Fyrirtækjum fækkað úr 75 í 31 31. mars 2005 00:01 Fyrirtækjum í Kauphöll Íslands hefur fækkað úr 75 árið 2000 niður í 31 núna og aðeins þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verða skráð þar þegar Samherji á Akureyri verður afskráður í sumar. Sú afskráning gerist í kjölfar yfirtökutilboðs aðaleigendanna og samstarfsfélaga þeirra á öllu öðru hlutafé í félaginu. Sjávarútvegsfyrirtækin eru því á hraðri útleið úr Kauphöllinni. Fyrir aðeins þremur árum voru sextán sjávarútvegsfyrirtæki þar á skrá og réðu þau yfir u.þ.b. 46 prósentum heildarkvótans en við brotthvarf Samherja lækkar sú tala um u.þ.b. 20 prósent. Fyrirtækin sem eftir verða í Kauphöllinni þegar Samherji fer þaðan eru HB Grandi, Vinnslustöðin og Þormóður rammi - Sæberg. Árið 1992, sem í raun má telja fyrsta ár markaðarins, voru ellefu fyrirtæki skráð í Kauphöllinni og fjölgaði þeim nokkuð jafnt og þétt upp í 75 árið 1999 og var sami fjöldi árið eftir. Síðan hefur þeim fækkað jafnt og þétt niður í 31. Þá er hópur þungavigtarfélaganna orðinn býsna einsleitur, eða fjármálafyrirtæki. KB banki er langstærsta félagið, metinn á 340 milljarða króna, Íslandsbanki er næststærstur, metinn á rúma 150 milljarða og Landsbankinn upp á 130 milljarða eftir nýafstaðið hlutafjárútboð. Lyfjafyrirtækið Actavis er svo í fjorða sæti, metið á tæpa 120 milljarða. Þrátt fyrir mikla fækkun fyrirtækja í Kauphöllinni hefur markaðsvirði þeirra aldrei verið meira en í fyrra þegar það hátt í tvöfaldaðist frá árinu áður. En þrátt fyrir það segja fjárfestar nú að fæð fyrirtækjanna á markaðnum og einhæfni þeirra sé að verða til óþæginda því með þessu móti geti þeir ekki dreift sem skildi áhættu sinni. Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Fyrirtækjum í Kauphöll Íslands hefur fækkað úr 75 árið 2000 niður í 31 núna og aðeins þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verða skráð þar þegar Samherji á Akureyri verður afskráður í sumar. Sú afskráning gerist í kjölfar yfirtökutilboðs aðaleigendanna og samstarfsfélaga þeirra á öllu öðru hlutafé í félaginu. Sjávarútvegsfyrirtækin eru því á hraðri útleið úr Kauphöllinni. Fyrir aðeins þremur árum voru sextán sjávarútvegsfyrirtæki þar á skrá og réðu þau yfir u.þ.b. 46 prósentum heildarkvótans en við brotthvarf Samherja lækkar sú tala um u.þ.b. 20 prósent. Fyrirtækin sem eftir verða í Kauphöllinni þegar Samherji fer þaðan eru HB Grandi, Vinnslustöðin og Þormóður rammi - Sæberg. Árið 1992, sem í raun má telja fyrsta ár markaðarins, voru ellefu fyrirtæki skráð í Kauphöllinni og fjölgaði þeim nokkuð jafnt og þétt upp í 75 árið 1999 og var sami fjöldi árið eftir. Síðan hefur þeim fækkað jafnt og þétt niður í 31. Þá er hópur þungavigtarfélaganna orðinn býsna einsleitur, eða fjármálafyrirtæki. KB banki er langstærsta félagið, metinn á 340 milljarða króna, Íslandsbanki er næststærstur, metinn á rúma 150 milljarða og Landsbankinn upp á 130 milljarða eftir nýafstaðið hlutafjárútboð. Lyfjafyrirtækið Actavis er svo í fjorða sæti, metið á tæpa 120 milljarða. Þrátt fyrir mikla fækkun fyrirtækja í Kauphöllinni hefur markaðsvirði þeirra aldrei verið meira en í fyrra þegar það hátt í tvöfaldaðist frá árinu áður. En þrátt fyrir það segja fjárfestar nú að fæð fyrirtækjanna á markaðnum og einhæfni þeirra sé að verða til óþæginda því með þessu móti geti þeir ekki dreift sem skildi áhættu sinni.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira