Páskafrí grunnskólanna ekki stytt 26. mars 2005 00:01 Ekki kom til greina að stytta páskafrí grunnskólabarna í ár til að vega á móti töpuðum skólatíma í kennaraverkfallinu. Svo virðist sem meirihluti foreldraráða og kennara í skólum í Reykjavík hafi verið því andsnúinn. Í kjölfar kennaraverkfallsins í vetur var rætt um nauðsyn þess að bæta nemendum upp þær kennslustundir sem töpuðust. Með það að markmiði fengu skólarnir í Reykjavík til dæmis 50 milljónir króna til að endurskipuleggja starfið. Skólunum var í sjálfsvald sett hvernig staðið yrði að málum. Aðaláherslan hefur verið lögð á níundu og tíundu bekkinga og víða hefur verið boðið upp á aukatíma á laugardögum og á kvöldin. Aðrir skólar hafa einfaldlega reynt að fara hraðar yfir námsefnið. Meirihluti kennara og nemenda munu þó alfarið hafa sett sig á móti því að tekið væri af páskafríi barnanna sem hófst síðasta föstudag. Þau rök sem bárust formanni Fræðsluráðs voru meðal annars þau að ekki mætti eyðileggja dýrmætar fjölskyldustundir. Reyndar vilja sumir foreldrar alls ekki að börnin sæki þá aukatíma sem í boði eru því það komi út sem refsing fyrir börnin að vera í skóla á meðan aðrir eiga frí. Og nemendur sjálfir ráða því hvort þeir mæti yfir höfuð í þá. Hér er aðeins verið að tala um nemendur í efstu bekkjunum. Þeim yngri býðst ekki slíkur uppbótatími. Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKS, segist þó vona að skólarnir muni koma til móts við þá, jafnvel á komandi árum. Aðspurð hvort það skipti engu máli þótt börn tapi 7-8 vikum úr kennslu á hverjum vetri segir hún að að sjálfsögðu ætti það að skipta máli. Hún kveðst trúa því að svo sé og einnig að átak sé í gangi í skólunum, þótt lítið fari kannski fyrir því. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Ekki kom til greina að stytta páskafrí grunnskólabarna í ár til að vega á móti töpuðum skólatíma í kennaraverkfallinu. Svo virðist sem meirihluti foreldraráða og kennara í skólum í Reykjavík hafi verið því andsnúinn. Í kjölfar kennaraverkfallsins í vetur var rætt um nauðsyn þess að bæta nemendum upp þær kennslustundir sem töpuðust. Með það að markmiði fengu skólarnir í Reykjavík til dæmis 50 milljónir króna til að endurskipuleggja starfið. Skólunum var í sjálfsvald sett hvernig staðið yrði að málum. Aðaláherslan hefur verið lögð á níundu og tíundu bekkinga og víða hefur verið boðið upp á aukatíma á laugardögum og á kvöldin. Aðrir skólar hafa einfaldlega reynt að fara hraðar yfir námsefnið. Meirihluti kennara og nemenda munu þó alfarið hafa sett sig á móti því að tekið væri af páskafríi barnanna sem hófst síðasta föstudag. Þau rök sem bárust formanni Fræðsluráðs voru meðal annars þau að ekki mætti eyðileggja dýrmætar fjölskyldustundir. Reyndar vilja sumir foreldrar alls ekki að börnin sæki þá aukatíma sem í boði eru því það komi út sem refsing fyrir börnin að vera í skóla á meðan aðrir eiga frí. Og nemendur sjálfir ráða því hvort þeir mæti yfir höfuð í þá. Hér er aðeins verið að tala um nemendur í efstu bekkjunum. Þeim yngri býðst ekki slíkur uppbótatími. Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKS, segist þó vona að skólarnir muni koma til móts við þá, jafnvel á komandi árum. Aðspurð hvort það skipti engu máli þótt börn tapi 7-8 vikum úr kennslu á hverjum vetri segir hún að að sjálfsögðu ætti það að skipta máli. Hún kveðst trúa því að svo sé og einnig að átak sé í gangi í skólunum, þótt lítið fari kannski fyrir því.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira