Messuhald verður tileinkað páfa 3. apríl 2005 00:01 Kaþólikkar á Íslandi leituðu margir í kirkjur eftir að þeim bárust tíðindin í gær, tóku þátt í bænastundum og kveiktu á kertum. Messuhald í dag og alla næsta viku mun verða tileinkað minningu Jóhannesar Páls páfa. Í Róm og í Páfagarði hefst nú undirbúningur útfarar og vals eftirmanns páfa. Jóhannes Páll páfi annar sat á páfastóli í 26 ár og stýrði kaþólsku kirkjunni í gegnum umbrotatíma í heimssögunni. Hann beitti sér gegn kommúnisma og síðar því sem hann taldi neikvæð áhrif kapítalisma, svo að dæmi séu tekin. Hann var fyrsti páfinn sem messaði í kirkju mótmælenda, steig fæti inn í bænahús gyðinga og mosku. Hann var einnig fyrsti páfinn í 455 ár sem ekki var ítalskur. Í Rómarborg er búist við því að pílagrímar hvaðanæva úr heiminum streymi nú til borgarinnar til að vera viðstaddir útför páfa sem verður að líkindum á milli miðvikudagsins og föstudagsins í þessari viku. Aukalestir eru þegar komnar í umferð, drykkjarvatn hefur verið flutt til borgarinnar og þúsundir rúma hafa verið útvegaðar til að unnt sé að hýsa allan mannfjöldann. Talsmenn Páfagarðs hafa greint frá því að lík páfa muni liggja í basilíku heilags Péturs frá morgundeginum svo að almenningur geti vottað honum virðingu sína. 117 kardínálum kaþólsku kirkjunnar um víða veröld verður því næst stefnt til Páfagarðs til páfakjörfundar sem verður að líkindum eftir um hálfan mánuð eða svo. Þeirra bíður það verk að velja eftirmann Jóhannesar Páls. Nokkur nöfn hafa verið nefnd en enginn þeirra sem nefndur hefur verið til sögunnar er talinn sérstaklega líklegur eftirmaður. Sömu sögu var raunar að segja af Jóhannesi Páli þegar hann var valinn á sínum tíma. Í ljósi þess að hann skipaði alla nema tvo þeirra kardínála sem velja eftirmanninn er líkum þó leitt að því að næsti páfi muni haga starfa sínum í anda Jóhannesar Páls. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Kaþólikkar á Íslandi leituðu margir í kirkjur eftir að þeim bárust tíðindin í gær, tóku þátt í bænastundum og kveiktu á kertum. Messuhald í dag og alla næsta viku mun verða tileinkað minningu Jóhannesar Páls páfa. Í Róm og í Páfagarði hefst nú undirbúningur útfarar og vals eftirmanns páfa. Jóhannes Páll páfi annar sat á páfastóli í 26 ár og stýrði kaþólsku kirkjunni í gegnum umbrotatíma í heimssögunni. Hann beitti sér gegn kommúnisma og síðar því sem hann taldi neikvæð áhrif kapítalisma, svo að dæmi séu tekin. Hann var fyrsti páfinn sem messaði í kirkju mótmælenda, steig fæti inn í bænahús gyðinga og mosku. Hann var einnig fyrsti páfinn í 455 ár sem ekki var ítalskur. Í Rómarborg er búist við því að pílagrímar hvaðanæva úr heiminum streymi nú til borgarinnar til að vera viðstaddir útför páfa sem verður að líkindum á milli miðvikudagsins og föstudagsins í þessari viku. Aukalestir eru þegar komnar í umferð, drykkjarvatn hefur verið flutt til borgarinnar og þúsundir rúma hafa verið útvegaðar til að unnt sé að hýsa allan mannfjöldann. Talsmenn Páfagarðs hafa greint frá því að lík páfa muni liggja í basilíku heilags Péturs frá morgundeginum svo að almenningur geti vottað honum virðingu sína. 117 kardínálum kaþólsku kirkjunnar um víða veröld verður því næst stefnt til Páfagarðs til páfakjörfundar sem verður að líkindum eftir um hálfan mánuð eða svo. Þeirra bíður það verk að velja eftirmann Jóhannesar Páls. Nokkur nöfn hafa verið nefnd en enginn þeirra sem nefndur hefur verið til sögunnar er talinn sérstaklega líklegur eftirmaður. Sömu sögu var raunar að segja af Jóhannesi Páli þegar hann var valinn á sínum tíma. Í ljósi þess að hann skipaði alla nema tvo þeirra kardínála sem velja eftirmanninn er líkum þó leitt að því að næsti páfi muni haga starfa sínum í anda Jóhannesar Páls.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira