðan fjárhag borgarsjóðs. Nú, aðeins þremur mánuðum síðar, er svigrúm til að lofa gjaldfrjálsum leikskóla. Kostnaður við það er álíka mikill og sem nemur útsvarshækkuninni. Af stærri sveitarfélögum var það Reykjavíkurborg sem hækkaði skatta mest á þegna sína með hækkun útsvars um 0,33 prósentustig. Útsvarshækkun borgarinnar um síðustu áramót er drjúg fyrir meðalheimili. Þannig þurfa hjón með meðaltekjur að greiða um 40 þúsund krónum hærri skatta á þessu ári en annars hefði orðið. Borgin hugðist einnig hækka álagningarprósentu fasteignaskatta en féll frá því þar sem verðhækkanir fasteigna einar sér leiða til nærri eins milljarðs króna tekjuauka fyrir borgina af fasteignasköttum milli ára. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagði fyrir þremur mánuðum, til að réttlæta auknar álögur á borgarbúa, að nýverið hefði verið samið við grunnskólakennara og sá samningur hefði kostað borgarsjóð um einn milljarð. Þá væri gert ráð fyrir að greiða niður skuldir borgarinnar um einn og hálfan milljarð króna þannig að ekki veitti af hverri krónu í borgarsjóð. Þegar borgarstjórinn kynnti áform um gjaldfrjálsan leikskóla í síðustu viku var komið annað hljóð í strokkinn. Nú sá borgarstjóri nóg af peningum í borgarsjóði til að greiða niður leikskólagjöld. Steinunn sagði að borð væri fyrir báru og rekstur Reykjavíkurborgar væri í jafnvægi. Það sýndi einnig trausta fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar að stíga þetta skref. Áætlað er að hækkun útsvarsins skili Reykjavíkurborg 740 milljóna króna viðbótarsköttum á ári. Í fréttatilkynningu borgarstjóra í síðustu viku vegna gjaldfrjáls leikskóla kemur fram að kostnaðarauki er áætlaður 846 milljónir króna á ári en þetta á koma í áföngum á nokkrum árum. Nú vaknar sú spurning: Var verið að gabba fólk þegar erfið fjárhagssjóðs var notuð til að réttlæta skattahækkun? Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
R-listinn taldi útsvarshækkun um áramótin nauðsynlega til að bæta erfiðan fjárhag borgarsjóðs. Nú, aðeins þremur mánuðum síðar, er svigrúm til að lofa gjaldfrjálsum leikskóla. Kostnaður við það er álíka mikill og sem nemur útsvarshækkuninni. Af stærri sveitarfélögum var það Reykjavíkurborg sem hækkaði skatta mest á þegna sína með hækkun útsvars um 0,33 prósentustig. Útsvarshækkun borgarinnar um síðustu áramót er drjúg fyrir meðalheimili. Þannig þurfa hjón með meðaltekjur að greiða um 40 þúsund krónum hærri skatta á þessu ári en annars hefði orðið. Borgin hugðist einnig hækka álagningarprósentu fasteignaskatta en féll frá því þar sem verðhækkanir fasteigna einar sér leiða til nærri eins milljarðs króna tekjuauka fyrir borgina af fasteignasköttum milli ára. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagði fyrir þremur mánuðum, til að réttlæta auknar álögur á borgarbúa, að nýverið hefði verið samið við grunnskólakennara og sá samningur hefði kostað borgarsjóð um einn milljarð. Þá væri gert ráð fyrir að greiða niður skuldir borgarinnar um einn og hálfan milljarð króna þannig að ekki veitti af hverri krónu í borgarsjóð. Þegar borgarstjórinn kynnti áform um gjaldfrjálsan leikskóla í síðustu viku var komið annað hljóð í strokkinn. Nú sá borgarstjóri nóg af peningum í borgarsjóði til að greiða niður leikskólagjöld. Steinunn sagði að borð væri fyrir báru og rekstur Reykjavíkurborgar væri í jafnvægi. Það sýndi einnig trausta fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar að stíga þetta skref. Áætlað er að hækkun útsvarsins skili Reykjavíkurborg 740 milljóna króna viðbótarsköttum á ári. Í fréttatilkynningu borgarstjóra í síðustu viku vegna gjaldfrjáls leikskóla kemur fram að kostnaðarauki er áætlaður 846 milljónir króna á ári en þetta á koma í áföngum á nokkrum árum. Nú vaknar sú spurning: Var verið að gabba fólk þegar erfið fjárhagssjóðs var notuð til að réttlæta skattahækkun?
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira