Segist ekki hafa beitt þrýstingi 25. mars 2005 00:01 Landbúnaðarráðherra segist ekki hafa þrýst á úthlutunarnefnd launasjóðs myndlistarmanna um að veita ákveðnum listamanni starfslaun, hann hafi einungis talað við einn nefndarmanna til að fá upplýsingar. Formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna sagði í viðtali í gær að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefði hringt í einn nefndarmanna og talað máli ákveðins listamanns og taldi formaðurinn að um væri að ræða óeðlilegan, pólitískan þrýsting á nefndina. Landbúnaðarráðherra segist ekki hafa beitt neinn þrýstingi; hann hafi viljað hvetja hógværa, sunnlenska listakonu til að sækja um. Hann segist hafa hringt í Olgu Bergmann nefndarmann fyrir 3-4 mánuðum til að spyrja um tíma og rúm hvað umsóknir varðaði og fleira hvað þyrfti til og Olga hafi lýst því fyrir sér af prúðmennsku. „Ég nefndi hins vegar nafn Siggu á Grund; ég væri að hvetja hana til þess að leggja verk þeirra (svo) í þeirra dóm. Hún tók því vel og talaði um að margir sæktu og fáir fengju. Ég sagðist skilja það. Þetta hlyti að vera dómnefnd sem ynni af fagmennsku. En ég var ekki með neinn þrýsting,“ segir Guðni. Guðni segir listakonuna hafa sótt um en ekki fengið. Hún hafi hringt í nefndarmann og fengið óblíðar viðtökur. Þá hafi Guðni haft af því áhyggjur að þetta símtal hefði skemmt fyrir möguleikum hennar, hann hafi rætt við formann nefndarinnar sem sagði það engin áhrif hafa haft. Guðni segir stjórn SÍM vera að gera hann að blóraböggli í málinu. Spurður hvort honum finnist ekki eðlilegt að menn setji spurningarmerki við það að ráðherra tali við nefndarmenn sem sjái um úthlutun og tali máli sérstaks listamanns kveðst ekki hafa verið að tala máli listamannsins; hann hafi einungis verið að leita upplýsinga og síðan getið nafnsins í samtalinu. „Ég geri mér gein fyrir því að að vera ráðherra um sinn getur fylgt ákveðið vald. Ég var ekki að misnota það og geri mér grein fyrir því að hafi mér dottið í hug að ég hefði áhrif, þá myndi það í mínum huga geta haft öfug áhrif,“ segir Guðni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segist ekki hafa þrýst á úthlutunarnefnd launasjóðs myndlistarmanna um að veita ákveðnum listamanni starfslaun, hann hafi einungis talað við einn nefndarmanna til að fá upplýsingar. Formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna sagði í viðtali í gær að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefði hringt í einn nefndarmanna og talað máli ákveðins listamanns og taldi formaðurinn að um væri að ræða óeðlilegan, pólitískan þrýsting á nefndina. Landbúnaðarráðherra segist ekki hafa beitt neinn þrýstingi; hann hafi viljað hvetja hógværa, sunnlenska listakonu til að sækja um. Hann segist hafa hringt í Olgu Bergmann nefndarmann fyrir 3-4 mánuðum til að spyrja um tíma og rúm hvað umsóknir varðaði og fleira hvað þyrfti til og Olga hafi lýst því fyrir sér af prúðmennsku. „Ég nefndi hins vegar nafn Siggu á Grund; ég væri að hvetja hana til þess að leggja verk þeirra (svo) í þeirra dóm. Hún tók því vel og talaði um að margir sæktu og fáir fengju. Ég sagðist skilja það. Þetta hlyti að vera dómnefnd sem ynni af fagmennsku. En ég var ekki með neinn þrýsting,“ segir Guðni. Guðni segir listakonuna hafa sótt um en ekki fengið. Hún hafi hringt í nefndarmann og fengið óblíðar viðtökur. Þá hafi Guðni haft af því áhyggjur að þetta símtal hefði skemmt fyrir möguleikum hennar, hann hafi rætt við formann nefndarinnar sem sagði það engin áhrif hafa haft. Guðni segir stjórn SÍM vera að gera hann að blóraböggli í málinu. Spurður hvort honum finnist ekki eðlilegt að menn setji spurningarmerki við það að ráðherra tali við nefndarmenn sem sjái um úthlutun og tali máli sérstaks listamanns kveðst ekki hafa verið að tala máli listamannsins; hann hafi einungis verið að leita upplýsinga og síðan getið nafnsins í samtalinu. „Ég geri mér gein fyrir því að að vera ráðherra um sinn getur fylgt ákveðið vald. Ég var ekki að misnota það og geri mér grein fyrir því að hafi mér dottið í hug að ég hefði áhrif, þá myndi það í mínum huga geta haft öfug áhrif,“ segir Guðni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira