Fimm leikir í NBA í nótt 13. apríl 2005 00:01 Fimm leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Þar bar hæst slagur Philadelphia 76ers og Boston Celtics, en liðin eru í harðri baráttu um sæti sín í úrslitakeppninni. Það voru gestirnir frá Boston sem höfðu sigur í nótt, 105-98 og nánast tryggðu sér sigurinn í Atlantshafsriðlinum fyrir vikið. Paul Pierce var atkvæðamestur í liði gestanna með 27 stigum og 13 fráköst og skoraði auk þess körfuna sem tryggði sigur Boston í lokin. Antoine Walker skoraði 18 stig í leiknum og Ricky Davis bætti við 16 stigum. Hjá Philadelphia var Allen Iverson stigahæstur að venju með 28 stig, en hann fékk sig ekki til að sitja lengur á bekknum og lék allann leikinn þrátt fyrir að vera meiddur á báðum þumalfingrum. San Antonio Spurs sluppu með skrekkinn gegn Portland Trailblazers, því eftir að vera með unninn leik í höndunum, misstu þeir niður gott forskot sitt í lokin, en unnu að lokum 95-89 sigur. Manu Ginobili hefur verið allt í öllu í sókninni hjá Spurs í fjarveru Tim Duncan og skoraði 30 stig í leiknum í nótt. Nú styttist í að Duncan snúi aftur til leiks með Spurs, en þeir verða hinsvegar án miðherja síns Rasho Nesterovic fram í úrslitakeppni vegna meiðsla hans. Með sigrinum í nótt, tryggðu Spurs sér sigurinn í Suð-vesturdeildinni og urðu þar með fyrsta liðið til að vinna hina nýju deild, sem stofnuð var í fyrra í kjölfar fjölgunar liða í NBA í 30. Toronto Raptors sigruðu NewYork Knicks 105-93 í New York í leik sem hafði litla þýðingu fyrir bæði lið. Stephon Marbury var stigahæstur í liði heimamanna með 22 stig, en kvartaði undan því eftir leikinn að leikmenn hefðu ekki nennt að leggja sig fram á vellinum. Chris Bosh var bestur í liði gestanna með 29 stig. LA Clippers tryggðu sinn besta árangur á heimavelli síðan þeir fluttu í Staples Center höllina í Los Angeles fyrir 6 árum, þegar þeir sigruðu heillum horfið lið Utah Jazz. Utah liðið notaði 33. mismunandi byrjunarlið sitt á tímabilinu í leiknum, sem endurspeglar vandræði liðsins með meiðsli og slaka frammistöðu í vetur. Elton Brand var stigahæstur í liðið Clippers með 25 stig, en Mehmet Okur var skárstur í liði Jazz með 16 stig og 14 fráköst. Phoenix Suns halda sínu striki og sigruðu New Orleans Hornets í nótt, þrátt fyrir að sigurinn væri ekki mjög sannfærandi. Phoenix notuðu góða rispu í lokin til að tryggja sigurinn gegn slöku liði Hornets og eru nú í lykilstöðu til að tryggja sér sigurinn í Vesturdeildinni í fyrsta sinn í yfir 10 ár. Lokaúrslit urðu 99-85 og það var Amare Stoudamire sem var stigahæstur í liði Phoenix með 27 stig. Jimmy Jackson skoraði 20 stig og hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum og Shawn Marion skoraði 18 stig og hirti 17 fráköst. Hjá Hornets var J.R. Smith var bestur með 23 stig, en aðeins 12 stig í fjórða leikhluta urðu liðinu að falli gegn Suns, sem settu einfaldlega í fluggírinn þegar þeir þurftu á því að halda og kláruðu leikinn. NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Fimm leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Þar bar hæst slagur Philadelphia 76ers og Boston Celtics, en liðin eru í harðri baráttu um sæti sín í úrslitakeppninni. Það voru gestirnir frá Boston sem höfðu sigur í nótt, 105-98 og nánast tryggðu sér sigurinn í Atlantshafsriðlinum fyrir vikið. Paul Pierce var atkvæðamestur í liði gestanna með 27 stigum og 13 fráköst og skoraði auk þess körfuna sem tryggði sigur Boston í lokin. Antoine Walker skoraði 18 stig í leiknum og Ricky Davis bætti við 16 stigum. Hjá Philadelphia var Allen Iverson stigahæstur að venju með 28 stig, en hann fékk sig ekki til að sitja lengur á bekknum og lék allann leikinn þrátt fyrir að vera meiddur á báðum þumalfingrum. San Antonio Spurs sluppu með skrekkinn gegn Portland Trailblazers, því eftir að vera með unninn leik í höndunum, misstu þeir niður gott forskot sitt í lokin, en unnu að lokum 95-89 sigur. Manu Ginobili hefur verið allt í öllu í sókninni hjá Spurs í fjarveru Tim Duncan og skoraði 30 stig í leiknum í nótt. Nú styttist í að Duncan snúi aftur til leiks með Spurs, en þeir verða hinsvegar án miðherja síns Rasho Nesterovic fram í úrslitakeppni vegna meiðsla hans. Með sigrinum í nótt, tryggðu Spurs sér sigurinn í Suð-vesturdeildinni og urðu þar með fyrsta liðið til að vinna hina nýju deild, sem stofnuð var í fyrra í kjölfar fjölgunar liða í NBA í 30. Toronto Raptors sigruðu NewYork Knicks 105-93 í New York í leik sem hafði litla þýðingu fyrir bæði lið. Stephon Marbury var stigahæstur í liði heimamanna með 22 stig, en kvartaði undan því eftir leikinn að leikmenn hefðu ekki nennt að leggja sig fram á vellinum. Chris Bosh var bestur í liði gestanna með 29 stig. LA Clippers tryggðu sinn besta árangur á heimavelli síðan þeir fluttu í Staples Center höllina í Los Angeles fyrir 6 árum, þegar þeir sigruðu heillum horfið lið Utah Jazz. Utah liðið notaði 33. mismunandi byrjunarlið sitt á tímabilinu í leiknum, sem endurspeglar vandræði liðsins með meiðsli og slaka frammistöðu í vetur. Elton Brand var stigahæstur í liðið Clippers með 25 stig, en Mehmet Okur var skárstur í liði Jazz með 16 stig og 14 fráköst. Phoenix Suns halda sínu striki og sigruðu New Orleans Hornets í nótt, þrátt fyrir að sigurinn væri ekki mjög sannfærandi. Phoenix notuðu góða rispu í lokin til að tryggja sigurinn gegn slöku liði Hornets og eru nú í lykilstöðu til að tryggja sér sigurinn í Vesturdeildinni í fyrsta sinn í yfir 10 ár. Lokaúrslit urðu 99-85 og það var Amare Stoudamire sem var stigahæstur í liði Phoenix með 27 stig. Jimmy Jackson skoraði 20 stig og hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum og Shawn Marion skoraði 18 stig og hirti 17 fráköst. Hjá Hornets var J.R. Smith var bestur með 23 stig, en aðeins 12 stig í fjórða leikhluta urðu liðinu að falli gegn Suns, sem settu einfaldlega í fluggírinn þegar þeir þurftu á því að halda og kláruðu leikinn.
NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira