Sjö kærðir vegna ítrekaðra innbrota hjá íþróttastjörnum Sjö karlmenn hafa verið kærðir vegna ítrekaðra innbrota hjá íþróttastjörnum í Bandaríkjunum. Alls stálu þeir hlutum sem verðlagðir voru á tvær milljónir Bandaríkjadala eða rúmlega 280 milljónir íslenskra króna. Sport 19.2.2025 23:33
Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Kyrie Irving vill skipta um landslið. Hann hefur skipt margoft um félag á NBA ferli sínum en nú vill hann komast í nýtt landslið. Hann segist vera með góðan menn með sér að fá leyfi fyrir því. Körfubolti 19.2.2025 13:01
Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Stjörnuleikur NBA deildarinnar hefur dvínað verulega í vinsældum undanfarin ár. Deildin bryddar sífellt upp á nýjungum en það hefur ekki borið árangur í áhorfstölum. Victor Wembanyama og Giannis Antetokounmpo eru hrifnir af hugmyndinni um leik milli bandarískra leikmanna og leikmanna frá öðrum löndum. Körfubolti 17.2.2025 20:02
„Luka, vertu fokking þú sjálfur“ LeBron James var með ansi skýr skilaboð til Luka Doncic þegar leikmenn LA Lakers hópuðust saman í hring rétt fyrir fyrsta leik Slóvenans magnaða, eftir ein stærstu leikmannaskipti sögunnar í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 11. febrúar 2025 08:32
Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Luka Doncic spilar í nótt sinn fyrsta leik með Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta síðan að félagið fékk hann í leikmannaskiptum við Dallas Mavericks. Körfubolti 10. febrúar 2025 20:01
Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Félagarnir í þættinum Lögmál leiksins á Stöð 2 Sport héldu áfram að spá í spilin varðandi leikmannaskipti Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers á Luka Doncic og Anthony Davis auk fleiri aukaleikara. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 í kvöld. Körfubolti 10. febrúar 2025 17:00
Davis meiddist strax í fyrsta leik Ferill Anthony Davis hjá Dallas Mavericks byrjaði ekki vel því hann meiddist og verður frá næstu vikurnar. Körfubolti 10. febrúar 2025 16:17
Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Jimmy Butler spilaði stórkostlega í sínum fyrsta leik fyrir Golden State Warriors, þrátt fyrir að hafa ekkert æft með liðinu áður. Körfubolti 9. febrúar 2025 10:30
Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Miðherjinn Mark Williams féll á læknisskoðun og mun ekki leika með Los Angeles Lakers á tímabilinu, skipti hans frá Charlotte Hornets hafa verið felld úr gildi. Körfubolti 9. febrúar 2025 09:30
LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Los Angeles Lakers, lið LeBrons James, er að ganga í gegnum miklar breytingar þessa dagana en hann sjálfur er að spila frábærlega og leiðir vængbrotið lið til sigurs í hverjum leiknum á fætur öðrum. Körfubolti 7. febrúar 2025 22:46
Jimmy Butler endaði hjá Golden State NBA liðin Miami Heat og Golden State Warriors skiptust á leikmönnum í nótt og þar með líkur tíma Jimmy Butler hjá Miami. Körfubolti 6. febrúar 2025 06:31
Durant vill ekki fara til Golden State Kevin Durant er einn af þeim leikmönnum sem gæti endaði í nýju liði áður en félagsskiptaglugginn lokast í NBA deildinni í körfubolta. Körfubolti 5. febrúar 2025 21:32
Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Lebron James, stjörnuleikmaður NBA liðs Los Angeles Lakers segir það enn súrealískt fyrir sig að sjá Luka Doncic mættan til Lakers. Doncic var hluti af sögulegum skiptum í NBA deildinni. Körfubolti 5. febrúar 2025 11:02
Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Golden State Warriors íhuga nú að sækja Kevin Durant á ný áður en félagaskiptagluggi NBA-deildarinnar í körfubolta lokar þann 6. febrúar. Durant lék með Warriors frá 2016-19 og varð meistari tvívegis. Körfubolti 4. febrúar 2025 22:32
Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Skipti Luka Doncic til Los Angeles Lakers frá Dallas Mavericks fyrir Anthony Davis hafa vakið mikla athygli. Skiptar skoðanir eru um mörg atriði samningsins sem félögin gerðu með sér. Körfubolti 4. febrúar 2025 16:53
Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Nico Harrison, framkvæmdastjóri NBA-liðsins Dallas Mavericks, tók í gikkinn á einum ótrúlegustu skiptum í sögu deildarinnar þegar Luka Dončić var skipt til Los Angeles Lakers. Harrison segir skiptin passa inn í framtíðarsýn og menningu Dallas-liðsins. Körfubolti 4. febrúar 2025 07:02
„Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aðalmálið í Lögmálum leiksins í dag er að sjálfsögðu risaskiptin á milli Dallas Mavericks og LA lakers, á þeim Luka Doncic og Anthony Davis, og eru sérfræðingarnir ekki alveg sammála um hversu galin þau séu. Körfubolti 3. febrúar 2025 15:00
Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Sasa Doncic, pabbi Luka Doncic, er ekki síður en allir aðrir furðu lostinn yfir þeirri ákvörðun forráðamanna Dallas Mavericks að láta einn allra besta leikmann heims fara. Körfubolti 3. febrúar 2025 09:02
Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers komu öllum á óvart með einum stærstu leikmannaskiptum sögunnar í NBA deildinni þegar liðin skiptust á súperstjörnum í nótt. Það sem meira er Dallas Mavericks var tilbúið að láta frá sér leikmann sem flest félög dreymir um að byggja lið sín í kringum. Körfubolti 2. febrúar 2025 10:23
Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks hafa snúið NBA-heiminum á hvolf með skiptum sem senda Luka Doncic til Lakers og Anthony Davis til Mavericks. Körfubolti 2. febrúar 2025 07:28
Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Devin Booker var ekki valinn til að taka þátt í stjörnuleik NBA deildarinnar. Hann telur tímabært að stækka stjörnuleikinn þannig að bæði stjörnuliðin megi hafa fimmtán leikmenn, líkt og liðum í deildinni hefur verið leyft undanfarin fjögur tímabil. Körfubolti 31. janúar 2025 23:15
Búbbluhausinn verður í banni Isaiah Stewart hefur verið dæmdur í eins leiks bann, án launa, í NBA deildinni eftir að hafa safnað upp sex óíþróttamannslegum villum á sig á tímabilinu. Hann mun taka bannið út í kvöld, á sama tíma og Detroit Pistons mun gefa búbbluhaus í hans mynd. Körfubolti 31. janúar 2025 20:45
Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar í körfubolta, er opinn fyrir því að stytta leiki í deildinni um átta mínútur. Körfubolti 30. janúar 2025 11:31
Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila JJ Redick, þjálfari Los Angeles Lakers, segist ef til vill hafa gert mistök með því nota Bronny James jafn mikið og hann gerði í leiknum gegn Philadelphia 76ers í nótt. Körfubolti 29. janúar 2025 13:32