Tugir kvartana á viku 31. mars 2005 00:01 Samkvæmt lögum eiga fasteignasalar að gera samninga fyrirfram við kaupendur og seljendur um þá þjónustu sem þeir inna af hendi. Sigurður Helgi segir að í þessu sé pottur brotinn og berist Húseigendafélaginu tugir kvartana á viku. Sigurður Helgi segir að fasteignasalar geti "verið háskalegir á marga lund". Þeir tali upp fasteignaverðið enda séu það hagsmunir þeirra að fasteignaverð haldist ávallt sem hæst þar sem sölulaunin séu hlutfallstengd. "Það er ekkert náttúrulögmál að þóknun fasteignasala þurfi að miðast við kaupverð eigna," segir hann og telur ekkert til fyrirstöðu að miða við þann tíma og fyrirhöfn sem salan tekur og taka til dæmis upp tímagjald eins og tíðkast hjá mörgum stéttum. "Hagsmunatengdar gjaldskrár hafa verið á undanhaldi hjá flestum sjálfstæðum sérfræðistéttum," segir hann. Verðskrá fasteignasala er misjöfn. Á nokkrum fasteignasölum er föst gjaldskrá upp á rúmar 124 þúsund og allt upp í 199 þúsund krónur með virðisaukaskatti og skiptir þá ekki máli hversu stór eignin er. Á einni fasteignasölu er þóknunin eitt prósent en annars taka fasteignasalar 1,5-3,0 prósent af sölu eigna. Virðisaukaskattur bætist svo við. Misjafnt er hvað er innifalið í þóknun fasteignasala og hvort greiða þurfi umsýslugjald. Í fæstum tilfellum virðist til yfirlit yfir það hvaða þjónusta er innifalin í gjaldinu. Þinglýsingargjald er aldrei innifalið, aðeins snúningar með samninga til þinglýsingar. Hraði, spenna og óðagot einkennir oft fasteignaviðskipti og það telur Sigurður Helgi að dragi á eftir sér ýmsa vonda dilka. "Menn flýta sér um of undir pressu oftar en ekki frá fasteignasölum og gá ekki að sér. Þess vegna er hrapað til samninga þrátt fyrir lausa enda. Þetta hefur í för með sér eftirmál með tilheyrandi kostnaði og leiðindum," segir hann. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, neitar að tjá sig. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Samkvæmt lögum eiga fasteignasalar að gera samninga fyrirfram við kaupendur og seljendur um þá þjónustu sem þeir inna af hendi. Sigurður Helgi segir að í þessu sé pottur brotinn og berist Húseigendafélaginu tugir kvartana á viku. Sigurður Helgi segir að fasteignasalar geti "verið háskalegir á marga lund". Þeir tali upp fasteignaverðið enda séu það hagsmunir þeirra að fasteignaverð haldist ávallt sem hæst þar sem sölulaunin séu hlutfallstengd. "Það er ekkert náttúrulögmál að þóknun fasteignasala þurfi að miðast við kaupverð eigna," segir hann og telur ekkert til fyrirstöðu að miða við þann tíma og fyrirhöfn sem salan tekur og taka til dæmis upp tímagjald eins og tíðkast hjá mörgum stéttum. "Hagsmunatengdar gjaldskrár hafa verið á undanhaldi hjá flestum sjálfstæðum sérfræðistéttum," segir hann. Verðskrá fasteignasala er misjöfn. Á nokkrum fasteignasölum er föst gjaldskrá upp á rúmar 124 þúsund og allt upp í 199 þúsund krónur með virðisaukaskatti og skiptir þá ekki máli hversu stór eignin er. Á einni fasteignasölu er þóknunin eitt prósent en annars taka fasteignasalar 1,5-3,0 prósent af sölu eigna. Virðisaukaskattur bætist svo við. Misjafnt er hvað er innifalið í þóknun fasteignasala og hvort greiða þurfi umsýslugjald. Í fæstum tilfellum virðist til yfirlit yfir það hvaða þjónusta er innifalin í gjaldinu. Þinglýsingargjald er aldrei innifalið, aðeins snúningar með samninga til þinglýsingar. Hraði, spenna og óðagot einkennir oft fasteignaviðskipti og það telur Sigurður Helgi að dragi á eftir sér ýmsa vonda dilka. "Menn flýta sér um of undir pressu oftar en ekki frá fasteignasölum og gá ekki að sér. Þess vegna er hrapað til samninga þrátt fyrir lausa enda. Þetta hefur í för með sér eftirmál með tilheyrandi kostnaði og leiðindum," segir hann. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, neitar að tjá sig.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira