Stjörnuhrap í Eyjum 17. apríl 2005 00:01 ÍBV og Haukar mætast í úrslitum DHL-deildar kvenna en Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér réttinn til þess að mæta Haukum í dag er það valtaði yfir Stjörnuna, 32-24, í oddaleik liðanna í Eyjum. Stjarnan skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins en síðan ekki söguna meir. ÍBV tók völdin á vellinum og smám saman sigldi fram hjá Stjörnunni. Þegar fyrri hálfleikur var liðinn hafði ÍBV góð tök á leiknum og fjögurra marka forystu, 16-12. Stjarnan breytti um varnarleik í síðari hálfleik og freistaði þess að vinna upp forskot Eyjastúlkna. Garðbæingar skoruðu tvö fyrstu mörk hálfleiksins en þá sagði ÍBV hingað og ekki lengra. Þær skelltu í lás í vörninni og Florentina Grecu borðaði alla bolta sem Stjarnan náði að kasta á markið en hún varði 29 skot í markinu og fór á kostum. ÍBV var því fljótlega komið með góða forystu og leikurinn var í raun búinn um miðjan síðari hálfleik. Grecu var sem áður segir stórkostleg í markinu og með hana í álíka formi gegn Haukum gætu Hafnfirðingar lent í vandræðum. Patsiou er ótrúlega seigur leikmaður og skotviss. Eva Björk dregur síðan vagninn í sókninni á mikilvægum augnablikum en vítamörk hennar og skynsemi skipa miklu máli. Svo má ekki gleyma línumanninum Darinku Stefanovic sem er verulega vanmetinn leikmaður, sterk í vörn, býr til fínar opnanir í sókninni og nýtir þar að auki færin sín vel. Ef hún skorar ekki fær hún oftar en ekki vítakast í staðinn. Stjarnan var heillum horfin að þessu sinni. Skyttur liðsins voru slakar og hægri vængurinn algjörlega lamaður. Varnarleikur liðsins var hörmulegur á köflum og markvarslan eftir því. Þær áttu ekki skilið að komast lengra að þessu sinni. - HBGÍBV-Stjarnan 32-24 (16-12)Mörk ÍBV (skot): Anastasia Patsiou 10 (16), Eva Björk Hlöðversdóttir 8/5 (13/6), Darinka Stefanovic 5 (6), Tanja Zukowska 4 (6), Alla Gokorian 4 (7/1), Ingibjörg Jónsdóttir 1, Guðbjörg Guðmannsdóttir 1. Hraðaupphlaup: 5 (Alla 2, Stefanovic, Ingibjörg, Zukowska) Fiskuð víti: 7 (Stefanovic 5, Eva Björk, Alla). Varin skot: Florentina Grecu 29/1. Mörk Stjörnunnar (skot): Hekla Daðadóttir 6/3 (13/4), Kristín Clausen 5/1 (8/2), Elisabeta Kowal 3 (4), Kristín Guðmundsdóttir 2 (4), Rakel Dögg Bragadóttir 2 (4), Hind Hannesdóttir 2 (5), Anna Bryndís Blöndal 2 (6), Elísabet Gunnarsdóttir 2 (3). Hraðaupphlaup: 4 (Kristín Clausen 2, Kowal, Elísabet). Fiskuð víti: 6 (Ásdís Sig. 2, Kowal, Kristín Guðm., Hind, Anna Bryndís). Varin skot: Jelena Jovanovic 14/1, Helga Vala Jónsdóttir 4. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
ÍBV og Haukar mætast í úrslitum DHL-deildar kvenna en Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér réttinn til þess að mæta Haukum í dag er það valtaði yfir Stjörnuna, 32-24, í oddaleik liðanna í Eyjum. Stjarnan skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins en síðan ekki söguna meir. ÍBV tók völdin á vellinum og smám saman sigldi fram hjá Stjörnunni. Þegar fyrri hálfleikur var liðinn hafði ÍBV góð tök á leiknum og fjögurra marka forystu, 16-12. Stjarnan breytti um varnarleik í síðari hálfleik og freistaði þess að vinna upp forskot Eyjastúlkna. Garðbæingar skoruðu tvö fyrstu mörk hálfleiksins en þá sagði ÍBV hingað og ekki lengra. Þær skelltu í lás í vörninni og Florentina Grecu borðaði alla bolta sem Stjarnan náði að kasta á markið en hún varði 29 skot í markinu og fór á kostum. ÍBV var því fljótlega komið með góða forystu og leikurinn var í raun búinn um miðjan síðari hálfleik. Grecu var sem áður segir stórkostleg í markinu og með hana í álíka formi gegn Haukum gætu Hafnfirðingar lent í vandræðum. Patsiou er ótrúlega seigur leikmaður og skotviss. Eva Björk dregur síðan vagninn í sókninni á mikilvægum augnablikum en vítamörk hennar og skynsemi skipa miklu máli. Svo má ekki gleyma línumanninum Darinku Stefanovic sem er verulega vanmetinn leikmaður, sterk í vörn, býr til fínar opnanir í sókninni og nýtir þar að auki færin sín vel. Ef hún skorar ekki fær hún oftar en ekki vítakast í staðinn. Stjarnan var heillum horfin að þessu sinni. Skyttur liðsins voru slakar og hægri vængurinn algjörlega lamaður. Varnarleikur liðsins var hörmulegur á köflum og markvarslan eftir því. Þær áttu ekki skilið að komast lengra að þessu sinni. - HBGÍBV-Stjarnan 32-24 (16-12)Mörk ÍBV (skot): Anastasia Patsiou 10 (16), Eva Björk Hlöðversdóttir 8/5 (13/6), Darinka Stefanovic 5 (6), Tanja Zukowska 4 (6), Alla Gokorian 4 (7/1), Ingibjörg Jónsdóttir 1, Guðbjörg Guðmannsdóttir 1. Hraðaupphlaup: 5 (Alla 2, Stefanovic, Ingibjörg, Zukowska) Fiskuð víti: 7 (Stefanovic 5, Eva Björk, Alla). Varin skot: Florentina Grecu 29/1. Mörk Stjörnunnar (skot): Hekla Daðadóttir 6/3 (13/4), Kristín Clausen 5/1 (8/2), Elisabeta Kowal 3 (4), Kristín Guðmundsdóttir 2 (4), Rakel Dögg Bragadóttir 2 (4), Hind Hannesdóttir 2 (5), Anna Bryndís Blöndal 2 (6), Elísabet Gunnarsdóttir 2 (3). Hraðaupphlaup: 4 (Kristín Clausen 2, Kowal, Elísabet). Fiskuð víti: 6 (Ásdís Sig. 2, Kowal, Kristín Guðm., Hind, Anna Bryndís). Varin skot: Jelena Jovanovic 14/1, Helga Vala Jónsdóttir 4.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira